Upp­gjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær fram­lengingar

Arnar Skúli Atlason skrifar
Frank Aron Booker á ferðinni í leik með Val.
Frank Aron Booker á ferðinni í leik með Val. vísir/Guðmundur

Valsmenn lögðu Þór frá Þorlákshöfn í tvíframlengdum trylli í 4. umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik. Ladarien Griffin tryggði Val sigurinn þegar skammt var eftir af annarri framlengingu leiksins. Þór á eftir að vinna leik í vetur og sitja á botni deildarinnar.

Þórsarar byrjuðu betur og skorðuðu fimm fyrstu stig leiksins. Valur komst svo á blað og var leikurinn frekar jafn í fyrsta leikhluta. Hjá Þór var stigaskorið frekar jafnt en hjá Val var Kári Jónsson í miklum gír og skoraði að vild og áttu Þór í stökustu vandræðum með hann. Þórsarar héldu samt frumkvæðinu og leiddu að loknum 1. leikhluta 25-17.

Þór var áfram skrefinu á undan í öðrum leikhluta. Ef Þór jók muninn svaraði Valur strax með áhlaupi og liðin skiptust á körfum. Jacoby Ross fór að minna á sig hjá Þór og kom að fleiri stigum. Kári hélt áfram að gera vel fyrir Val en fékk góða aðstoð frá Frank Aron Booker og Callum Lawson. Þór leiddi í hálfleik 51-44.

Seinni hálfleikur hófst fjörlega eins og hinir leikhlutarnir en Þór hélt áfram forystu í leiknum þó að Valsmenn hafi aldrei verið langt undan og biðu átekta eftir að Þór ætlaði að glutra þessu frá sér. Emil Karel steig upp í liði Þórs í þessum leikhluta og setti nokkrar mikilvægar körfu svo Valsmenn náðu ekki að jafna leikinn. Staðan að loknum þriðja leikhluta var 76-71.

Fjórði leikhluti var gríðarlega spennandi. Þór byrjaði betur en svo kom breiddinn hjá Val inn í seinni hluta fjórðungsins. Um miðjan fjórðunginn komumst Valur Í fyrsta skipti í leiknum yfir þegar Frank Aron Booker setti þrist. Þór vann sig til baka og Jacoby og Emil sáu til þess að Þór leiddi þegar lítið var eftir. Þá braut Rafail Lanaras á Callum Lawson og hann setti bæði vítin sín ofan í. Þór átti síðasta skot fjórðungsins og það tók Jacoby Ross en skot hans geigaði og því þurfti að framlengja. Staðan í lok venjulegs leiktíma 99-99.

Þór hélt áfram að vera sterkari í upphafi framlengingarinnar en Valur kom til baka og jafnaði. Liðin skoruðu að vild og var lítið um varnir. Aftur kom það í hlut Jacoby að reyna að stela sigrinum með seinasta skoti fjórðungsins fyrir Þór en aftur brást honum bogalistinn og því þurfti að framlengja í annað sinn.

Í seinni framlengingunni reyndust Valsmenn sterkari á svellinum þrátt fyrir að Þór hafi átt síðasta skot fjórðungsins og núna var það Lazar Lugic sem tók það þá geigaði skotið hand og Valur fór með sigur 117-119 í Þorlákshöfn í kvölds.

Atvikið

Ísak Perdue setti þrist fyrir Þór og kom þeim í 117-114. Valur fór í sókn hinum meginn og Callum Lawson setti þrist og fékk villu að auki sem kom Val í forystu fyrir loka sóknir leiksins.

Stjörnur

Hjá Þór Þ voru Jacoby Ross sem skoraði 32 stig og gaf 11 stoðsendingar og Emil Karel með sín 20 stig frábærir. Allir leikmenn Þórs sem stigu á gólfið voru flottir í dag og voru þeir óheppnir að fara ekki með sigur á hólmi.

Hjá gestunum í Val var Kári Jónsson geggjaður með 31 stig og 10 stoðsendingar. Callum Lawson og Frank Aron eru ólseigir með sitt framlag og alltaf að djöflast. Kristófer með 16 stig og 13 fráköst.

Umgjörð og stemmning

Góð mæting eins og alltaf í Þorlákshöfn.

Dómarar [8]

Vel dæmdur leikur í kvöld og þeir stóðu sig frábærlega. Góð lína hjá dómurunum og villurnar skiptust jafnt á milli liðana.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira