„Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. desember 2025 19:21 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Christina Pahnke - sampics/Getty Images „Það var ýmislegt sem gekk ekki upp í dag,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, eftir níu marka tap liðsins gegn Svartfjallalandi á HM í dag. „Mér fannst í fyrsta lagi orkustigið öðruvísi fyrir þennan leik en það hefur verið. Við vorum í brasi og vorum líka bara að spila á móti mjög sterku liði. Við fengum aðeins að kynnast því og eiga við það.“ Hann segir það ekki hafa verið eitthvað eitt sem varð til þess að fór sem fór. „Auðvitað er bara fullt af hlutum sem við getum týnt til. Við vorum í bölvuðum vandræðum með þær í baráttunni maður á mann og hjálparvörninni í kjölfarið á því. Þær leystu það gríðarlega vel. Við vorum búin að búa okkur undir þessar árásir, en það er bara erfitt að eiga við það.“ „Við náðum heldur ekki nægilega góðu floti á sóknarleikinn okkar. Við náðum ekki að koma okkur á ferðina í þessum árásum okkar og þær unnu okkur maður á mann. Þær eru sterkar þar og fyrir vikið vorum við í basli og töpum of mikið af boltum í fyrri hálfleik. Við vorum að spila við sterkan andstæðing og lentum í brasi.“ Þá átti Arnar erfitt með að sjá ljósu punktana beint eftir leik. „Svona strax eftir þetta tap á ég bara eftir að finna það. Það jákvæða er, ef við horfum á það þannig, að við erum með ungt lið sem fann aðeins hvernig þetta er allt saman. Að mæta þetta góðu liði. Og við verðum að læra af því. Það er kannski það sem ég tek út úr þessu.“ Hann segir einnig að það hafi verið erfitt að finna blöndu sem virkaði í kvöld. „Mér fannst við fá undir lok fyrri hálfleiks við fá aðeins betra flæði á boltann. Mér fannst Díana og Sandra koma sterkar inn, svona ef ég á að greina eitthvað núna. Við reyndum ýmislegt og ég hefði viljað fara aðeins í 5:1 vörn, en gerði það ekki. Ég þarf að skoða þetta aðeins.“ Klippa: Arnar Pétursson eftir tapið gegn Svartfjallalandi Eftir tapið er hins vegar ljóst að draumurinn um átta lið úrslit er svo gott sem úti. „Átta liða úrslit, eins og staðan er í dag, hefði bara verið eitthvað kraftaverk. Við slökum bara aðeins á þar og eins og við höfum talað um frá upphafi þegar við komum hingað að við erum að taka bara einn leik fyrir í einu. Við erum að læra, þróast og þroskast og fögnum þessum leikjum. Auðvitað var þetta erfitt í dag og við töpuðum stórt, en við þróumst og þroskumst við það líka og það er það sem ég horfi í. Hitt hefði náttúrulega verið eitthvað ævintýri.“ Hann vill þó ekki meina að það sé gott fyrir íslenska liðið að mæta pressuleust í síðustu tvo leiki mótsins. „Við viljum læra af pressunni líka og við viljum fá þannig leiki. Þess vegna vildum við fara í þennan milliriðil. Við viljum hafa pressu á okkur. Þannig lærum við mest. Við auðvitað setjum þannig pressu á okkur að við séum að sýna góða frammistöðu og nú er pressa á okkur að sýna betri frammistöðu en í dag. Það ætlum við okkur í næsta leik,“ sagði Arnar að lokum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Enski boltinn „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Sjá meira
„Mér fannst í fyrsta lagi orkustigið öðruvísi fyrir þennan leik en það hefur verið. Við vorum í brasi og vorum líka bara að spila á móti mjög sterku liði. Við fengum aðeins að kynnast því og eiga við það.“ Hann segir það ekki hafa verið eitthvað eitt sem varð til þess að fór sem fór. „Auðvitað er bara fullt af hlutum sem við getum týnt til. Við vorum í bölvuðum vandræðum með þær í baráttunni maður á mann og hjálparvörninni í kjölfarið á því. Þær leystu það gríðarlega vel. Við vorum búin að búa okkur undir þessar árásir, en það er bara erfitt að eiga við það.“ „Við náðum heldur ekki nægilega góðu floti á sóknarleikinn okkar. Við náðum ekki að koma okkur á ferðina í þessum árásum okkar og þær unnu okkur maður á mann. Þær eru sterkar þar og fyrir vikið vorum við í basli og töpum of mikið af boltum í fyrri hálfleik. Við vorum að spila við sterkan andstæðing og lentum í brasi.“ Þá átti Arnar erfitt með að sjá ljósu punktana beint eftir leik. „Svona strax eftir þetta tap á ég bara eftir að finna það. Það jákvæða er, ef við horfum á það þannig, að við erum með ungt lið sem fann aðeins hvernig þetta er allt saman. Að mæta þetta góðu liði. Og við verðum að læra af því. Það er kannski það sem ég tek út úr þessu.“ Hann segir einnig að það hafi verið erfitt að finna blöndu sem virkaði í kvöld. „Mér fannst við fá undir lok fyrri hálfleiks við fá aðeins betra flæði á boltann. Mér fannst Díana og Sandra koma sterkar inn, svona ef ég á að greina eitthvað núna. Við reyndum ýmislegt og ég hefði viljað fara aðeins í 5:1 vörn, en gerði það ekki. Ég þarf að skoða þetta aðeins.“ Klippa: Arnar Pétursson eftir tapið gegn Svartfjallalandi Eftir tapið er hins vegar ljóst að draumurinn um átta lið úrslit er svo gott sem úti. „Átta liða úrslit, eins og staðan er í dag, hefði bara verið eitthvað kraftaverk. Við slökum bara aðeins á þar og eins og við höfum talað um frá upphafi þegar við komum hingað að við erum að taka bara einn leik fyrir í einu. Við erum að læra, þróast og þroskast og fögnum þessum leikjum. Auðvitað var þetta erfitt í dag og við töpuðum stórt, en við þróumst og þroskumst við það líka og það er það sem ég horfi í. Hitt hefði náttúrulega verið eitthvað ævintýri.“ Hann vill þó ekki meina að það sé gott fyrir íslenska liðið að mæta pressuleust í síðustu tvo leiki mótsins. „Við viljum læra af pressunni líka og við viljum fá þannig leiki. Þess vegna vildum við fara í þennan milliriðil. Við viljum hafa pressu á okkur. Þannig lærum við mest. Við auðvitað setjum þannig pressu á okkur að við séum að sýna góða frammistöðu og nú er pressa á okkur að sýna betri frammistöðu en í dag. Það ætlum við okkur í næsta leik,“ sagði Arnar að lokum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Enski boltinn „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Sjá meira