Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. maí 2025 20:04 Kirkjugestirnir, sem mættu í þjóðbúningum í þjóðbúningamessu í Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð sunnudagsmorguninn 4. maí 2025. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það voru prúðbúnir gestir, sem sóttu messu í Fljótshlíð í morgun enda ærið tilefni til því þetta var þjóðbúningamessa þar sem mikill meirihluta kirkjugesta voru í þjóðbúningum. Flesta búningana hefur fólk saumað sjálft á sig. Hér erum við að tala um Breiðabólsstaðarkirkju, mjög fallega kirkju í Fljótshlíð þar sem séra Kristján Arason er prestur. Fólk streymdi til messunnar, sem hófst klukkan 11:00, allir meira og minna í þjóðbúningum, karlar, konur og börn. Heiðurinn af framtakinu eiga þær Sigurbjörg Fríða og Ragnhildur Birna, enda miklar þjóðbúningakonur, sem sauma og sauma þjóðbúninga. „Það er bara svo gaman að sjá hvað það eru margir að mæta ef þið sjáið hérna í kring, það er bara æðislegt. Og gaman að sjá hvað margir eru uppáklæddir, það gleður okkur,“ segir Sigurbjörg Fríða. Vinkonurnar, Sigurbjörg Fríða (t.h.) og Ragnhildur Birna, sem eiga heiðurinn af þjóðbúningamessunni í Breiðabólsstaðarkirkju í morgun en þær sáum um alla skipulagningu og undirbúning messunnar með séra Kristjáni presti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að flestir af þessum búningum eru saumaðir og hannaðir af fólkinu hérna á staðnum? „Já, það má segja það,“ segir Ragnhildur Birna eða Ranka eins og hún er alltaf kölluð. En að sauma þjóðbúning, er það ekkert mál eða er það mikið mál? „Það er svona skemmtilegt hugðarefni, það er mjög, mjög skemmtilegt, þetta er svona jóga,“ segir Ranka og skellihlær. Þessi hópur, sem mætti í messu dagsins tók líka þátt í sínum þjóðbúningum í Ólafsvöku í Færeyjum á síðasta ári. Magnús Hlynur Hreiðarsson Maður sér að meira að segja að karlarnir eru í búningum og eru meira að segja flottir, eruð þið ekki sammála því ? „Jú, finnst þér þeir ekki flottir, þeir eru alveg geggjaðir,“ segir Sigurbjörg Fríða. En eigum við að nota þjóðbúninga meira eða hvað? „Klárlega, ekki spurning og við bara öll tækifæri. Skírnir, fermingar, giftingar og fleira,“ segir Ranka. Þessar vinkonur mættu í messuna kátar og hressar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þeir sem segja, það er svo „asnalegt“ að vera í þessu. Hvað segið þið við þá ? „Finnst ykkur við asnalegar? Ha, erum við ekki glæsilegar“, segir Sigurbjörg Fríða hlæjandi. „já, þið eruð frábærar, takk fyrir kærlega,“ segir fréttamaður. Kátar stelpur í búningunum sínum við Breiðabólsstaðakirkju í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sr. Kristján Arason, prestur í Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð stóð sig vel í sínu hlutverki í messunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Sjá meira
Hér erum við að tala um Breiðabólsstaðarkirkju, mjög fallega kirkju í Fljótshlíð þar sem séra Kristján Arason er prestur. Fólk streymdi til messunnar, sem hófst klukkan 11:00, allir meira og minna í þjóðbúningum, karlar, konur og börn. Heiðurinn af framtakinu eiga þær Sigurbjörg Fríða og Ragnhildur Birna, enda miklar þjóðbúningakonur, sem sauma og sauma þjóðbúninga. „Það er bara svo gaman að sjá hvað það eru margir að mæta ef þið sjáið hérna í kring, það er bara æðislegt. Og gaman að sjá hvað margir eru uppáklæddir, það gleður okkur,“ segir Sigurbjörg Fríða. Vinkonurnar, Sigurbjörg Fríða (t.h.) og Ragnhildur Birna, sem eiga heiðurinn af þjóðbúningamessunni í Breiðabólsstaðarkirkju í morgun en þær sáum um alla skipulagningu og undirbúning messunnar með séra Kristjáni presti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að flestir af þessum búningum eru saumaðir og hannaðir af fólkinu hérna á staðnum? „Já, það má segja það,“ segir Ragnhildur Birna eða Ranka eins og hún er alltaf kölluð. En að sauma þjóðbúning, er það ekkert mál eða er það mikið mál? „Það er svona skemmtilegt hugðarefni, það er mjög, mjög skemmtilegt, þetta er svona jóga,“ segir Ranka og skellihlær. Þessi hópur, sem mætti í messu dagsins tók líka þátt í sínum þjóðbúningum í Ólafsvöku í Færeyjum á síðasta ári. Magnús Hlynur Hreiðarsson Maður sér að meira að segja að karlarnir eru í búningum og eru meira að segja flottir, eruð þið ekki sammála því ? „Jú, finnst þér þeir ekki flottir, þeir eru alveg geggjaðir,“ segir Sigurbjörg Fríða. En eigum við að nota þjóðbúninga meira eða hvað? „Klárlega, ekki spurning og við bara öll tækifæri. Skírnir, fermingar, giftingar og fleira,“ segir Ranka. Þessar vinkonur mættu í messuna kátar og hressar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þeir sem segja, það er svo „asnalegt“ að vera í þessu. Hvað segið þið við þá ? „Finnst ykkur við asnalegar? Ha, erum við ekki glæsilegar“, segir Sigurbjörg Fríða hlæjandi. „já, þið eruð frábærar, takk fyrir kærlega,“ segir fréttamaður. Kátar stelpur í búningunum sínum við Breiðabólsstaðakirkju í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sr. Kristján Arason, prestur í Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð stóð sig vel í sínu hlutverki í messunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Sjá meira