Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2025 19:37 Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri hefur leitað að börnum í ellefu ár. Það hefur aldrei verið eins mikið að gera. Hann er reiður og vill að ráðamenn opni augun. Vísir Lögreglan hefur aldrei þurft að leita að eins mörgum börnum og í ár. Lögreglumaður sem sinnir þessum verkefnum segir ráðaleysi ríkja í málaflokknum og nú verði ráðamenn að opna augun fyrir vandanum. Mæður lýsa honum sem bjargvætti. Það sem af er ári hafa barnaverndaryfirvöld óskað 312 sinnum eftir því að lögregla leiti að börnum sem hafa strokið eða týnst. Í flestum tilvikum frá heimilum þeirra en í einum þriðja hluta tilvika frá meðferðarstofnunum. Til samanburðar voru beiðnirnar næstflestar allt árið 2018 eða um 260 talsins. Tvö tvilvik bættust í leitarbeiðnirnar í dag þannig að það sem af er ári eru þær orðnar 312 talsins. Vísir/Hjalti Úrræðaleysi og þyngri mál Guðmundur Fylkisson, eða Gummi eins og hann vill láta kalla sig, hefur sinnt slíkum málum í ellefu ár og aldrei haft meira að gera. Fréttastofa slóst í för með honum við Spöngina í Grafarvogi þar sem hann byrjar oft leitina að börnunum. „Ástandið hefur verið óvenju slæmt í ár. Ég er flesta daga að leita að fleiri en einu barni. Dagarnir eru oft langir og síðustu vikuna hef ég verið að leita að börnum langt fram á nótt. Þá eru þungu einstaklingarnir þ.e. þeir sem ég leita að aftur og aftur í verri stöðu en áður,“ segir Guðmundur. Við ökum frá Spönginni þar sem hann er vanur að leita að týndum krökkum og upp í Háholt í Mosfellsbæ. „Krakkarnir vilja núna helst vera við verslunarmiðstöðina í Mosfellsbænum og Spönginni og ég leita oft fyrst þar,“ segir hann. Hann segir úrræðaleysi ríkja í málaflokknum og er reiður. „Ég er reiður þessa dagana út af umræðunni. Það er kominn tími til að þeir sem ráða opni augun. Ég ætla ekkert að fara dýpra ofan í það,“ segir hann og vill ekki ræða meira um þetta mál að sinni. Þakklátar mæður Við stöldrum við í Mosfellsbæ þar sem Gummi fær að sjá bút úr viðtali Fréttastofu Sýnar við þær Ingibjörgu Einarsdóttur og Maríu Ericsdóttur sem eru honum afar þakklátar fyrir að leita að og finna börnin þeirra. Þær stigu fram í fjölmiðlum í gær og lýstu úrræðaleysi hér á landi fyrir börnin þeirra sem eiga í vanda. Í viðtalinu sem hann fær að sjá kemur eftirfarandi fram: „Það er ótrúlega oft sem hann (Gummi, innsk blaðamanns) hefur bjargað okkur mikið líka. Hann er ótrúlegur. Hann er með þetta. Fyrir utan það að vera stuðningur og leita að börnunum okkar þá tekst honum að lesa þegar maður hefur verið í molum. Hann athugar hvernig maður hefur það. Hann kemur líka fram við börnin okkar af virðingu og væntumþykju sem er ótrúlega sjaldgæft,“ sögðu þær stöllur í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur fréttamann. Gummi var ánægður með kveðjuna og sagði að foreldrar og börn væru oft afar þakklát. Hér að neðan má sjá viðtal við Gumma í fullri lengd þar sem fréttastofa fylgir honum eftir í störfum hans. Klippa: Á ferð með Guðmundi Fylkissyni Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Lögreglan Áfengi Börn og uppeldi Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Sjá meira
Það sem af er ári hafa barnaverndaryfirvöld óskað 312 sinnum eftir því að lögregla leiti að börnum sem hafa strokið eða týnst. Í flestum tilvikum frá heimilum þeirra en í einum þriðja hluta tilvika frá meðferðarstofnunum. Til samanburðar voru beiðnirnar næstflestar allt árið 2018 eða um 260 talsins. Tvö tvilvik bættust í leitarbeiðnirnar í dag þannig að það sem af er ári eru þær orðnar 312 talsins. Vísir/Hjalti Úrræðaleysi og þyngri mál Guðmundur Fylkisson, eða Gummi eins og hann vill láta kalla sig, hefur sinnt slíkum málum í ellefu ár og aldrei haft meira að gera. Fréttastofa slóst í för með honum við Spöngina í Grafarvogi þar sem hann byrjar oft leitina að börnunum. „Ástandið hefur verið óvenju slæmt í ár. Ég er flesta daga að leita að fleiri en einu barni. Dagarnir eru oft langir og síðustu vikuna hef ég verið að leita að börnum langt fram á nótt. Þá eru þungu einstaklingarnir þ.e. þeir sem ég leita að aftur og aftur í verri stöðu en áður,“ segir Guðmundur. Við ökum frá Spönginni þar sem hann er vanur að leita að týndum krökkum og upp í Háholt í Mosfellsbæ. „Krakkarnir vilja núna helst vera við verslunarmiðstöðina í Mosfellsbænum og Spönginni og ég leita oft fyrst þar,“ segir hann. Hann segir úrræðaleysi ríkja í málaflokknum og er reiður. „Ég er reiður þessa dagana út af umræðunni. Það er kominn tími til að þeir sem ráða opni augun. Ég ætla ekkert að fara dýpra ofan í það,“ segir hann og vill ekki ræða meira um þetta mál að sinni. Þakklátar mæður Við stöldrum við í Mosfellsbæ þar sem Gummi fær að sjá bút úr viðtali Fréttastofu Sýnar við þær Ingibjörgu Einarsdóttur og Maríu Ericsdóttur sem eru honum afar þakklátar fyrir að leita að og finna börnin þeirra. Þær stigu fram í fjölmiðlum í gær og lýstu úrræðaleysi hér á landi fyrir börnin þeirra sem eiga í vanda. Í viðtalinu sem hann fær að sjá kemur eftirfarandi fram: „Það er ótrúlega oft sem hann (Gummi, innsk blaðamanns) hefur bjargað okkur mikið líka. Hann er ótrúlegur. Hann er með þetta. Fyrir utan það að vera stuðningur og leita að börnunum okkar þá tekst honum að lesa þegar maður hefur verið í molum. Hann athugar hvernig maður hefur það. Hann kemur líka fram við börnin okkar af virðingu og væntumþykju sem er ótrúlega sjaldgæft,“ sögðu þær stöllur í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur fréttamann. Gummi var ánægður með kveðjuna og sagði að foreldrar og börn væru oft afar þakklát. Hér að neðan má sjá viðtal við Gumma í fullri lengd þar sem fréttastofa fylgir honum eftir í störfum hans. Klippa: Á ferð með Guðmundi Fylkissyni
Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Lögreglan Áfengi Börn og uppeldi Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent