Engum verið neitað um Fulbright-styrk á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2025 15:52 Utanríkisráðuneyti Marco Rubio (t.v.) í Bandaríkjunum hefur undanfarið tekið fram fyrir hendurnar á stjórn Fulbright-áætlunarinnar þar. Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright á Íslandi, (t.h.) segir engum frá Íslandi hafa verið hafnað. Vísir Allir umsækjendur sem Fulbright á Íslandi hefur mælt með hafa fengið brautargengi til þessa, að sögn framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Nær allir stjórnarmenn Fulbright-áætlunarinnar í Bandaríkjunum sögðu af sér vegna afskipta ríkisstjórnarinnar þar af styrkjunum. Ellefu af tólf stjórnarmönnum sökuðu ríkisstjórn repúblikana um að hafa hrifsað völdin af stjórninni með ólögmætum hætti og neitað fjölda manns um styrki sem stjórnin hafði samþykkt fyrir námsárið 2025 til 2026. Utanríkisráðuneytið hefði ennfremur tekið 1.200 styrkþega til ólögmætrar endurskoðunar sem gæti leitt til þess að enn fleirum yrði hafnað. Fulbright-styrktaráætlunin hefur verið við lýði í hátt í áttatíu ár. Henni var ætlað að ýta undir skiptinám á milli Bandaríkjanna og annarra ríkja. Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi, segir að allir þeir umsækjendur sem stjórnin hér mælti með hafi verið samþykktir úti í Bandaríkjunum þótt ferlið hafi vissulega tekið mun lengri tíma eftir stjórnarskiptin í Bandaríkjunum en áður. „Allavegana fram að þessu hafa allir þeir sem að Fulbright á Íslandi hefur viljað styðja með styrk hlotið brautargengi, en vissulega á það ekki við um öll ríki,“ segir Belinda við Vísi. Taka við Bandaríkjamönnum sem rannsaka loftslagsbreytingar Í umfjöllun New York Times sem sagði fyrst frá afsögnum Fulbright-stjórnarinnar kom fram að svo virtist sem að bandaríska utanríkisráðuneytið hafnaði styrkþegum á grundvelli fræðigreina þeirra. Þeir sem ráðuneytið hafnaði rannsökuðu meðal annars loftslagsbreytingar, fólksflutninga, kynjafræði og kynþætti. Ríkisstjórn repúblikana hefur verið í herferð gegn umfjöllun um slík mál frá valdaskiptunum í janúar. Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright á Íslandi.Fulbright á Íslandi Belindu er ekki kunnugt um að einhver ákveðin ríki lendi frekar í að umsækjendum þeirra sé nú hafnað eða náms- eða fræðimenn af einhverjum tilteknum sviðum. „Við erum til dæmis nú þegar að taka á móti Bandaríkjamönnum sem eru meðal annars með loftslagsbreytingar í sínum verkefnum,“ segir hún. Ómögulegt að segja hvort breytingar verði á áætluninni Umsóknarferlið um hefðbundna styrki til náms- og fræðimanna í gegnum Fulbright hefst á haustin og stendur fram á vor. Stofnunin á Íslandi velur íslenska styrkþega og sendir þá til lokasamþykktar til stjórnarinnar í Bandaríkjunum. Bandaríska stofnunin hefur einnig lokaorð um þá bandarísku styrkþega sem koma til Íslands í gegnum áætlunin þó að sú íslenska fái að hafa sitt að segja um þá. Belinda segir ómögulegt að spá fyrir um hvort að breytingarnar á stjórn Fulbright-áætlunarinnar úti hafi áhrif á umsóknarferlið á Íslandi þegar það fer aftur af stað í haust. Fulbright-áætlunin njóti enn mikillar virðingar í Bandaríkjunum og báðir flokkar hafi alla tíð stutt hana. „Við vonum að þó að það hafi komið upp einhverjir hnökrar núna eftir stjórnarskipti að þetta muni jafna sig en auðvitað getur maður ekki verið viss. En við vonum að svo sannarlega,“ segir Belinda. Filipus Spánarkonungur á Fulbright-viðburði árið 2021. Hann hlaut Fulbright-styrk á sínum tíma til náms í Bandaríkjunum.Vísir/EPA Á bilinu fimm til tíu Íslendingar fá Fulbright-styrk á hverju ári en tuttugu til tuttugu fimm Bandaríkjamenn koma hingað í gegnum áætlunina. Þrengja verulega að erlendum skiptinemum Ríkisstjórn repúblikana hefur hert verulega stefnu Bandaríkjastjórnar í útlendingamálum frá forsetaskiptum í janúar, ekki síst gagnvart erlendum námsmönnum. Þannig hafa bandarísk yfirvöld afturkallað fyrirvaralaust dvalarleyfi erlendra námsmanna, jafnvel án þess að láta þá vita, og stöðvað viðtöl við verðandi skiptinema um vegabréfaáritanir til þess að gefa sér aukið svigrúm til þess að fara yfir samfélagsmiðlareikninga umsækjenda. Stjórnin bannaði Harvard-háskóla nýlega að taka við erlendum nemum til þess að refsa skólanum fyrir að verða ekki að vilja alríkisstjórnarinnar um að hún fengi aukin áhrif á stjórn hans. Utanríkisráðuneytið kallaði útspil stjórnarmannanna í Fulbright-áætluninni „pólitíska sýningu“ sem var ætlað að grafa undan sitjandi Bandaríkjaforseta. Allir stjórnarmennirnir sem sögðu af sér voru skipaðir af Joe Biden, fyrrverandi forseta. Bandaríkin Donald Trump Skóla- og menntamál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Ellefu af tólf stjórnarmönnum sökuðu ríkisstjórn repúblikana um að hafa hrifsað völdin af stjórninni með ólögmætum hætti og neitað fjölda manns um styrki sem stjórnin hafði samþykkt fyrir námsárið 2025 til 2026. Utanríkisráðuneytið hefði ennfremur tekið 1.200 styrkþega til ólögmætrar endurskoðunar sem gæti leitt til þess að enn fleirum yrði hafnað. Fulbright-styrktaráætlunin hefur verið við lýði í hátt í áttatíu ár. Henni var ætlað að ýta undir skiptinám á milli Bandaríkjanna og annarra ríkja. Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi, segir að allir þeir umsækjendur sem stjórnin hér mælti með hafi verið samþykktir úti í Bandaríkjunum þótt ferlið hafi vissulega tekið mun lengri tíma eftir stjórnarskiptin í Bandaríkjunum en áður. „Allavegana fram að þessu hafa allir þeir sem að Fulbright á Íslandi hefur viljað styðja með styrk hlotið brautargengi, en vissulega á það ekki við um öll ríki,“ segir Belinda við Vísi. Taka við Bandaríkjamönnum sem rannsaka loftslagsbreytingar Í umfjöllun New York Times sem sagði fyrst frá afsögnum Fulbright-stjórnarinnar kom fram að svo virtist sem að bandaríska utanríkisráðuneytið hafnaði styrkþegum á grundvelli fræðigreina þeirra. Þeir sem ráðuneytið hafnaði rannsökuðu meðal annars loftslagsbreytingar, fólksflutninga, kynjafræði og kynþætti. Ríkisstjórn repúblikana hefur verið í herferð gegn umfjöllun um slík mál frá valdaskiptunum í janúar. Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright á Íslandi.Fulbright á Íslandi Belindu er ekki kunnugt um að einhver ákveðin ríki lendi frekar í að umsækjendum þeirra sé nú hafnað eða náms- eða fræðimenn af einhverjum tilteknum sviðum. „Við erum til dæmis nú þegar að taka á móti Bandaríkjamönnum sem eru meðal annars með loftslagsbreytingar í sínum verkefnum,“ segir hún. Ómögulegt að segja hvort breytingar verði á áætluninni Umsóknarferlið um hefðbundna styrki til náms- og fræðimanna í gegnum Fulbright hefst á haustin og stendur fram á vor. Stofnunin á Íslandi velur íslenska styrkþega og sendir þá til lokasamþykktar til stjórnarinnar í Bandaríkjunum. Bandaríska stofnunin hefur einnig lokaorð um þá bandarísku styrkþega sem koma til Íslands í gegnum áætlunin þó að sú íslenska fái að hafa sitt að segja um þá. Belinda segir ómögulegt að spá fyrir um hvort að breytingarnar á stjórn Fulbright-áætlunarinnar úti hafi áhrif á umsóknarferlið á Íslandi þegar það fer aftur af stað í haust. Fulbright-áætlunin njóti enn mikillar virðingar í Bandaríkjunum og báðir flokkar hafi alla tíð stutt hana. „Við vonum að þó að það hafi komið upp einhverjir hnökrar núna eftir stjórnarskipti að þetta muni jafna sig en auðvitað getur maður ekki verið viss. En við vonum að svo sannarlega,“ segir Belinda. Filipus Spánarkonungur á Fulbright-viðburði árið 2021. Hann hlaut Fulbright-styrk á sínum tíma til náms í Bandaríkjunum.Vísir/EPA Á bilinu fimm til tíu Íslendingar fá Fulbright-styrk á hverju ári en tuttugu til tuttugu fimm Bandaríkjamenn koma hingað í gegnum áætlunina. Þrengja verulega að erlendum skiptinemum Ríkisstjórn repúblikana hefur hert verulega stefnu Bandaríkjastjórnar í útlendingamálum frá forsetaskiptum í janúar, ekki síst gagnvart erlendum námsmönnum. Þannig hafa bandarísk yfirvöld afturkallað fyrirvaralaust dvalarleyfi erlendra námsmanna, jafnvel án þess að láta þá vita, og stöðvað viðtöl við verðandi skiptinema um vegabréfaáritanir til þess að gefa sér aukið svigrúm til þess að fara yfir samfélagsmiðlareikninga umsækjenda. Stjórnin bannaði Harvard-háskóla nýlega að taka við erlendum nemum til þess að refsa skólanum fyrir að verða ekki að vilja alríkisstjórnarinnar um að hún fengi aukin áhrif á stjórn hans. Utanríkisráðuneytið kallaði útspil stjórnarmannanna í Fulbright-áætluninni „pólitíska sýningu“ sem var ætlað að grafa undan sitjandi Bandaríkjaforseta. Allir stjórnarmennirnir sem sögðu af sér voru skipaðir af Joe Biden, fyrrverandi forseta.
Bandaríkin Donald Trump Skóla- og menntamál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira