Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 2. júlí 2025 07:30 Áratugum saman hefur verið mikill skortur á hjúkrunarheimilum þannig að margir eldri borgarar hafa þurft að bíða allt of lengi í örvæntingu eftir hjúkrunarrými. Fyrri ríkisstjórnir hafa sýnt skeytingarleysi gagnvart þessum vanda og þannig horft framhjá þjáningu aldraðra. Biðlistar héldu áfram að lengjast og um tíma biðu um 700 manns eftir plássi. Þetta er hrein og klár vanræksla sem hefur kostað aldraða og fjölskyldur þeirra ómælda þjáningu. Ný ríkisstjórn er staðráðin í að gera betur undir forystu Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra og hefur snúið vörn í sókn með kraftmiklum aðgerðum. Framkvæmdaráform sem höfðu staðið í stað árum saman eru loksins komin á fullan skrið um land allt. Mikil uppbygging komin af stað Hjúkrunarheimili eru og munu rísa á fjölmörgum stöðum. Í Hveragerði eru framkvæmdir hafnar við byggingu 44 hjúkrunarrýma, en þar af eru 26 ný rými. Í gömlu höfuðstöðvum Icelandair við Nauthólsveg verður húsnæði endurhannað fyrir 87 rými og í Þursaholti á Akureyri mun rísa nýtt 100 rýma hjúkrunarheimili. Þá hefjast framkvæmdir brátt á Húsavík. Í Boðaþingi verður vonandi lokið við byggingu nýs hjúkrunarheimilis í sumar með 64 rýmum og á Nesvöllum í Reykjanesbæ verða tekin í notkun 50 ný rými næsta haust ef að líkum lætur. Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ með allt að 66 hjúkrunarrýmum samkvæmt samkomulagi sem félags- og húsnæðismálaráðherra og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu í gær, þriðjudag. Fleiri verkefni eru í farvatninu sem munu líta dagsins ljós á næstunni. Þetta er raunverulegur árangur sem skiptir eldri borgara og fjölskyldur þeirra miklu máli. Þess utan léttir uppbygging hjúkrunarheimila á sjúkrahúsunum og sparar í raun útgjöld því mun dýrara er að vista fólk á sjúkrahúsum en á hjúkrunarheimilum. Þá er að sjálfsögðu mun heimilislegra fyrir fólk að búa á hjúkrunarheimilum en á spítala. Sýnilegur árangur á stuttum tíma Ríkisstjórnin hefur einfaldað kerfið. Nú sér ríkið alfarið um að fjármagna uppbyggingu hjúkrunarheimila en áður stóðu sveitarfélög undir 15 prósentum kostnaðarins. Undir forystu félags- og húsnæðismálaráðherra starfar nú stýrihópur um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem tryggir að höggvið verði á hnútinn í fjölmörgum verkefnum þannig að þau dragist ekki á langinn. Þetta flýtir fyrir framkvæmdum og gerir sveitarfélögum auðveldara að koma til móts við þarfir eldri íbúa sinna. Á næstu fjórum árum mun biðlistar loksins styttast og fleiri fá þá umönnun sem þau þurfa. Ríkisstjórnin hefur tekið af skarið og sýnt að hún tekur málefni eldri borgara alvarlega. Undir verkstjórn Valkyrjanna mun eldra fólk njóta þeirrar virðingar og þjónustu sem það verðskuldar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Björk Óskarsdóttir Alþingi Heilbrigðismál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eldri borgarar Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Áratugum saman hefur verið mikill skortur á hjúkrunarheimilum þannig að margir eldri borgarar hafa þurft að bíða allt of lengi í örvæntingu eftir hjúkrunarrými. Fyrri ríkisstjórnir hafa sýnt skeytingarleysi gagnvart þessum vanda og þannig horft framhjá þjáningu aldraðra. Biðlistar héldu áfram að lengjast og um tíma biðu um 700 manns eftir plássi. Þetta er hrein og klár vanræksla sem hefur kostað aldraða og fjölskyldur þeirra ómælda þjáningu. Ný ríkisstjórn er staðráðin í að gera betur undir forystu Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra og hefur snúið vörn í sókn með kraftmiklum aðgerðum. Framkvæmdaráform sem höfðu staðið í stað árum saman eru loksins komin á fullan skrið um land allt. Mikil uppbygging komin af stað Hjúkrunarheimili eru og munu rísa á fjölmörgum stöðum. Í Hveragerði eru framkvæmdir hafnar við byggingu 44 hjúkrunarrýma, en þar af eru 26 ný rými. Í gömlu höfuðstöðvum Icelandair við Nauthólsveg verður húsnæði endurhannað fyrir 87 rými og í Þursaholti á Akureyri mun rísa nýtt 100 rýma hjúkrunarheimili. Þá hefjast framkvæmdir brátt á Húsavík. Í Boðaþingi verður vonandi lokið við byggingu nýs hjúkrunarheimilis í sumar með 64 rýmum og á Nesvöllum í Reykjanesbæ verða tekin í notkun 50 ný rými næsta haust ef að líkum lætur. Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ með allt að 66 hjúkrunarrýmum samkvæmt samkomulagi sem félags- og húsnæðismálaráðherra og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu í gær, þriðjudag. Fleiri verkefni eru í farvatninu sem munu líta dagsins ljós á næstunni. Þetta er raunverulegur árangur sem skiptir eldri borgara og fjölskyldur þeirra miklu máli. Þess utan léttir uppbygging hjúkrunarheimila á sjúkrahúsunum og sparar í raun útgjöld því mun dýrara er að vista fólk á sjúkrahúsum en á hjúkrunarheimilum. Þá er að sjálfsögðu mun heimilislegra fyrir fólk að búa á hjúkrunarheimilum en á spítala. Sýnilegur árangur á stuttum tíma Ríkisstjórnin hefur einfaldað kerfið. Nú sér ríkið alfarið um að fjármagna uppbyggingu hjúkrunarheimila en áður stóðu sveitarfélög undir 15 prósentum kostnaðarins. Undir forystu félags- og húsnæðismálaráðherra starfar nú stýrihópur um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem tryggir að höggvið verði á hnútinn í fjölmörgum verkefnum þannig að þau dragist ekki á langinn. Þetta flýtir fyrir framkvæmdum og gerir sveitarfélögum auðveldara að koma til móts við þarfir eldri íbúa sinna. Á næstu fjórum árum mun biðlistar loksins styttast og fleiri fá þá umönnun sem þau þurfa. Ríkisstjórnin hefur tekið af skarið og sýnt að hún tekur málefni eldri borgara alvarlega. Undir verkstjórn Valkyrjanna mun eldra fólk njóta þeirrar virðingar og þjónustu sem það verðskuldar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun