Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 30. júní 2025 11:01 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Við höfum m.a. fjallað um kynbundinn launamun á íslenskum vinnumarkaði en í þessari grein beinum við sjónum að launum kvenna og karla sem eru í stéttarfélögum innan ASÍ og BSRB, árið 2024. Upplýsingarnar eru sóttar í nýja skýrslu Kjaratölfræðinefndar (KTN) sem kom út fyrr í mánuðinum. Kjaratölfræðinefnd er samstarfsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem hefur það m.a. að markmiði að skapa sameiginlegan skilning á þróun kjaramála með útgáfu vandaðrar og aðgengilegrar launatölfræði. Hver voru launin árið 2024? Í vorskýrslum KTN er launastig birt fyrir undangengið ár og því veitir sú nýjasta okkur upplýsingar um launastig ársins 2024. Árið 2024 var miðgildi reglulegra mánaðarlauna allra starfandi á íslenskum vinnumarkaði 768.000 kr. hjá körlum en 743.000 krónur hjá konum. Ef litið er til heildarlauna (þar sem yfirvinna og aðrar óreglulegar greiðslur eru meðtaldar) fengu karlar að meðaltali 938.000 kr. á mánuði og konur 826.000 kr. Hér skoðum við um laun innan ASÍ og BSRB sérstaklega og birtum upplýsingar um miðgildi reglulegra launa fullvinnandi fólks. Við erum því að skoða mánaðarlaun fyrir fulla vinnu án tilfallandi yfirvinnu og óreglulegra greiðslna. Í stuttu máli má sega að regluleg laun séu laun fyrir umsaminn vinnutíma, hvort sem hann er unninn í dagvinnu eða vaktavinnu. Þau ná til grunnlauna og fastra álagsgreiðslna, eins og vaktaálags. Miðgildi launa þýðir að launin sem eru birt á myndunum hér fyrir neðan eru laun einstaklingsins sem er í miðjunni á launadreifingu viðkomandi hóps. Það þýðir að 50% hópsins eru með lægri laun og 50% hópsins eru með hærri laun. Miðgildi reglulegra launa í aðildarfélögum ASÍ og BSRB er í öllum tilvikum lægra en meðaltalið, sem endurspeglar að launadreifingin er meiri hjá þeim 50% sem eru með hærri laun. Laun innan ASÍ ASÍ eru stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði með 44 aðildarfélög og 5 landssambönd. Langflest þeirra sem eru í stéttarfélögum með aðild að ASÍ starfa á almenna markaðnum eða yfir 90% og karlar eru í meirihluta eða um 57%. Mynd 1 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi í aðildarfélögum ASÍ eftir mörkuðum og kyni, árið 2024 Á almenna markaðnum voru regluleg laun kvenna í ASÍ að miðgildi 631.000 kr. árið 2024, samanborið við 682.000 hjá körlum. Munurinn er sambærilegur hjá ríkinu og sveitarfélögum utan Reykjavíkur, en regluleg laun eru jöfnust hjá Reykjavíkurborg þar sem miðgildi launa kvenna er 573.000 kr. og karla 576.000. Þegar regluleg laun eru skoðuð eftir starfshópum innan ASÍ á almenna markaðnum sjáum við mikinn mun. Miðgildi launa iðnaðarfólks er 760.000 kr., 741.000 hjá verslunar- og skrifstofufólki innan Landsambands íslenskra verslunarmanna, en 576.000 hjá verkafólki sem er fjölmennasti hópurinn. Þar er líka mestur launamunur kynjanna eins og sést á mynd 2. Mynd 2 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi eftir hópum ASÍ á almenna markaðnum, árið 2024 Laun innan BSRB BSRB eru stærstu heildarsamtök launafólks á opinbera markaðnum með 19 aðildarfélög. Langflest þeirra sem eru í stéttarfélögum með aðild að BSRB starfa á opinbera markaðnum eða tæp 90% og konur eru í meirihluta eða 64%. Mynd 3 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi í aðildarfélögum BSRB eftir mörkuðum og kyni, árið 2024 Á almenna markaðnum voru regluleg laun kvenna í BSRB að miðgildi 635.000 kr. , samanborið við 696.000 hjá körlum árið 2024. Munurinn er sambærilegur hjá ríkinu en minnstur hjá Reykjavíkurborg. Launamunur kynjanna er mestur hjá sveitarfélögunum (að Reykjavík undanskilinni). Þar er miðgildi reglulegra launa kvenna 587.000 kr., en karla 702.000. Konur sem starfa hjá sveitarfélögunum eru jafnframt sá hópur innan BSRB sem er með lægstu launin. Launaþróun kynjanna Margir þættir hafa áhrif á þróun launa eftir hópum og mörkuðum. Kjarasamningar hafa þó að jafnaði mest áhrifa á þróunina. Í Lífskjarasamningunum, á árunum 2019–2022, var lögð sérstök áhersla á að bæta kjör tekjulægri hópa með krónutöluhækkunum á kauptöxtum og föstum dagvinnulaunum. Breið sátt náðist um að launafólk með lágar tekjur hækkaði hlutfallslega meira í launum en þau sem hærri laun höfðu. Gögn Kjaratölfræðinefndar, sem ná aftur til mars 2019, sýna að þessi nálgun hefur skilað því að grunntímakaup og reglulegt tímakaup kvenna hefur hækkað meira en karla í öllum þeim hópum sem hér hafa verið til umfjöllunar. Eina undantekningin er hjá konum í BSRB sem starfa hjá Reykjavíkurborg þar sem tímakaup karla hefur hækkað meira en kvenna. Á sama tímabili hefur óleiðréttur launamunur kynjanna minnkað úr um 14% í rúmlega 9%. Ýmsar ástæður liggja þar að baki en ljóst er að kjarasamningar sem stuðla að hlutfallslega meiri hækkunum hjá tekjulægri hópum, þar sem konur eru í meirihluta, draga úr kynbundnum launamun. Höfundar eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög ASÍ Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Við höfum m.a. fjallað um kynbundinn launamun á íslenskum vinnumarkaði en í þessari grein beinum við sjónum að launum kvenna og karla sem eru í stéttarfélögum innan ASÍ og BSRB, árið 2024. Upplýsingarnar eru sóttar í nýja skýrslu Kjaratölfræðinefndar (KTN) sem kom út fyrr í mánuðinum. Kjaratölfræðinefnd er samstarfsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem hefur það m.a. að markmiði að skapa sameiginlegan skilning á þróun kjaramála með útgáfu vandaðrar og aðgengilegrar launatölfræði. Hver voru launin árið 2024? Í vorskýrslum KTN er launastig birt fyrir undangengið ár og því veitir sú nýjasta okkur upplýsingar um launastig ársins 2024. Árið 2024 var miðgildi reglulegra mánaðarlauna allra starfandi á íslenskum vinnumarkaði 768.000 kr. hjá körlum en 743.000 krónur hjá konum. Ef litið er til heildarlauna (þar sem yfirvinna og aðrar óreglulegar greiðslur eru meðtaldar) fengu karlar að meðaltali 938.000 kr. á mánuði og konur 826.000 kr. Hér skoðum við um laun innan ASÍ og BSRB sérstaklega og birtum upplýsingar um miðgildi reglulegra launa fullvinnandi fólks. Við erum því að skoða mánaðarlaun fyrir fulla vinnu án tilfallandi yfirvinnu og óreglulegra greiðslna. Í stuttu máli má sega að regluleg laun séu laun fyrir umsaminn vinnutíma, hvort sem hann er unninn í dagvinnu eða vaktavinnu. Þau ná til grunnlauna og fastra álagsgreiðslna, eins og vaktaálags. Miðgildi launa þýðir að launin sem eru birt á myndunum hér fyrir neðan eru laun einstaklingsins sem er í miðjunni á launadreifingu viðkomandi hóps. Það þýðir að 50% hópsins eru með lægri laun og 50% hópsins eru með hærri laun. Miðgildi reglulegra launa í aðildarfélögum ASÍ og BSRB er í öllum tilvikum lægra en meðaltalið, sem endurspeglar að launadreifingin er meiri hjá þeim 50% sem eru með hærri laun. Laun innan ASÍ ASÍ eru stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði með 44 aðildarfélög og 5 landssambönd. Langflest þeirra sem eru í stéttarfélögum með aðild að ASÍ starfa á almenna markaðnum eða yfir 90% og karlar eru í meirihluta eða um 57%. Mynd 1 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi í aðildarfélögum ASÍ eftir mörkuðum og kyni, árið 2024 Á almenna markaðnum voru regluleg laun kvenna í ASÍ að miðgildi 631.000 kr. árið 2024, samanborið við 682.000 hjá körlum. Munurinn er sambærilegur hjá ríkinu og sveitarfélögum utan Reykjavíkur, en regluleg laun eru jöfnust hjá Reykjavíkurborg þar sem miðgildi launa kvenna er 573.000 kr. og karla 576.000. Þegar regluleg laun eru skoðuð eftir starfshópum innan ASÍ á almenna markaðnum sjáum við mikinn mun. Miðgildi launa iðnaðarfólks er 760.000 kr., 741.000 hjá verslunar- og skrifstofufólki innan Landsambands íslenskra verslunarmanna, en 576.000 hjá verkafólki sem er fjölmennasti hópurinn. Þar er líka mestur launamunur kynjanna eins og sést á mynd 2. Mynd 2 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi eftir hópum ASÍ á almenna markaðnum, árið 2024 Laun innan BSRB BSRB eru stærstu heildarsamtök launafólks á opinbera markaðnum með 19 aðildarfélög. Langflest þeirra sem eru í stéttarfélögum með aðild að BSRB starfa á opinbera markaðnum eða tæp 90% og konur eru í meirihluta eða 64%. Mynd 3 Miðgildi reglulegra launa fullvinnandi í aðildarfélögum BSRB eftir mörkuðum og kyni, árið 2024 Á almenna markaðnum voru regluleg laun kvenna í BSRB að miðgildi 635.000 kr. , samanborið við 696.000 hjá körlum árið 2024. Munurinn er sambærilegur hjá ríkinu en minnstur hjá Reykjavíkurborg. Launamunur kynjanna er mestur hjá sveitarfélögunum (að Reykjavík undanskilinni). Þar er miðgildi reglulegra launa kvenna 587.000 kr., en karla 702.000. Konur sem starfa hjá sveitarfélögunum eru jafnframt sá hópur innan BSRB sem er með lægstu launin. Launaþróun kynjanna Margir þættir hafa áhrif á þróun launa eftir hópum og mörkuðum. Kjarasamningar hafa þó að jafnaði mest áhrifa á þróunina. Í Lífskjarasamningunum, á árunum 2019–2022, var lögð sérstök áhersla á að bæta kjör tekjulægri hópa með krónutöluhækkunum á kauptöxtum og föstum dagvinnulaunum. Breið sátt náðist um að launafólk með lágar tekjur hækkaði hlutfallslega meira í launum en þau sem hærri laun höfðu. Gögn Kjaratölfræðinefndar, sem ná aftur til mars 2019, sýna að þessi nálgun hefur skilað því að grunntímakaup og reglulegt tímakaup kvenna hefur hækkað meira en karla í öllum þeim hópum sem hér hafa verið til umfjöllunar. Eina undantekningin er hjá konum í BSRB sem starfa hjá Reykjavíkurborg þar sem tímakaup karla hefur hækkað meira en kvenna. Á sama tímabili hefur óleiðréttur launamunur kynjanna minnkað úr um 14% í rúmlega 9%. Ýmsar ástæður liggja þar að baki en ljóst er að kjarasamningar sem stuðla að hlutfallslega meiri hækkunum hjá tekjulægri hópum, þar sem konur eru í meirihluta, draga úr kynbundnum launamun. Höfundar eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun