Coco Gauff batt enda á franska ævintýrið Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2025 11:00 Coco Gauff mætti hinni frönsku Lois Boisson (t.v.) og batt enda á ótrúlegt á ótrúlegt ævintýri. Tnani Badreddine/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images Hin franska Loïs Boisson situr í 361. sæti heimslistans í tennis en fagnaði ótrúlega góðu gengi á Opna franska meistaramótinu, komst óvænt alla leið í undanúrslit en tapaði þar fyrir Bandaríkjakonunni Coco Gauff, sem situr í öðru sæti heimslistans. Coco Gauff nýtur alla jafnan gríðarlegra vinsælda þegar hún keppir en nánast hver einasti af áhorfendunum fimmtán þúsund studdu heimakonuna Boisson á Roland Garros leikvanginum í París í gær. Ekki að ástæðulausu, Boisson komst inn á mótið sem jóker (e. wild card) og hafði slegið mun sterkari andstæðinga út á leiðinni í undanúrslitin. Frakkar hafa líka ekki séð heimamann vinna mótið síðan um aldamótin. Ævintýri Boisson tók hins vegar enda þegar hún mætti hinni ógnarsterku Coco Gauff í gærkvöldi. Sú næstbesta í heiminum tók sér ekki nema rúman klukkutíma í að klára leikinn, með 6-1 og 6-2 sigrum í settunum. "When you were chanting her name, I was saying to myself my name!" 😅Coco Gauff explains how she dealt with the atmosphere playing against home favourite Lois Boisson in a buzzing Paris crowd🗣️#RolandGarros pic.twitter.com/mXGQbnvgxF— TNT Sports (@tntsports) June 5, 2025 Á framtíðina fyrir sér og fúlgur fjár Boisson er aðeins 22 ára gömul og var að keppa á sínu fyrsta risamóti, hún komst einnig inn á Opna franska í fyrra en sleit krossband rétt fyrir mót. Eftir níu mánaða endurhæfingu steig hún aftur inn á tennisvöllinn og hefur nú náð hreint ótrúlegum árangri. Árangurinn á mótinu mun hækka hana um tæp þrjú hundruð sæti á heimslistanum, frá 361. sæti fyrir mót er reiknað með að hún verði í 65. sæti eftir næstu uppfærslu listans. Sem tryggir henni greiðan aðgang að risamótum í framtíðinni. Auk þess sem hún tryggði sér um hundrað milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. Lois Boisson’s earnings for her entire career before Roland Garros:$148,500. After reaching the Roland Garros semifinals, she will leave with at least:$788,200. She has quadrupled her career earnings in less than two weeks. Life-changing. 🥹💰 🇫🇷❤️ pic.twitter.com/3JiqgrogAj— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) June 4, 2025 Efstu tvær á heimslistanum í úrslitum Coco Gauff heldur í úrslitaleik Opna franska gegn Arynu Sabalenka, efstu konu heimslistans. Þær mættust síðast í úrslitaleik risamóts á Opna bandaríska 2023, þar sem Gauff vann sinn fyrsta risamótstitil á ferlinum. Nýlega mættust þær í úrslitaleik á móti í Madríd, þar sem Sabalenka sigraði örugglega. Tennis Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Sjá meira
Coco Gauff nýtur alla jafnan gríðarlegra vinsælda þegar hún keppir en nánast hver einasti af áhorfendunum fimmtán þúsund studdu heimakonuna Boisson á Roland Garros leikvanginum í París í gær. Ekki að ástæðulausu, Boisson komst inn á mótið sem jóker (e. wild card) og hafði slegið mun sterkari andstæðinga út á leiðinni í undanúrslitin. Frakkar hafa líka ekki séð heimamann vinna mótið síðan um aldamótin. Ævintýri Boisson tók hins vegar enda þegar hún mætti hinni ógnarsterku Coco Gauff í gærkvöldi. Sú næstbesta í heiminum tók sér ekki nema rúman klukkutíma í að klára leikinn, með 6-1 og 6-2 sigrum í settunum. "When you were chanting her name, I was saying to myself my name!" 😅Coco Gauff explains how she dealt with the atmosphere playing against home favourite Lois Boisson in a buzzing Paris crowd🗣️#RolandGarros pic.twitter.com/mXGQbnvgxF— TNT Sports (@tntsports) June 5, 2025 Á framtíðina fyrir sér og fúlgur fjár Boisson er aðeins 22 ára gömul og var að keppa á sínu fyrsta risamóti, hún komst einnig inn á Opna franska í fyrra en sleit krossband rétt fyrir mót. Eftir níu mánaða endurhæfingu steig hún aftur inn á tennisvöllinn og hefur nú náð hreint ótrúlegum árangri. Árangurinn á mótinu mun hækka hana um tæp þrjú hundruð sæti á heimslistanum, frá 361. sæti fyrir mót er reiknað með að hún verði í 65. sæti eftir næstu uppfærslu listans. Sem tryggir henni greiðan aðgang að risamótum í framtíðinni. Auk þess sem hún tryggði sér um hundrað milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. Lois Boisson’s earnings for her entire career before Roland Garros:$148,500. After reaching the Roland Garros semifinals, she will leave with at least:$788,200. She has quadrupled her career earnings in less than two weeks. Life-changing. 🥹💰 🇫🇷❤️ pic.twitter.com/3JiqgrogAj— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) June 4, 2025 Efstu tvær á heimslistanum í úrslitum Coco Gauff heldur í úrslitaleik Opna franska gegn Arynu Sabalenka, efstu konu heimslistans. Þær mættust síðast í úrslitaleik risamóts á Opna bandaríska 2023, þar sem Gauff vann sinn fyrsta risamótstitil á ferlinum. Nýlega mættust þær í úrslitaleik á móti í Madríd, þar sem Sabalenka sigraði örugglega.
Tennis Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Sjá meira