Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2025 22:00 Dani Olmo skoraði mikilvægt mark fyrir Barcelona í kvöld. Getty/Rico Brouwer Barelona fagnaði sigri í stórleik kvöldsins í spænska boltanum þegar liðið vann 3-1 endurkomusigur á Atletico Madrid. Með þessum sigri náði Barcelona fjögurra stiga forystu á Real Madrid á toppi deildarinnar. Þetta var fimmti deildarsigur Barcelona í röð en þetta leit ekki alltof vel út framan af leik. Atletico Madrid komst nefnilega í 1-0 á 20. mínútu með marki Álex Baena. Raphinha jafnaði metin á 26. mínútu eftir stoðsendingu frá Pedri og tíu mínútum síðar fengu Börsungar víti. Robert Lewandowski tók vítið, sem Dani Olmo fiskaði, en skaut yfir. Dani Olmo var mikilvægur í kvöld og kom Barcelona í 2-1 á 65. mínútu eftir laglegan samleik við Lewandowski. Þetta var fjórða deildarmark Olmo á leiktíðinni. Ferran Torres innsiglaði svo 3-1 sigur Börsunga með marki langt inn í uppbótartíma. Spænski boltinn
Barelona fagnaði sigri í stórleik kvöldsins í spænska boltanum þegar liðið vann 3-1 endurkomusigur á Atletico Madrid. Með þessum sigri náði Barcelona fjögurra stiga forystu á Real Madrid á toppi deildarinnar. Þetta var fimmti deildarsigur Barcelona í röð en þetta leit ekki alltof vel út framan af leik. Atletico Madrid komst nefnilega í 1-0 á 20. mínútu með marki Álex Baena. Raphinha jafnaði metin á 26. mínútu eftir stoðsendingu frá Pedri og tíu mínútum síðar fengu Börsungar víti. Robert Lewandowski tók vítið, sem Dani Olmo fiskaði, en skaut yfir. Dani Olmo var mikilvægur í kvöld og kom Barcelona í 2-1 á 65. mínútu eftir laglegan samleik við Lewandowski. Þetta var fjórða deildarmark Olmo á leiktíðinni. Ferran Torres innsiglaði svo 3-1 sigur Börsunga með marki langt inn í uppbótartíma.