Coco Gauff batt enda á franska ævintýrið Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2025 11:00 Coco Gauff mætti hinni frönsku Lois Boisson (t.v.) og batt enda á ótrúlegt á ótrúlegt ævintýri. Tnani Badreddine/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images Hin franska Loïs Boisson situr í 361. sæti heimslistans í tennis en fagnaði ótrúlega góðu gengi á Opna franska meistaramótinu, komst óvænt alla leið í undanúrslit en tapaði þar fyrir Bandaríkjakonunni Coco Gauff, sem situr í öðru sæti heimslistans. Coco Gauff nýtur alla jafnan gríðarlegra vinsælda þegar hún keppir en nánast hver einasti af áhorfendunum fimmtán þúsund studdu heimakonuna Boisson á Roland Garros leikvanginum í París í gær. Ekki að ástæðulausu, Boisson komst inn á mótið sem jóker (e. wild card) og hafði slegið mun sterkari andstæðinga út á leiðinni í undanúrslitin. Frakkar hafa líka ekki séð heimamann vinna mótið síðan um aldamótin. Ævintýri Boisson tók hins vegar enda þegar hún mætti hinni ógnarsterku Coco Gauff í gærkvöldi. Sú næstbesta í heiminum tók sér ekki nema rúman klukkutíma í að klára leikinn, með 6-1 og 6-2 sigrum í settunum. "When you were chanting her name, I was saying to myself my name!" 😅Coco Gauff explains how she dealt with the atmosphere playing against home favourite Lois Boisson in a buzzing Paris crowd🗣️#RolandGarros pic.twitter.com/mXGQbnvgxF— TNT Sports (@tntsports) June 5, 2025 Á framtíðina fyrir sér og fúlgur fjár Boisson er aðeins 22 ára gömul og var að keppa á sínu fyrsta risamóti, hún komst einnig inn á Opna franska í fyrra en sleit krossband rétt fyrir mót. Eftir níu mánaða endurhæfingu steig hún aftur inn á tennisvöllinn og hefur nú náð hreint ótrúlegum árangri. Árangurinn á mótinu mun hækka hana um tæp þrjú hundruð sæti á heimslistanum, frá 361. sæti fyrir mót er reiknað með að hún verði í 65. sæti eftir næstu uppfærslu listans. Sem tryggir henni greiðan aðgang að risamótum í framtíðinni. Auk þess sem hún tryggði sér um hundrað milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. Lois Boisson’s earnings for her entire career before Roland Garros:$148,500. After reaching the Roland Garros semifinals, she will leave with at least:$788,200. She has quadrupled her career earnings in less than two weeks. Life-changing. 🥹💰 🇫🇷❤️ pic.twitter.com/3JiqgrogAj— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) June 4, 2025 Efstu tvær á heimslistanum í úrslitum Coco Gauff heldur í úrslitaleik Opna franska gegn Arynu Sabalenka, efstu konu heimslistans. Þær mættust síðast í úrslitaleik risamóts á Opna bandaríska 2023, þar sem Gauff vann sinn fyrsta risamótstitil á ferlinum. Nýlega mættust þær í úrslitaleik á móti í Madríd, þar sem Sabalenka sigraði örugglega. Tennis Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sjá meira
Coco Gauff nýtur alla jafnan gríðarlegra vinsælda þegar hún keppir en nánast hver einasti af áhorfendunum fimmtán þúsund studdu heimakonuna Boisson á Roland Garros leikvanginum í París í gær. Ekki að ástæðulausu, Boisson komst inn á mótið sem jóker (e. wild card) og hafði slegið mun sterkari andstæðinga út á leiðinni í undanúrslitin. Frakkar hafa líka ekki séð heimamann vinna mótið síðan um aldamótin. Ævintýri Boisson tók hins vegar enda þegar hún mætti hinni ógnarsterku Coco Gauff í gærkvöldi. Sú næstbesta í heiminum tók sér ekki nema rúman klukkutíma í að klára leikinn, með 6-1 og 6-2 sigrum í settunum. "When you were chanting her name, I was saying to myself my name!" 😅Coco Gauff explains how she dealt with the atmosphere playing against home favourite Lois Boisson in a buzzing Paris crowd🗣️#RolandGarros pic.twitter.com/mXGQbnvgxF— TNT Sports (@tntsports) June 5, 2025 Á framtíðina fyrir sér og fúlgur fjár Boisson er aðeins 22 ára gömul og var að keppa á sínu fyrsta risamóti, hún komst einnig inn á Opna franska í fyrra en sleit krossband rétt fyrir mót. Eftir níu mánaða endurhæfingu steig hún aftur inn á tennisvöllinn og hefur nú náð hreint ótrúlegum árangri. Árangurinn á mótinu mun hækka hana um tæp þrjú hundruð sæti á heimslistanum, frá 361. sæti fyrir mót er reiknað með að hún verði í 65. sæti eftir næstu uppfærslu listans. Sem tryggir henni greiðan aðgang að risamótum í framtíðinni. Auk þess sem hún tryggði sér um hundrað milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. Lois Boisson’s earnings for her entire career before Roland Garros:$148,500. After reaching the Roland Garros semifinals, she will leave with at least:$788,200. She has quadrupled her career earnings in less than two weeks. Life-changing. 🥹💰 🇫🇷❤️ pic.twitter.com/3JiqgrogAj— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) June 4, 2025 Efstu tvær á heimslistanum í úrslitum Coco Gauff heldur í úrslitaleik Opna franska gegn Arynu Sabalenka, efstu konu heimslistans. Þær mættust síðast í úrslitaleik risamóts á Opna bandaríska 2023, þar sem Gauff vann sinn fyrsta risamótstitil á ferlinum. Nýlega mættust þær í úrslitaleik á móti í Madríd, þar sem Sabalenka sigraði örugglega.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn