Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson skrifa 2. maí 2025 11:30 Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, á hátíðinni í Grindavík í gær þar sem ungir sem aldnir nutu þess í botn að geta leikið sér að nýju í íþróttum í bænum. Stöð 2 Gleðin skein úr hverju andliti í Grindavík í gær og bjartsýni var í lofti, þegar 90 ára afmæli UMFG var fagnað og íþróttamannvirki opnuð almenningi, í fyrsta sinn frá rýmingu vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. Íþróttasalurinn í Grindavík hafði verið lokaður almenningi frá því í nóvember 2023 en þar mátti í gær sjá fjölda Grindvíkinga njóta sín í íþróttum, á mikilli hátíðarstund. Á sama tíma var fótboltaæfing í gangi utandyra, á Stakkavíkurvelli, og mætingin í sundlaugina eins og frábærum sumardegi fyrir rýmingu, eins og fjallað var um í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan. Eins og fram kom í sameiginlegri yfirlýsingu UMFG og Grindavíkurbæjar í gær er róið að því öllum árum að Grindvíkingar fái nú loks aftur að styðja liðin sín í sínum heimabæ. „Þetta er mjög gleðileg stund. Gaman að það sé opið og gaman að sjá alla krakkana mætta. Þetta er bara eins og þetta var fyrir rýmingu og þetta var gott þá,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Grindavík og aðstoðarþjálfari karlaliðsins í körfubolta, við Aron Guðmundsson sem mætti á afmælishátíðina í gær. „Það er mjög góð tilfinning að sjá líf koma ekki bara í húsið heldur í bæinn. Þetta er vonandi stórt skref í átt að uppbyggingu samfélagsins og bæjarins í heild sinni,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, aðalþjálfari karlaliðsins í körfubolta. Samkvæmt yfirlýsingunni í gær mun knattspyrnudeild UMFG spila í Grindavík í sumar og körfuboltaliðin munu svo, ef allt gengur upp, einnig spila í Grindavík á næsta tímabili. Fótboltaæfingin á Stakkavíkurvelli í gær var fyrsta fría æfing Grindvíkinga í töluverðan tíma því félagið hefur þurft að leigja velli og æfingatíma þar sem það hefur boðist. Grindvíkingar munu þó klára yfirstandandi körfuboltaleiktíð í Smáranum í Kópavogi og mæta þar Stjörnunni í afar spennandi undanúrslitaeinvígi í kvöld. „Við tökum þetta í smáskömmtum. Fótboltinn tekur af skarið og verður með alla heimaleiki hérna í sumar og svo stefnum við á að karfan spili alla vega einhverja leiki hérna í haust, þegar nýtt tímabil byrjar. Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur,“ sagði Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, við Stöð 2 í gær. „Íþróttalífið er stór hluti af þessu góða og geggjaða samfélagi sem við eigum. Það að íþróttaliðin snúi aftur heim verður vonandi stórt skref í átt að því að hér rísi bærinn aftur,“ sagði Jóhann Þór. Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Sjá meira
Íþróttasalurinn í Grindavík hafði verið lokaður almenningi frá því í nóvember 2023 en þar mátti í gær sjá fjölda Grindvíkinga njóta sín í íþróttum, á mikilli hátíðarstund. Á sama tíma var fótboltaæfing í gangi utandyra, á Stakkavíkurvelli, og mætingin í sundlaugina eins og frábærum sumardegi fyrir rýmingu, eins og fjallað var um í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Fréttina má sjá í spilaranum hér að neðan. Eins og fram kom í sameiginlegri yfirlýsingu UMFG og Grindavíkurbæjar í gær er róið að því öllum árum að Grindvíkingar fái nú loks aftur að styðja liðin sín í sínum heimabæ. „Þetta er mjög gleðileg stund. Gaman að það sé opið og gaman að sjá alla krakkana mætta. Þetta er bara eins og þetta var fyrir rýmingu og þetta var gott þá,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Grindavík og aðstoðarþjálfari karlaliðsins í körfubolta, við Aron Guðmundsson sem mætti á afmælishátíðina í gær. „Það er mjög góð tilfinning að sjá líf koma ekki bara í húsið heldur í bæinn. Þetta er vonandi stórt skref í átt að uppbyggingu samfélagsins og bæjarins í heild sinni,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, aðalþjálfari karlaliðsins í körfubolta. Samkvæmt yfirlýsingunni í gær mun knattspyrnudeild UMFG spila í Grindavík í sumar og körfuboltaliðin munu svo, ef allt gengur upp, einnig spila í Grindavík á næsta tímabili. Fótboltaæfingin á Stakkavíkurvelli í gær var fyrsta fría æfing Grindvíkinga í töluverðan tíma því félagið hefur þurft að leigja velli og æfingatíma þar sem það hefur boðist. Grindvíkingar munu þó klára yfirstandandi körfuboltaleiktíð í Smáranum í Kópavogi og mæta þar Stjörnunni í afar spennandi undanúrslitaeinvígi í kvöld. „Við tökum þetta í smáskömmtum. Fótboltinn tekur af skarið og verður með alla heimaleiki hérna í sumar og svo stefnum við á að karfan spili alla vega einhverja leiki hérna í haust, þegar nýtt tímabil byrjar. Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur,“ sagði Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, við Stöð 2 í gær. „Íþróttalífið er stór hluti af þessu góða og geggjaða samfélagi sem við eigum. Það að íþróttaliðin snúi aftur heim verður vonandi stórt skref í átt að því að hér rísi bærinn aftur,“ sagði Jóhann Þór.
Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Sjá meira