Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2025 10:30 Hin átján ára gamla Mirra Andreeva er að gera flotta hluti á Wimbledon risamótinu og hún heillar líka marga með einlægri framkomu sinni. Getty/Julian Finney Rússneska tenniskonan Mirra Andreeva er þrátt fyrir ungan aldur löngu komin í hóp bestu tenniskvenna heims. Þessi átján ára stelpa hefur líka sýnt það og sannað á Wimbledon mótinu síðustu daga. Mirra Andreeva tryggði sér sæti í átta manna úrslitunum á Wimbledon með sigri á hinni bandarísku Emmu Navarro. Andreeva vann leikinn 6-2 og 6-3 og þar með 2-0 í settum. Hún hefur þar með komist í átta manna úrslit á fyrstu þremur risamótum ársins. Andreeva mætir Belindu Bencic frá Sviss í átta manna úrslitunum í dag og sigurvegarinn þar fær svo undanúrslitaleik á móti annað hvort Igu Swiątek eða Liudmilu Samsonova. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast síðan þær Aryna Sabalenka og Amanda Anisimova. Andreeva var mjög upp með sér eftir leikinn á móti Navarro því að hetjan hennar. Roger Federer, kom til að horfa á hana. Hún sagðist hafa reynt að passa sig að horfa ekki upp í heiðursstúkuna því hún var viss um að missa einbeitingu sæi hún átrúnaðargoðið sitt. Kannski var hún aðeins of einbeitt á spaðann og boltann og var því ekki alveg með stöðuna á hreinu. Hún vissi auðvitað að hún væri í frábærri stöðu á móti Navarro en myndbandið hér fyrir neðan sýnir að Andreeva fattaði ekki í fyrstu að hún væri búin að vinna leikinn. View this post on Instagram A post shared by Wimbledon (@wimbledon) Tennis Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Sjá meira
Þessi átján ára stelpa hefur líka sýnt það og sannað á Wimbledon mótinu síðustu daga. Mirra Andreeva tryggði sér sæti í átta manna úrslitunum á Wimbledon með sigri á hinni bandarísku Emmu Navarro. Andreeva vann leikinn 6-2 og 6-3 og þar með 2-0 í settum. Hún hefur þar með komist í átta manna úrslit á fyrstu þremur risamótum ársins. Andreeva mætir Belindu Bencic frá Sviss í átta manna úrslitunum í dag og sigurvegarinn þar fær svo undanúrslitaleik á móti annað hvort Igu Swiątek eða Liudmilu Samsonova. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast síðan þær Aryna Sabalenka og Amanda Anisimova. Andreeva var mjög upp með sér eftir leikinn á móti Navarro því að hetjan hennar. Roger Federer, kom til að horfa á hana. Hún sagðist hafa reynt að passa sig að horfa ekki upp í heiðursstúkuna því hún var viss um að missa einbeitingu sæi hún átrúnaðargoðið sitt. Kannski var hún aðeins of einbeitt á spaðann og boltann og var því ekki alveg með stöðuna á hreinu. Hún vissi auðvitað að hún væri í frábærri stöðu á móti Navarro en myndbandið hér fyrir neðan sýnir að Andreeva fattaði ekki í fyrstu að hún væri búin að vinna leikinn. View this post on Instagram A post shared by Wimbledon (@wimbledon)
Tennis Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Sjá meira