Tillögur um skattalækkanir felldar: Segir ótrúlegt að hlusta á rök „Skattfylkingarinnar“ Árni Sæberg skrifar 24. júní 2025 19:34 Einar Þorsteinsson, Framsókn, og Friðjón Friðjónsson, Sjálfstæðisflokki, voru meðal þeirra sem tóku þátt í líflegum umræðum um fasteignagjöld á fundi borgarstjórnar. Vísir/Vilhelm Tillögur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í borginni um að lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda voru báðar felldar á fundi borgarstjórnar í dag. Nokkuð fjörugar umræður urðu um tillögurnar og Framsókn var sökuð um að leggjast á sveif með Sjálfstæðisflokknum í aðdraganda næstu kosninga. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins lögðu fram hvor sína tillöguna að bókun í mánuðinum, í kjölfar þess að nýtt fasteignamat var birt, þess efnis að borgarstjórn samþykkti að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026, þannig að tekjur borgarsjóðs af álögðum fasteignagjöldum hækkuðu ekki milli áranna 2025 og 2026. Rétt tæplega tveggja milljarða lækkun Oddviti Framsóknarflokksins sagði fyrir helgi að tillögurnar myndu skila tæplega tveimur milljörðum króna til borgarbúa. Borgarsjóðir ætti vel fyrir skattalækuninni eftir ráðdeild í rekstri borgarinnar undanfarið. „Tillagan felur í sér að áætluð lækkun fasteignagjalda á næsta ári nemi rúmum 1,8 milljarði króna og skiptist þannig að tekjur vegna íbúðarhúsnæðis lækki um 857 milljónir, tekjur vegna atvinnuhúsnæðis lækki um 790 milljónir og tekjur vegna lóðaleigu lækki um 171 milljón,“ sagði í greinargerð með tillögu þeirra. Afgreiddar á einu bretti Tillögurnar voru báðar teknar fyrir á fundi borgarstjórnar í dag. Að lokinni framsögu Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna, annars vegar og Einars Þorsteinssonar, oddvita Framsóknar, hins vegar hófust líflegar umræður um tillögurnar. Til að mynda spurði Sara Björg Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hvers vegna þeim Hildi og Einari væri svo umhugað að rýra einn helsta tekjustofn borgarinnar um tvo milljarða á ári, átta milljarða á kjörtímabili. „Það er skýrt að fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks vilja auka á ójöfnuð í Reykjavík. Það er fréttin í tillögum dagsins en það er undirliggjandi hræsni sem fylgir tillögum flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað gegn uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis. Vill ekki að samneyslan tryggi húsnæði fyrir tekjulægri hópa en á sama tíma vill niðurgreiða húsnæði til fólks sem hefur efni á að borga fyrir það. Er Framsóknarflokkurinn á sama stað í sinni stefnubreytingu? Fyrst hann er stokkinn um borð í hugmyndafræðilegan bát Sjálfstæðisflokksins, eða er um að ræða popúlískar beitur stjórnmálaflokks sem rær sinn lífróður í skoðanakönnunum?“ Gerðu hlé á fundi Einar Þorsteinsson óskaði eftir því að bera af sér sakir og sagði að ekki væri um neina stefnubreytingu af hálfu Framsóknar að ræða. Þá sagðist hann vilja minna á að þegar Framsókn og Samfylking störfuðu saman í síðasta meirihluta hefði Samfylkingin lofað að lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda atvinnuhúsnæðis. „Eini flokkurinn sem er að skipta um skoðun, það er Samfylkingin.“ Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri óskaði þá eftir því að gera athugasemd við fundarstjórn forseta. Hún sagði ótækt að borgarfulltrúar bæru af sér sakir og bæru fram ásakanir á aðra borgarfulltrúa í kjölfarið. „Ég geri kröfu um það að þetta verði ekki leyft af því að þetta eyðileggur ásýnd borgarstjórnar, þessar stuttu athugasemdir, sem sífellt eru notaðar í einhverjar pólitískar árásir.“ Forseti gerði þá hlé á fundi. Að loknu hléi voru tillögurnar felldar. Ótrúlegt að hlusta á rök „Skattfylkingarinnar“ Einar Þorsteinsson segir að honum finnist ótrúlegt, þótt það komi ekki á óvart, að hlusta á rök meirihlutans, sem hann segir að ætti að kallast „Skattfylkingin.“ „Rökin snúa að því að allar þær fjölskyldur sem búi í eigin húsnæði en eru ekki á leigumarkaði séu breiðu bökin í borginni og ekki sé tilefni til þess að afsala sér þeim tekjuauka sem borgin fær úr þeirra vasa á næsta ári.“ „Það tókst í tíð Framsóknar að snúa rekstrinum úr hallarekstri og yfir í 5 milljarða afgang og ef rétt er haldið á spilunum verður meiri afgangur á næsta ári. Það er því fullt tilefni til þess að frysta fasteignagjöldin á milli ára enda hafa þau hækkað um tugi prósenta.“ Tillögurnar óábyrgar og ótímabærar Í bókun samstarfsflokkanna í meirihluta um tillögurnar segir að fasteignaskattar séu næstlægstir í Reykjavík af öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Ekki standi til að hækka álagningarhlutföll fasteignagjalda sem hafi verið óbreytt um árabil. „Þegar kemur að umræðu um gjöld Reykjavíkur er mikilvægt að líta til heildarmyndarinnar. Leikskólagjöld í Reykjavík eru þau lægstu af öllu höfuðborgarsvæðinu. Um 80% félagslegra íbúða á höfuðborgarsvæðinu eru í Reykjavík þótt fjöldi borgarbúa sé einungis um 56% af íbúum þess svæðis.“ „Tillögur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á fundi borgarstjórnar í dag, um breytingu á álagningu fasteignagjalda til lækkunar um 2 milljarða kr. á ári er að okkar mati bæði óábyrg og ótímabær.“ „Sé sú fjárhæð sett í samhengi þá er hún nærri þeirri upphæð sem Reykjavík setur nú í NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð við fatlað fólk). Þessi fjárhæð er um einn þriðji af því sem frístundastarf borgarinnar kostar. Þetta er hærri upphæð en það sem öll bókasöfn borgarinnar kosta.“ „Nú er ekki rétti tíminn til skerða þjónustu með lækkun fasteignaskatta. Nú er hins vegar tíminn til að mæta enn frekar framkvæmda- og þjónustuþörfum borgarbúa,“ segir í bókun meirihlutans. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Skattar og tollar Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins lögðu fram hvor sína tillöguna að bókun í mánuðinum, í kjölfar þess að nýtt fasteignamat var birt, þess efnis að borgarstjórn samþykkti að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026, þannig að tekjur borgarsjóðs af álögðum fasteignagjöldum hækkuðu ekki milli áranna 2025 og 2026. Rétt tæplega tveggja milljarða lækkun Oddviti Framsóknarflokksins sagði fyrir helgi að tillögurnar myndu skila tæplega tveimur milljörðum króna til borgarbúa. Borgarsjóðir ætti vel fyrir skattalækuninni eftir ráðdeild í rekstri borgarinnar undanfarið. „Tillagan felur í sér að áætluð lækkun fasteignagjalda á næsta ári nemi rúmum 1,8 milljarði króna og skiptist þannig að tekjur vegna íbúðarhúsnæðis lækki um 857 milljónir, tekjur vegna atvinnuhúsnæðis lækki um 790 milljónir og tekjur vegna lóðaleigu lækki um 171 milljón,“ sagði í greinargerð með tillögu þeirra. Afgreiddar á einu bretti Tillögurnar voru báðar teknar fyrir á fundi borgarstjórnar í dag. Að lokinni framsögu Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna, annars vegar og Einars Þorsteinssonar, oddvita Framsóknar, hins vegar hófust líflegar umræður um tillögurnar. Til að mynda spurði Sara Björg Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hvers vegna þeim Hildi og Einari væri svo umhugað að rýra einn helsta tekjustofn borgarinnar um tvo milljarða á ári, átta milljarða á kjörtímabili. „Það er skýrt að fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks vilja auka á ójöfnuð í Reykjavík. Það er fréttin í tillögum dagsins en það er undirliggjandi hræsni sem fylgir tillögum flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað gegn uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis. Vill ekki að samneyslan tryggi húsnæði fyrir tekjulægri hópa en á sama tíma vill niðurgreiða húsnæði til fólks sem hefur efni á að borga fyrir það. Er Framsóknarflokkurinn á sama stað í sinni stefnubreytingu? Fyrst hann er stokkinn um borð í hugmyndafræðilegan bát Sjálfstæðisflokksins, eða er um að ræða popúlískar beitur stjórnmálaflokks sem rær sinn lífróður í skoðanakönnunum?“ Gerðu hlé á fundi Einar Þorsteinsson óskaði eftir því að bera af sér sakir og sagði að ekki væri um neina stefnubreytingu af hálfu Framsóknar að ræða. Þá sagðist hann vilja minna á að þegar Framsókn og Samfylking störfuðu saman í síðasta meirihluta hefði Samfylkingin lofað að lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda atvinnuhúsnæðis. „Eini flokkurinn sem er að skipta um skoðun, það er Samfylkingin.“ Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri óskaði þá eftir því að gera athugasemd við fundarstjórn forseta. Hún sagði ótækt að borgarfulltrúar bæru af sér sakir og bæru fram ásakanir á aðra borgarfulltrúa í kjölfarið. „Ég geri kröfu um það að þetta verði ekki leyft af því að þetta eyðileggur ásýnd borgarstjórnar, þessar stuttu athugasemdir, sem sífellt eru notaðar í einhverjar pólitískar árásir.“ Forseti gerði þá hlé á fundi. Að loknu hléi voru tillögurnar felldar. Ótrúlegt að hlusta á rök „Skattfylkingarinnar“ Einar Þorsteinsson segir að honum finnist ótrúlegt, þótt það komi ekki á óvart, að hlusta á rök meirihlutans, sem hann segir að ætti að kallast „Skattfylkingin.“ „Rökin snúa að því að allar þær fjölskyldur sem búi í eigin húsnæði en eru ekki á leigumarkaði séu breiðu bökin í borginni og ekki sé tilefni til þess að afsala sér þeim tekjuauka sem borgin fær úr þeirra vasa á næsta ári.“ „Það tókst í tíð Framsóknar að snúa rekstrinum úr hallarekstri og yfir í 5 milljarða afgang og ef rétt er haldið á spilunum verður meiri afgangur á næsta ári. Það er því fullt tilefni til þess að frysta fasteignagjöldin á milli ára enda hafa þau hækkað um tugi prósenta.“ Tillögurnar óábyrgar og ótímabærar Í bókun samstarfsflokkanna í meirihluta um tillögurnar segir að fasteignaskattar séu næstlægstir í Reykjavík af öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Ekki standi til að hækka álagningarhlutföll fasteignagjalda sem hafi verið óbreytt um árabil. „Þegar kemur að umræðu um gjöld Reykjavíkur er mikilvægt að líta til heildarmyndarinnar. Leikskólagjöld í Reykjavík eru þau lægstu af öllu höfuðborgarsvæðinu. Um 80% félagslegra íbúða á höfuðborgarsvæðinu eru í Reykjavík þótt fjöldi borgarbúa sé einungis um 56% af íbúum þess svæðis.“ „Tillögur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á fundi borgarstjórnar í dag, um breytingu á álagningu fasteignagjalda til lækkunar um 2 milljarða kr. á ári er að okkar mati bæði óábyrg og ótímabær.“ „Sé sú fjárhæð sett í samhengi þá er hún nærri þeirri upphæð sem Reykjavík setur nú í NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð við fatlað fólk). Þessi fjárhæð er um einn þriðji af því sem frístundastarf borgarinnar kostar. Þetta er hærri upphæð en það sem öll bókasöfn borgarinnar kosta.“ „Nú er ekki rétti tíminn til skerða þjónustu með lækkun fasteignaskatta. Nú er hins vegar tíminn til að mæta enn frekar framkvæmda- og þjónustuþörfum borgarbúa,“ segir í bókun meirihlutans.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Skattar og tollar Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira