Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Daði Rafnsson skrifar 7. maí 2025 11:31 vísir/getty Michael Jordan var óstöðvandi með liði sínu Chicago Bulls. Hann var nýbúinn að vinna fjórða NBA-titilinn í röð þegar faðir hans var myrtur. Viðbrögð eins besta íþróttamanns allra tíma við áfallinu sem fylgdi því að missa foreldri sýndi að hann var mannlegur eftir allt saman. Hann hætti í körfubolta á hátindi ferils síns, hvarf úr sviðsljósinu og leitaði að tilgangi lífsins í neðri deildum hafnaboltans. Í hæfileikamótunarfræðum er varað sérstaklega við hugsanavillu sem snýr að því að einblína á þá sem lifa af alls konar raunir eða úrtök (survivorship bias). Hugtakið er kennt við atvik í seinni heimstyrjöldinni þegar Bretar reyndu að greina hvernig þeir gætu lágmarkað lífshættulegar skemmdir á sprengjuflugvélum sínum þegar þær lentu í skotárás óvinarins. Þeir skoðuðu vel og vandlega flugvélarnar sem komu tilbaka af vígvellinum og ákváðu að styrkja þær sérstaklega þar sem þær höfðu orðið fyrir mestum skemmdum. Tölfræðingurinn Abraham Wald benti hins vegar á að það yrði að styrka vélarnar þar sem skemmdirnar væru sem minnstar því allar líkur bentu til þess að það væru svæðin sem hefðu ollið verstu eyðleggingunni á vélunum sem sneru ekki heim. Kóngurinn komst af Ef við færum þetta yfir á íþróttirnar má benda á kvikmyndina King Richard, sem fjallar um föður Venus og Serenu Williams. Auðvelt er að horfa á hana með þeim augum að uppeldisaðferðir Richard Williams séu uppskrift að árangri. Og í áherslum hans má finna ýmislegt gott, eins og gildi þess að æfa vel og markvisst, horfa ekki í úrslit á unga aldri og að gefast ekki upp. En það hefði svo margt getað farið úrskeiðis. Röð tilviljana og vilji einstaklinga til að aðstoða þær á ferlinum og gefa þeim tækifæri skiptu miklu máli. Málið er að það eru til svo mörg dæmi um feður með plan eins og King Richard, Gjert Ingebrigtsen og Mounir Nasraoui, pabbi Lamine Yamal, og mæður með ofsalegan stuðning eins og Fayza Lamari, móðir Mbappé, og Gerd Stolsmo, mamma Hegerberg systranna sem eiga börn sem ná ekki í gegn. Ástæðurnar eru mýmargar eins og skortur á tækifærum, ofþjálfun, meiðsli eða andlát. Á tveimur árum misstu fjórir nemendur við Afrekssvið Menntaskólans í Kópavogi foreldri. Það er verulega þungt högg fyrir ungt fólk sem er að fóta sig í lífinu. Viðbrögðin eru einstaklingsbundin en allir eru frá námi og íþróttum um tíma. Sumir koma til baka innan nokkurra vikna. Hjá öðrum tekur ferlið mun lengri tíma. Sumir biðja um hjálp, aðrir leita inn á við. Mér hefur aldrei fundist ég jafn ósýnileg Ljóst er að hverslags áföll geta haft veruleg áhrif á sálina og hvað þá íþróttina. Alvarleg meiðsli á efri unglingsárum og snemma á fullorðinsárum eru til að mynda ein helsta orsök brottfalls úr íþróttum. Halldóra G. Sigurgeirsdóttir, nemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, gerði lokaverkefni þar sem hún tók viðtöl við átta íslenskar íþróttakonur úr fimleikum, knattspyrnu og handknattleik. Þær höfðu átt það sameiginlegt að hafa verið með allra efnilegustu íþróttakonum á landinu á aldrinum 16-22 ára. Þær voru færðar snemma í fullorðinsflokk og landsliðsumhverfi. Kepptu mun meira en jafnaldrar þeirra og með mörgum aldursflokkum. Þær lentu allar í álagsmeiðslum sem höfðu mikil áhrif á feril þeirra. Þær upplifðu þá flestar að þjálfarar þeirra og félög misstu áhugann á þeim við meiðslin og hefðu aðeins haft áhuga á því hvenær þær kæmu til baka án þess að bjóða fram mikilvægan stuðning við líkamlega og andlega endurhæfingu. Efnilegustu íþróttakonur landsins upplifðu að vera ekki hluti af liðinu lengur við meiðslin og þurftu sjálfar að leita sér aðstoðar lækna, sjúkraþjálfara og sálfræðinga. Ein hafði á orði að henni hefði aldrei fundist hún vera jafn ósýnileg. Íslenskar afreksíþróttir urðu af miklum hæfileikakonum, því í flestum tilvikum náðu þær sér ekki aftur á strik. Þetta eru ekki gömul dæmi og því miður er enn hægt að sjá svipuð merki meðal okkar efnilegasta íþróttafólks í dag. Einkennin eru bak- og hnjámeiðsli, mikið álag á mörgum vígstöðvum, dvínandi námsárangur og þreyta sem stafar af lítil hvíld. Lífið er líka lukkuhjól Við dáumst eðlilega af íþróttafólki sem slær í gegn. Þeim sem leiða landsliðin okkar til metorða, þeim sem ganga inn á Ólympíuleikvanginn og þeim sem hafa atvinnu af sportinu sínu. Við viljum læra af þeim hvernig á að ná árangri. Hvernig þau borða, sofa og æfa. Hvaða búnað þau nota og hver þjálfaði þau þegar þau voru yngri. Þau hljóta að hafa uppskriftina að árangri því þau komust í gegn. Af öllum þeim krökkum sem æfðu með þeim voru það þau sem gerðu allt rétt. Nema við vitum að leiðin á toppinn er mjög einstaklingsbundin. Það er ómögulegt að afrita lífsferil annarra. Að auki þekkjum við fullt af íþróttafólki sem var alveg jafn efnilegt og þau sem við dáumst að í dag. Fólk sem æfði jafn vel, borðaði, svaf og gerði allt rétt. En einhverra hluta náðu þau ekki í gegn. Málið er að í flestum íþróttagreinum eru svo margir sem leggja af stað, og svo fáir sem ná í gegn, að líta ætti á þá sem eftirlifendurna eftir hungurleikana eða zombie faraldur. Eins og allir vita sem elska góðar zombie myndir þá eru meiðsli oft merki um að þú sért að fara að detta úr leik. Andlát aðstandenda eru viðkvæm augnablik þar sem athyglin fer af því að lifa af. Líkamleg og andleg veikindi, barneignir, skortur á fjármagni, skortur á tækifærum setja oft strik í reikninginn fyrir ungt íþróttafólk. Skortur á hvíld, næringu, stuðningi að heiman, ofþjálfun og fúsk í þjálfun getur truflað verulega. Svo eru sumir einfaldlega heppnir og aðrir óheppnir. Hvað ef ekki hefði orðið efnhagshrun á Íslandi árið 2008? Hversu margir íþróttamenn að nálgast tvítugt á þeim tíma ætli hafi fengið tækifæri þegar ekki var peningur til að kaupa erlenda leikmenn í efstu deild? Hversu margir ungir íslenskir leikmenn ætli endi í kirkjugörðum körfuboltans og knattspyrnunnar í dag út af hömluleysi í öfuga átt? Yfir vegginn og inn í plássið Þegar komið er á seinni stig unglingsáranna nálgast alvaran. Stökkinu frá unglingaíþróttum yfir í afreksíþróttir hefur verið lýst af aðilum í knattspyrnuliðum Barcelona sem keppninni um að komast yfir vegginn og inn í plássið. Fyrst þarf að komast yfir vegginn sem þýðir að fá boð um að æfa með aðalliðinu. Þar eru margir um hituna en fáir útvaldir. Þegar þangað er komið er einungis hálfur björninn unninn því þá þarf ungi leikmaðurinn að taka sér pláss. Og þar eru fyrir bestu leikmenn sinnar kynslóðar og aldursbilið getur spannað um það bil tuttugu ár. Það þarf kjark, hæfni og heppni til að komast í plássið. Landsliðsferill stórkostlegra markvarða á borð við Pepe Reina, Victor Valdes, Santago Canizares og David De Gea varð styttri en þeir höfðu efni til því í plássinu þeirra var Iker Casillas. Möguleikinn á að „meika það“ er svo agnarsmár að íþróttafólk ætti að rækta fleiri hluta af sér en einn. Það er orðinn viðurkenndur ábyrgðarhluti af öllum sem ætla sér að taka ungt fólk inn í afreksíþróttir að útvega þeim tækifæri til náms í leiðinni. Og að gæta að andlegu og líkamlegu heilbrigði þeirra í hvívetna. Þess vegna skiptir máli að fylgja fordæmi Norðurlandaþjóðanna og skapa markvissann ramma utan um hæfileikamótun gegnum tvíþætt nám (dual career) eins og orðinn er vísir að í framhaldsskólum á Íslandi. Í Menntaskólanum í Kópavogi er ein grunnstoðin við íþróttafólk stuðningur. Hann felst í því að íþróttafólkið æfir íþróttina undir stjórn félags síns og er ekki tekið út á aðrar æfingar undir stjórn annarra þjálfara nema með samþykki. Þar getur íþróttafólk leitað til fagaðila innan félagsins síns, þriggja starfsmanna afrekssviðs, þriggja námsráðgjafa, umsjónarkennara, annarra kennara, skólasálfræðings, sjúkraþjálfara og skólastjórnenda ef eitthvað bjátar á. Ef við náum að minnka líkurnar á því að hindranir á veginum verði of stórar, aukast möguleikarnir á að einhverjir nái yfir veggi og inn í pláss. Engin hormónameðferð, enginn Messi? Michael Jordan kom eftirminnilega til baka og vann tvo titla í viðbót. En hvað með leikmenn eins og Lionel Messi? Var hann ekki alltaf efnilegur? Var hann ekki bara í fótbolta? Er hann ekki ljóslifandi dæmi um að hæfileikar nái alltaf að komast í gegn? Svo sannarlega var hann alltaf góður. Reyndar svo mikið að hann flokkast sem frávik. En allir sem til þekkja telja það ólíklegt að ef að einn starfsmaður Barcelona hefði ekki gengið fast á eftir því að félagið hefði borgað fyrir hann rándýra hormónameðferð snemma á unglingsárunum hefði hann verið nokkuð frá því að ná upp í alla 170 sentimetrana sína. Engin hormónameðferð, enginn Messi? Hann lifði sem betur fer af. En á Youtube má finna troðfullan kirkjugarð af ungum leikmönnum sem hafa verið stimplaðir sem „næsti Messi“ en lifðu ekki af allar væntingarnar. Höfundur er fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og kennir Afreksþjálfun og Hagnýta íþróttasálfræði við íþróttafræðideild HR. Lífsferill íþróttamannsins Tengdar fréttir Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum „Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum. 26. mars 2025 11:33 Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar Það er laugardagsmorgun og þriggja ára stúlka vekur foreldra sína snemma. Að loknum morgunverði og nokkrum teiknimyndum er pabbi búinn að reima á hana íþróttaskó og þau fara saman í íþróttahúsið í hverfinu. 3. apríl 2025 11:32 Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Það eru líklega fáir Íslendingar sem kannast við Virat Kohli en hann er sá íþróttamaður sem er með flesta fylgjendur á Instagram (266 milljón í janúar 2024) á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. 10. apríl 2025 11:31 Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Arnar Pétursson, einn fremsti hlaupari Íslendinga, ólst upp í körfubolta. Guðni Valur Guðnason, Ólympíufari í kringlukasti, ólst upp í golfi þar sem hann er enn talinn af mörgum vera högglengsti Íslendingurinn. 16. apríl 2025 11:33 Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Í íslenskum íþróttaheimi hefur oft heyrst sú saga að íþróttirnar okkar séu í heimsklassa þar til við erum 15-16 ára. Þá drögumst við aftur úr vegna þess að aðrir verða sterkari, hraðari og betri. Það hljóti að vera eitthvað að kerfinu okkar vegna þessa. 30. apríl 2025 11:32 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Viðbrögð eins besta íþróttamanns allra tíma við áfallinu sem fylgdi því að missa foreldri sýndi að hann var mannlegur eftir allt saman. Hann hætti í körfubolta á hátindi ferils síns, hvarf úr sviðsljósinu og leitaði að tilgangi lífsins í neðri deildum hafnaboltans. Í hæfileikamótunarfræðum er varað sérstaklega við hugsanavillu sem snýr að því að einblína á þá sem lifa af alls konar raunir eða úrtök (survivorship bias). Hugtakið er kennt við atvik í seinni heimstyrjöldinni þegar Bretar reyndu að greina hvernig þeir gætu lágmarkað lífshættulegar skemmdir á sprengjuflugvélum sínum þegar þær lentu í skotárás óvinarins. Þeir skoðuðu vel og vandlega flugvélarnar sem komu tilbaka af vígvellinum og ákváðu að styrkja þær sérstaklega þar sem þær höfðu orðið fyrir mestum skemmdum. Tölfræðingurinn Abraham Wald benti hins vegar á að það yrði að styrka vélarnar þar sem skemmdirnar væru sem minnstar því allar líkur bentu til þess að það væru svæðin sem hefðu ollið verstu eyðleggingunni á vélunum sem sneru ekki heim. Kóngurinn komst af Ef við færum þetta yfir á íþróttirnar má benda á kvikmyndina King Richard, sem fjallar um föður Venus og Serenu Williams. Auðvelt er að horfa á hana með þeim augum að uppeldisaðferðir Richard Williams séu uppskrift að árangri. Og í áherslum hans má finna ýmislegt gott, eins og gildi þess að æfa vel og markvisst, horfa ekki í úrslit á unga aldri og að gefast ekki upp. En það hefði svo margt getað farið úrskeiðis. Röð tilviljana og vilji einstaklinga til að aðstoða þær á ferlinum og gefa þeim tækifæri skiptu miklu máli. Málið er að það eru til svo mörg dæmi um feður með plan eins og King Richard, Gjert Ingebrigtsen og Mounir Nasraoui, pabbi Lamine Yamal, og mæður með ofsalegan stuðning eins og Fayza Lamari, móðir Mbappé, og Gerd Stolsmo, mamma Hegerberg systranna sem eiga börn sem ná ekki í gegn. Ástæðurnar eru mýmargar eins og skortur á tækifærum, ofþjálfun, meiðsli eða andlát. Á tveimur árum misstu fjórir nemendur við Afrekssvið Menntaskólans í Kópavogi foreldri. Það er verulega þungt högg fyrir ungt fólk sem er að fóta sig í lífinu. Viðbrögðin eru einstaklingsbundin en allir eru frá námi og íþróttum um tíma. Sumir koma til baka innan nokkurra vikna. Hjá öðrum tekur ferlið mun lengri tíma. Sumir biðja um hjálp, aðrir leita inn á við. Mér hefur aldrei fundist ég jafn ósýnileg Ljóst er að hverslags áföll geta haft veruleg áhrif á sálina og hvað þá íþróttina. Alvarleg meiðsli á efri unglingsárum og snemma á fullorðinsárum eru til að mynda ein helsta orsök brottfalls úr íþróttum. Halldóra G. Sigurgeirsdóttir, nemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, gerði lokaverkefni þar sem hún tók viðtöl við átta íslenskar íþróttakonur úr fimleikum, knattspyrnu og handknattleik. Þær höfðu átt það sameiginlegt að hafa verið með allra efnilegustu íþróttakonum á landinu á aldrinum 16-22 ára. Þær voru færðar snemma í fullorðinsflokk og landsliðsumhverfi. Kepptu mun meira en jafnaldrar þeirra og með mörgum aldursflokkum. Þær lentu allar í álagsmeiðslum sem höfðu mikil áhrif á feril þeirra. Þær upplifðu þá flestar að þjálfarar þeirra og félög misstu áhugann á þeim við meiðslin og hefðu aðeins haft áhuga á því hvenær þær kæmu til baka án þess að bjóða fram mikilvægan stuðning við líkamlega og andlega endurhæfingu. Efnilegustu íþróttakonur landsins upplifðu að vera ekki hluti af liðinu lengur við meiðslin og þurftu sjálfar að leita sér aðstoðar lækna, sjúkraþjálfara og sálfræðinga. Ein hafði á orði að henni hefði aldrei fundist hún vera jafn ósýnileg. Íslenskar afreksíþróttir urðu af miklum hæfileikakonum, því í flestum tilvikum náðu þær sér ekki aftur á strik. Þetta eru ekki gömul dæmi og því miður er enn hægt að sjá svipuð merki meðal okkar efnilegasta íþróttafólks í dag. Einkennin eru bak- og hnjámeiðsli, mikið álag á mörgum vígstöðvum, dvínandi námsárangur og þreyta sem stafar af lítil hvíld. Lífið er líka lukkuhjól Við dáumst eðlilega af íþróttafólki sem slær í gegn. Þeim sem leiða landsliðin okkar til metorða, þeim sem ganga inn á Ólympíuleikvanginn og þeim sem hafa atvinnu af sportinu sínu. Við viljum læra af þeim hvernig á að ná árangri. Hvernig þau borða, sofa og æfa. Hvaða búnað þau nota og hver þjálfaði þau þegar þau voru yngri. Þau hljóta að hafa uppskriftina að árangri því þau komust í gegn. Af öllum þeim krökkum sem æfðu með þeim voru það þau sem gerðu allt rétt. Nema við vitum að leiðin á toppinn er mjög einstaklingsbundin. Það er ómögulegt að afrita lífsferil annarra. Að auki þekkjum við fullt af íþróttafólki sem var alveg jafn efnilegt og þau sem við dáumst að í dag. Fólk sem æfði jafn vel, borðaði, svaf og gerði allt rétt. En einhverra hluta náðu þau ekki í gegn. Málið er að í flestum íþróttagreinum eru svo margir sem leggja af stað, og svo fáir sem ná í gegn, að líta ætti á þá sem eftirlifendurna eftir hungurleikana eða zombie faraldur. Eins og allir vita sem elska góðar zombie myndir þá eru meiðsli oft merki um að þú sért að fara að detta úr leik. Andlát aðstandenda eru viðkvæm augnablik þar sem athyglin fer af því að lifa af. Líkamleg og andleg veikindi, barneignir, skortur á fjármagni, skortur á tækifærum setja oft strik í reikninginn fyrir ungt íþróttafólk. Skortur á hvíld, næringu, stuðningi að heiman, ofþjálfun og fúsk í þjálfun getur truflað verulega. Svo eru sumir einfaldlega heppnir og aðrir óheppnir. Hvað ef ekki hefði orðið efnhagshrun á Íslandi árið 2008? Hversu margir íþróttamenn að nálgast tvítugt á þeim tíma ætli hafi fengið tækifæri þegar ekki var peningur til að kaupa erlenda leikmenn í efstu deild? Hversu margir ungir íslenskir leikmenn ætli endi í kirkjugörðum körfuboltans og knattspyrnunnar í dag út af hömluleysi í öfuga átt? Yfir vegginn og inn í plássið Þegar komið er á seinni stig unglingsáranna nálgast alvaran. Stökkinu frá unglingaíþróttum yfir í afreksíþróttir hefur verið lýst af aðilum í knattspyrnuliðum Barcelona sem keppninni um að komast yfir vegginn og inn í plássið. Fyrst þarf að komast yfir vegginn sem þýðir að fá boð um að æfa með aðalliðinu. Þar eru margir um hituna en fáir útvaldir. Þegar þangað er komið er einungis hálfur björninn unninn því þá þarf ungi leikmaðurinn að taka sér pláss. Og þar eru fyrir bestu leikmenn sinnar kynslóðar og aldursbilið getur spannað um það bil tuttugu ár. Það þarf kjark, hæfni og heppni til að komast í plássið. Landsliðsferill stórkostlegra markvarða á borð við Pepe Reina, Victor Valdes, Santago Canizares og David De Gea varð styttri en þeir höfðu efni til því í plássinu þeirra var Iker Casillas. Möguleikinn á að „meika það“ er svo agnarsmár að íþróttafólk ætti að rækta fleiri hluta af sér en einn. Það er orðinn viðurkenndur ábyrgðarhluti af öllum sem ætla sér að taka ungt fólk inn í afreksíþróttir að útvega þeim tækifæri til náms í leiðinni. Og að gæta að andlegu og líkamlegu heilbrigði þeirra í hvívetna. Þess vegna skiptir máli að fylgja fordæmi Norðurlandaþjóðanna og skapa markvissann ramma utan um hæfileikamótun gegnum tvíþætt nám (dual career) eins og orðinn er vísir að í framhaldsskólum á Íslandi. Í Menntaskólanum í Kópavogi er ein grunnstoðin við íþróttafólk stuðningur. Hann felst í því að íþróttafólkið æfir íþróttina undir stjórn félags síns og er ekki tekið út á aðrar æfingar undir stjórn annarra þjálfara nema með samþykki. Þar getur íþróttafólk leitað til fagaðila innan félagsins síns, þriggja starfsmanna afrekssviðs, þriggja námsráðgjafa, umsjónarkennara, annarra kennara, skólasálfræðings, sjúkraþjálfara og skólastjórnenda ef eitthvað bjátar á. Ef við náum að minnka líkurnar á því að hindranir á veginum verði of stórar, aukast möguleikarnir á að einhverjir nái yfir veggi og inn í pláss. Engin hormónameðferð, enginn Messi? Michael Jordan kom eftirminnilega til baka og vann tvo titla í viðbót. En hvað með leikmenn eins og Lionel Messi? Var hann ekki alltaf efnilegur? Var hann ekki bara í fótbolta? Er hann ekki ljóslifandi dæmi um að hæfileikar nái alltaf að komast í gegn? Svo sannarlega var hann alltaf góður. Reyndar svo mikið að hann flokkast sem frávik. En allir sem til þekkja telja það ólíklegt að ef að einn starfsmaður Barcelona hefði ekki gengið fast á eftir því að félagið hefði borgað fyrir hann rándýra hormónameðferð snemma á unglingsárunum hefði hann verið nokkuð frá því að ná upp í alla 170 sentimetrana sína. Engin hormónameðferð, enginn Messi? Hann lifði sem betur fer af. En á Youtube má finna troðfullan kirkjugarð af ungum leikmönnum sem hafa verið stimplaðir sem „næsti Messi“ en lifðu ekki af allar væntingarnar. Höfundur er fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og kennir Afreksþjálfun og Hagnýta íþróttasálfræði við íþróttafræðideild HR.
Lífsferill íþróttamannsins Tengdar fréttir Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum „Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum. 26. mars 2025 11:33 Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar Það er laugardagsmorgun og þriggja ára stúlka vekur foreldra sína snemma. Að loknum morgunverði og nokkrum teiknimyndum er pabbi búinn að reima á hana íþróttaskó og þau fara saman í íþróttahúsið í hverfinu. 3. apríl 2025 11:32 Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Það eru líklega fáir Íslendingar sem kannast við Virat Kohli en hann er sá íþróttamaður sem er með flesta fylgjendur á Instagram (266 milljón í janúar 2024) á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. 10. apríl 2025 11:31 Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Arnar Pétursson, einn fremsti hlaupari Íslendinga, ólst upp í körfubolta. Guðni Valur Guðnason, Ólympíufari í kringlukasti, ólst upp í golfi þar sem hann er enn talinn af mörgum vera högglengsti Íslendingurinn. 16. apríl 2025 11:33 Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Í íslenskum íþróttaheimi hefur oft heyrst sú saga að íþróttirnar okkar séu í heimsklassa þar til við erum 15-16 ára. Þá drögumst við aftur úr vegna þess að aðrir verða sterkari, hraðari og betri. Það hljóti að vera eitthvað að kerfinu okkar vegna þessa. 30. apríl 2025 11:32 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum „Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum. 26. mars 2025 11:33
Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar Það er laugardagsmorgun og þriggja ára stúlka vekur foreldra sína snemma. Að loknum morgunverði og nokkrum teiknimyndum er pabbi búinn að reima á hana íþróttaskó og þau fara saman í íþróttahúsið í hverfinu. 3. apríl 2025 11:32
Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Það eru líklega fáir Íslendingar sem kannast við Virat Kohli en hann er sá íþróttamaður sem er með flesta fylgjendur á Instagram (266 milljón í janúar 2024) á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. 10. apríl 2025 11:31
Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Arnar Pétursson, einn fremsti hlaupari Íslendinga, ólst upp í körfubolta. Guðni Valur Guðnason, Ólympíufari í kringlukasti, ólst upp í golfi þar sem hann er enn talinn af mörgum vera högglengsti Íslendingurinn. 16. apríl 2025 11:33
Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Í íslenskum íþróttaheimi hefur oft heyrst sú saga að íþróttirnar okkar séu í heimsklassa þar til við erum 15-16 ára. Þá drögumst við aftur úr vegna þess að aðrir verða sterkari, hraðari og betri. Það hljóti að vera eitthvað að kerfinu okkar vegna þessa. 30. apríl 2025 11:32