Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Aron Guðmundsson skrifar 29. maí 2025 08:02 Kolbeinn Kristinsson er ríkjandi Baltic Boxing Union meistari. Hann er á meðal hundrað bestu þungavigtar boxara á heimsvísu og hefur ekki tapað bardaga á sínum atvinnumannaferli Mynd: Kristinn Gauti Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum stígur aftur inn í hringinn um komandi helgi. Það að vera ósigraður finnst honum ekki vera íþyngjandi og hann stefnir á að stöðva komandi andstæðing sinn snemma. Heimsmeistaratitill er undir. Kolbeinn mætir Þjóðverjanum ósigraða, Mike Lehnis í hnefaleikahringnum í Nurnberg á laugardaginn kemur og undir er GBU heimsmeistaratitillinn en fyrir er Kolbeinn Baltic Union meistari. „Ég er búinn að æfa rosa vel, er í rauninni búinn að vera æfa í fjóra mánuði fyrir þetta þannig að ég er bara til í þetta,“ segir Kolbeinn. Mike Lehnis ætlar að reyna stöðva Kolbein í hnefaleikahringnum um helgina. Er þetta hættulegur andstæðingur? „Já hann er mjög sprækur, sterkur og er örvhentur sem er viss áskorun fyrir mig. Ég þurfti að aðlaga allt hjá mér miðað við þá stöðu. Fá örvhenta æfingafélaga og æfa allt öðruvísi. Það er öðruvísi að berjast við örvhenta. Ef þeir eru rétthentir er svona nokkurn veginn sama hvernig þú berst nema að þeir séu með einhvern sér stíl. Örvhentir boxarar er bara allt annað dæmi. Það er allt speglað og þú þarft að berjast við þá á vissan hátt. Við þurftum að breyta öllu, breyttum því um leið og við fengum að vita að þessi bardagi myndi fara fram.“ Öflugir örvhentir æfingafélagar hafa komið hingað til lands til þess að hjálpa Kolbeini í undirbúningi hans. „Hann fór heim á laugardaginn síðasta, Finni sem er atvinnumaður og hefur unnið 21 bardaga, tapað þremur. Hann er örvhentur og var að æfa með mér í þrjár vikur, svo eru báðir þjálfararnir mínir örvhentir og það er mér því ekki í óhag að berjast við örvhentan boxara.“ Nokkrir bardagar í boði Kolbeinn hefur verið á miklu skriði og verður þetta fjórði bardaginn hans á innan við ári. „Ég held að ég hafi síðast náð fjórum bardögum á einu ári fyrst þegar að ég var að byrja. Það eru mörg ár síðan að ég náði svona bardögum á einu ári. Við vorum með nokkra bardaga í boði en sumir þeirra hefðu komið aðeins of snemma eða aðeins of seint. Þetta var andstæðingur sem við vorum búnir að horfa á og tímasetningin hentaði nokkuð vel. Við kýldum því bara á þetta.“ Getur enginn verið ósigraður að eilífu Kolbeinn er á sautján bardaga sigurgöngu, einn af hundrað bestu þungavigtar boxurum á heimsvísu og er líkt og andstæðingurinn á laugardaginn enn ósigraður á sínum atvinnumannaferli. Aðspurður hvort það verði meira íþyngjandi að hafa ekki tapað bardaga eftir því sem líður á ferilinn segist Kolbeinn ekki hugsa út í það. „Það getur enginn verið ósigraður að eilífu. Maður telur á einni hönd boxara sem hafa farið í gegnum ferilinn án þess að tapa. Ef það kemur þá kemur það bara en maður verður bara að halda áfram.“ Hvernig sérðu fyrir þér að bardaginn fari? „Ég sé fyrir mér að ég roti hann. Örugglega snemma.“ Box Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Sjá meira
Kolbeinn mætir Þjóðverjanum ósigraða, Mike Lehnis í hnefaleikahringnum í Nurnberg á laugardaginn kemur og undir er GBU heimsmeistaratitillinn en fyrir er Kolbeinn Baltic Union meistari. „Ég er búinn að æfa rosa vel, er í rauninni búinn að vera æfa í fjóra mánuði fyrir þetta þannig að ég er bara til í þetta,“ segir Kolbeinn. Mike Lehnis ætlar að reyna stöðva Kolbein í hnefaleikahringnum um helgina. Er þetta hættulegur andstæðingur? „Já hann er mjög sprækur, sterkur og er örvhentur sem er viss áskorun fyrir mig. Ég þurfti að aðlaga allt hjá mér miðað við þá stöðu. Fá örvhenta æfingafélaga og æfa allt öðruvísi. Það er öðruvísi að berjast við örvhenta. Ef þeir eru rétthentir er svona nokkurn veginn sama hvernig þú berst nema að þeir séu með einhvern sér stíl. Örvhentir boxarar er bara allt annað dæmi. Það er allt speglað og þú þarft að berjast við þá á vissan hátt. Við þurftum að breyta öllu, breyttum því um leið og við fengum að vita að þessi bardagi myndi fara fram.“ Öflugir örvhentir æfingafélagar hafa komið hingað til lands til þess að hjálpa Kolbeini í undirbúningi hans. „Hann fór heim á laugardaginn síðasta, Finni sem er atvinnumaður og hefur unnið 21 bardaga, tapað þremur. Hann er örvhentur og var að æfa með mér í þrjár vikur, svo eru báðir þjálfararnir mínir örvhentir og það er mér því ekki í óhag að berjast við örvhentan boxara.“ Nokkrir bardagar í boði Kolbeinn hefur verið á miklu skriði og verður þetta fjórði bardaginn hans á innan við ári. „Ég held að ég hafi síðast náð fjórum bardögum á einu ári fyrst þegar að ég var að byrja. Það eru mörg ár síðan að ég náði svona bardögum á einu ári. Við vorum með nokkra bardaga í boði en sumir þeirra hefðu komið aðeins of snemma eða aðeins of seint. Þetta var andstæðingur sem við vorum búnir að horfa á og tímasetningin hentaði nokkuð vel. Við kýldum því bara á þetta.“ Getur enginn verið ósigraður að eilífu Kolbeinn er á sautján bardaga sigurgöngu, einn af hundrað bestu þungavigtar boxurum á heimsvísu og er líkt og andstæðingurinn á laugardaginn enn ósigraður á sínum atvinnumannaferli. Aðspurður hvort það verði meira íþyngjandi að hafa ekki tapað bardaga eftir því sem líður á ferilinn segist Kolbeinn ekki hugsa út í það. „Það getur enginn verið ósigraður að eilífu. Maður telur á einni hönd boxara sem hafa farið í gegnum ferilinn án þess að tapa. Ef það kemur þá kemur það bara en maður verður bara að halda áfram.“ Hvernig sérðu fyrir þér að bardaginn fari? „Ég sé fyrir mér að ég roti hann. Örugglega snemma.“
Box Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Sjá meira