Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2025 11:53 Sigríður Á Andersen spurði Ingu Sæland út í tvö atriði sem varða embættisfærslur félagsmálaráðherra en fékk ef til vill ekki þau svör sem hún hafði búist við. vísir/vilhelm Heitt var í kolum í óundirbúnum fyrirspurnum. Þingheimur sat þrumu lostinn og hlustaði á Ingu Sæland félagsmálaráðherra lesa Sigríði Á Andersen, þingmanni Miðflokksins, pistilinn. Sigríður Á Andersen hafði verið að spyrja Ingu út í tvær ákvarðanir sem Inga hafði verið gerð afturreka með, bæði hvað varðar skipan í stjórn HMS orku og einnig með stjórn Tryggingastofnunar. Sigríður var ósátt við svörin. Hún sagði að í stað þess að fram kæmi afsökunarbeiðni á lögbrotum höggvi ráðherra í sömu knérunn. Með ólíkindum að þessi þingmaður... Hún ítrekaði fyrirspurn sína en þá fékk hún það óþvegið frá ráðherra sem vildi ræða það þegar Sigríður Á Andersen sagði af sér sem ráðherra. „Það er með hreinum ólíkindum að akkúrat þessi háttvirti þingmaður, Sigríður Á Andersen, sem einn af fáum ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar Íslands, hrökklaðist úr embætti og þurfti að segja af sér ráðherradómi, vegna einstrengingslegra ákvarðanataka þvert á gildandi lög,“ sagði Inga og hún var hvergi nærri hætt. „Það þurfti mannréttindadómstól Evrópu til að hrekja hana úr embætti því svo fast sat hún. Ég segi bara ekkert annað en það að háttvirtur þingmaður, ég horfi í þín augu með von um það að við í rauninni gerum okkar besta og séum í góðri trú að vinna að hag samfélagsins sem við vorum kjörnar til að gera og ég óska nákvæmlega þess hins sama. Ég mun ganga hér fram af heiðarleika og einlægni í mínum störfum hér eftir sem hingað til hvort heldur það er í stjórnarandstöðu, sem ber pínulítið annan brag, en þegar við sitjum í ríkisstjórn.“ Þingmönnum brugðið Ýmsir þingmenn gerðu athugasemd við orð Ingu, Þorsteinn B. Sæmundsson þingmaður Miðflokksins sagði ósmekklegt að ráðherra væri að sneiða með þessum hætti að þingmanni sem ekki gæti svarað fyrir sig á sama vettvangi. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður tók í sama streng og sagði því miður hafa borðið á því að háttvirtir þingmenn og ráðherrar hafa kosið að haga sínum orðum hér á Alþingi hafi krítað liðugt og hún vonaði að það kæmi ekki niður á virðingu fyrir hinu háa Alþingi. „Þessi ummæli voru ákveðinn lágpunktur, því miður.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. 1. maí 2025 11:00 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Sigríður Á Andersen hafði verið að spyrja Ingu út í tvær ákvarðanir sem Inga hafði verið gerð afturreka með, bæði hvað varðar skipan í stjórn HMS orku og einnig með stjórn Tryggingastofnunar. Sigríður var ósátt við svörin. Hún sagði að í stað þess að fram kæmi afsökunarbeiðni á lögbrotum höggvi ráðherra í sömu knérunn. Með ólíkindum að þessi þingmaður... Hún ítrekaði fyrirspurn sína en þá fékk hún það óþvegið frá ráðherra sem vildi ræða það þegar Sigríður Á Andersen sagði af sér sem ráðherra. „Það er með hreinum ólíkindum að akkúrat þessi háttvirti þingmaður, Sigríður Á Andersen, sem einn af fáum ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar Íslands, hrökklaðist úr embætti og þurfti að segja af sér ráðherradómi, vegna einstrengingslegra ákvarðanataka þvert á gildandi lög,“ sagði Inga og hún var hvergi nærri hætt. „Það þurfti mannréttindadómstól Evrópu til að hrekja hana úr embætti því svo fast sat hún. Ég segi bara ekkert annað en það að háttvirtur þingmaður, ég horfi í þín augu með von um það að við í rauninni gerum okkar besta og séum í góðri trú að vinna að hag samfélagsins sem við vorum kjörnar til að gera og ég óska nákvæmlega þess hins sama. Ég mun ganga hér fram af heiðarleika og einlægni í mínum störfum hér eftir sem hingað til hvort heldur það er í stjórnarandstöðu, sem ber pínulítið annan brag, en þegar við sitjum í ríkisstjórn.“ Þingmönnum brugðið Ýmsir þingmenn gerðu athugasemd við orð Ingu, Þorsteinn B. Sæmundsson þingmaður Miðflokksins sagði ósmekklegt að ráðherra væri að sneiða með þessum hætti að þingmanni sem ekki gæti svarað fyrir sig á sama vettvangi. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður tók í sama streng og sagði því miður hafa borðið á því að háttvirtir þingmenn og ráðherrar hafa kosið að haga sínum orðum hér á Alþingi hafi krítað liðugt og hún vonaði að það kæmi ekki niður á virðingu fyrir hinu háa Alþingi. „Þessi ummæli voru ákveðinn lágpunktur, því miður.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. 1. maí 2025 11:00 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49
„Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. 1. maí 2025 11:00