Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2025 09:37 Flugvél Turkish Airlines á evrópskum flugvelli. Þessi vél er af gerðinni Boeing 734 MAX en sú sem lenti í ókyrrðinni yfir Íslandi var Boeing 777. Vísir/EPA Flugstjóri og flugmaður tyrkneskrar farþegaþotu sem lenti í alvarlegri ókyrrð yfir Íslandi árið 2023 tókust óafvitandi á um stjórn vélarinnar. Sjö manns um borð slösuðust í ókyrrðinni. Viðbrögð áhafnarinnar var talin orsök atviksins en bæði Veðurstofa Íslands og Isavia fengu tilmæli um umbætur vegna þess. Alvarlega flugatvikið átti sér stað norðan við Langjökul 13. febrúar árið 2023. Þá lenti Boeing 777-farþegaþota tyrkneska flugfélagsins Turkish Airlines á leið frá Toronto í Kanada til Istanbúl í Tyrklandi í alvarlegri ókyrrð vegna háloftafjallabylgna. Flugvélin missti um 8.000 feta hæð, hátt í 2.500 metra, á einni mínútu en mesti fallhraðinn var meira en fimm þúsund metrar samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Fimm úr áhöfn vélarinnar og tveir farþegar slösuðust lítillega og einhverjar skemmdir urðu innanstokks. Orsök atviksins var rakin til skorts á ástandsvitund og samvinnu flugáhafnarinnar í viðbrögðum hennar við upphaflegu ókyrrðinni sem vélin lenti í. Viðbrögð hennar eru talin hafa aukið á óeðlilega flugstöðu flugvélarinnar. Lét ekki formlega vita að hann tæki stjórnina Flugáhöfnin er sögð hafa átt erfitt með að hafa stjórn á flugvélinni þegar hún varð fyrir ókyrrðinni. Flugmennirnir tveir tókust þar að auki óafvitandi á um stjórn flugvélarinnar þar sem aðstoðarflugmaðurinn ýtti stýri sínu fram á meðan flugstjórinn toagði sitt stýri að sér. Andstæð inngrip þeirra urðu til þess að stýri þeirra aftengdust. Þá tók áhöfnin ekki sjálfvirka eldsneytisgjöf af þegar þeir brugðust við aðstæðum. Það varð til þess að báðir flugmennirnir og sjálfvirka eldsneytisgjöfin tókust á um stjórn flugvélarinnar. Rannsóknarnefndin segir að fyrir utan ókyrrðina sjálfa hafi orsakir atviksins verið brestur á að áhöfnin brygðist við í samræmi við þjálfun sína. Þannig hefði flugstjórinn ekki fylgt réttu verklagi um að láta vita áður en hann reyndi að taka stjórn á vélinni. Engin veðurorð í tilkynningu sem Isavia sendi Veðurstofunni Rannsóknarnefnd samgönguslysa óskaði eftir því að Veðurstofan gerði tækniskýrslu um tengsl atvikisins við veður. Talið er að háloftafjallabylgjur hafi verið yfir landinu í margar klukkustundir áður en tyrkneska vélin lenti í ókyrrðinni. Engin óveðursboð (SIGMET) um þær höfðu þó verið gefin út fyrir atvikið. Það var fyrst fjórum mínútum eftir atvikið sem Veðustofan gaf út óveðurboð þar sem varað var við háloftafjallabylgjum yfir Íslandi, þó ekki á því svæði þar sem atvikið varð. Ekki fyrr en fjörutíu mínútum eftir atvikið gaf Veðurstofan út óveðurboð þar sem fjallabylgjusvæðið var stækkað og upplýst var um sterkar fjallabylgjur á svæðinu þrátt fyrir að áhöfn vélarinnar hefði tilkynnt íslenskri flugumferðarstjórn þegar hún lenti í ókyrrðinni. Veðurstofa Íslands gaf ekki út óveðurboð um háloftafjallabylgjunar fyrr en fjörutíu mínútum eftir atvikið með tyrknesku þotuna.Vísir/Vilhelm Í ljós kom að engin veðurorð var að finna í þeirri tilkynningu sem Isavia sendi Veðurstofunni en þar síaði tölva tilkynningar eftir því hvort þær tengdust veðri. Því fékk veðurfræðingur á vakt ekki að vita af atvikinu fyrr en honum var tilkynnt um það nokkru síðar í gegnum síma. Í skýrslu sinni um atvikið mælti rannsóknarnefndin með því að Veðurstofan bætti sjálfvirkni í greiningu á veðurfyrirbrigðum eins og ókyrrð, ísingu, fjallabylgjum og þrumuveðri í veðurspám sínum og að óveðurboð væru sýnd á myndrænan hátt á kortum. Þá lagði nefndin til að Isavia ANS tryggði að tilkynningum frá flugmönnum til Veðurstofunnar fylgdu allar veðurtengdar upplýsingar. Fréttir af flugi Veður Samgönguslys Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Alvarlega flugatvikið átti sér stað norðan við Langjökul 13. febrúar árið 2023. Þá lenti Boeing 777-farþegaþota tyrkneska flugfélagsins Turkish Airlines á leið frá Toronto í Kanada til Istanbúl í Tyrklandi í alvarlegri ókyrrð vegna háloftafjallabylgna. Flugvélin missti um 8.000 feta hæð, hátt í 2.500 metra, á einni mínútu en mesti fallhraðinn var meira en fimm þúsund metrar samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Fimm úr áhöfn vélarinnar og tveir farþegar slösuðust lítillega og einhverjar skemmdir urðu innanstokks. Orsök atviksins var rakin til skorts á ástandsvitund og samvinnu flugáhafnarinnar í viðbrögðum hennar við upphaflegu ókyrrðinni sem vélin lenti í. Viðbrögð hennar eru talin hafa aukið á óeðlilega flugstöðu flugvélarinnar. Lét ekki formlega vita að hann tæki stjórnina Flugáhöfnin er sögð hafa átt erfitt með að hafa stjórn á flugvélinni þegar hún varð fyrir ókyrrðinni. Flugmennirnir tveir tókust þar að auki óafvitandi á um stjórn flugvélarinnar þar sem aðstoðarflugmaðurinn ýtti stýri sínu fram á meðan flugstjórinn toagði sitt stýri að sér. Andstæð inngrip þeirra urðu til þess að stýri þeirra aftengdust. Þá tók áhöfnin ekki sjálfvirka eldsneytisgjöf af þegar þeir brugðust við aðstæðum. Það varð til þess að báðir flugmennirnir og sjálfvirka eldsneytisgjöfin tókust á um stjórn flugvélarinnar. Rannsóknarnefndin segir að fyrir utan ókyrrðina sjálfa hafi orsakir atviksins verið brestur á að áhöfnin brygðist við í samræmi við þjálfun sína. Þannig hefði flugstjórinn ekki fylgt réttu verklagi um að láta vita áður en hann reyndi að taka stjórn á vélinni. Engin veðurorð í tilkynningu sem Isavia sendi Veðurstofunni Rannsóknarnefnd samgönguslysa óskaði eftir því að Veðurstofan gerði tækniskýrslu um tengsl atvikisins við veður. Talið er að háloftafjallabylgjur hafi verið yfir landinu í margar klukkustundir áður en tyrkneska vélin lenti í ókyrrðinni. Engin óveðursboð (SIGMET) um þær höfðu þó verið gefin út fyrir atvikið. Það var fyrst fjórum mínútum eftir atvikið sem Veðustofan gaf út óveðurboð þar sem varað var við háloftafjallabylgjum yfir Íslandi, þó ekki á því svæði þar sem atvikið varð. Ekki fyrr en fjörutíu mínútum eftir atvikið gaf Veðurstofan út óveðurboð þar sem fjallabylgjusvæðið var stækkað og upplýst var um sterkar fjallabylgjur á svæðinu þrátt fyrir að áhöfn vélarinnar hefði tilkynnt íslenskri flugumferðarstjórn þegar hún lenti í ókyrrðinni. Veðurstofa Íslands gaf ekki út óveðurboð um háloftafjallabylgjunar fyrr en fjörutíu mínútum eftir atvikið með tyrknesku þotuna.Vísir/Vilhelm Í ljós kom að engin veðurorð var að finna í þeirri tilkynningu sem Isavia sendi Veðurstofunni en þar síaði tölva tilkynningar eftir því hvort þær tengdust veðri. Því fékk veðurfræðingur á vakt ekki að vita af atvikinu fyrr en honum var tilkynnt um það nokkru síðar í gegnum síma. Í skýrslu sinni um atvikið mælti rannsóknarnefndin með því að Veðurstofan bætti sjálfvirkni í greiningu á veðurfyrirbrigðum eins og ókyrrð, ísingu, fjallabylgjum og þrumuveðri í veðurspám sínum og að óveðurboð væru sýnd á myndrænan hátt á kortum. Þá lagði nefndin til að Isavia ANS tryggði að tilkynningum frá flugmönnum til Veðurstofunnar fylgdu allar veðurtengdar upplýsingar.
Fréttir af flugi Veður Samgönguslys Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira