Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir, Hrefna Dagbjört Arnardóttir, Inga Fríða Guðbjörnsdóttir og Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifa 27. apríl 2025 10:02 Í 1. grein laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna segir að meginmarkmið laganna sé að „stuðla að farsæld barna og tryggja að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.“ Á undanförnum misserum hefur orðið meira áberandi hversu mörg börn glíma við skólaforðun, agavanda og almenna vanlíðan í leik- og grunnskólum. Þessi þróun kallar á fjölbreytta og þverfaglega nálgun til að mæta þörfum barna á skilvirkan og mannúðlegan hátt. Þó margt gott sé gert, stendur kerfið oft frammi fyrir því að leita lausna með of fáum fagaðilum og of seint. Í umræðunni virðist gleymast iðulega ein mikilvæg fagstétt og það eru iðjuþjálfar. Iðjuþjálfar hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna, enda búa þeir yfir þekkingu og aðferðum sem nýtast vel í að greina undirliggjandi vanda og styðja við þátttöku barna í skólastarfi. Iðjuþjálfar eru sérfræðingar í því að greina og styðja við daglega iðju allt frá grunnþörfum til náms, félagslegra samskipta og leikja. Þeir vinna með einstaklingum sem eiga erfitt með að takast á við daglegt líf, hvort sem það tengist hreyfifærni, einbeitingu, skynúrvinnslu, félagslegri hegðun eða andlegri líðan. Það er því eðlilegt og raunar afar mikilvægt að starf þeirra sé virkjað í leik- og grunnskólum, þar sem slíkir þættir koma gjarnan fram. Vandi sem kallar á heildrænar lausnir Þegar barn á erfitt með að sitja kyrrt, fylgja fyrirmælum, tengjast öðrum börnum eða halda athygli í tímum, er oft horft til hegðunar en ekki undirliggjandi orsaka. Iðjuþjálfar horfa heildrænt á barnið og greina vandan með tilliti til undirliggjandi þátta og umhverfis. Með því að beita heildrænni nálgun geta iðjuþjálfar ekki aðeins stutt börn heldur einnig kennt starfsfólki og foreldrum leiðir til aðlögunar og forvarnar. Þeir geta metið og aðstoðað við aðlögun í leik- og grunnskóla umhverfinu, boðið upp á aðferðir til að efla tilfinningastjórnun og einbeitingu, komið með lausnir til að bæta félagslega þátttöku, styrkja sjálfsmynd barna, koma auga á skynúrvinnsluvanda og verið lykilaðilar í þverfaglegu teymi til að þróa skóla í átt að betra umhverfi, auknu aðgengi og vellíðan barna. Með auknu hlutverki iðjuþjálfa og samþættri þjónustu fagaðila innan skólasamfélagsins má grípa fyrr inn í, veita aðstoð á réttum tíma og forðast að vandinn magnist upp. Ráða þarf inn fleiri iðjuþjálfa í leik- og grunnskóla Ráða þarf inn iðjuþjálfa í leik-og grunnskóla til að sérþekking þeirra nýtist sem best, en til þess þarf að breyta áherslum innan menntakerfisins. Iðjuþjálfar eiga að vera hluti af fagteymum skólanna, ekki bara sem ráðgjafar, heldur sem virkir þátttakendur í mótun skólaumhverfisins. Í tillögum velferðarvaktarinnar frá árinu 2019 er bent á að nauðsynlegt er að auka stuðning, úrræði og forvarnir innan veggja skólanna og þar koma iðjuþjálfar sterkir inn. Þetta kallar á pólitíska forgangsröðun og aukna fræðslu til stjórnenda og starfsfólks í leik-og grunnskólum. Tækifærið sem bíður Við höfum tækifæri til að breyta þessari þróun. Með því að virkja iðjuþjálfa fyrr innan þvegfagleglegs teymis er hægt að grípa börn fyrr með snemmtækri íhlutun og koma í veg fyrir snjóboltaáhrif sem geta leitt til alvarlegri vandamála seinna meir. Mikilvægt er að skólakerfið viðurkenni gildi iðjuþjálfa sé góð leið í átt að heildrænnu starfi innan veggja leik- og grunnskóla. Höfundar eru útskriftarnemar í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í 1. grein laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna segir að meginmarkmið laganna sé að „stuðla að farsæld barna og tryggja að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.“ Á undanförnum misserum hefur orðið meira áberandi hversu mörg börn glíma við skólaforðun, agavanda og almenna vanlíðan í leik- og grunnskólum. Þessi þróun kallar á fjölbreytta og þverfaglega nálgun til að mæta þörfum barna á skilvirkan og mannúðlegan hátt. Þó margt gott sé gert, stendur kerfið oft frammi fyrir því að leita lausna með of fáum fagaðilum og of seint. Í umræðunni virðist gleymast iðulega ein mikilvæg fagstétt og það eru iðjuþjálfar. Iðjuþjálfar hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna, enda búa þeir yfir þekkingu og aðferðum sem nýtast vel í að greina undirliggjandi vanda og styðja við þátttöku barna í skólastarfi. Iðjuþjálfar eru sérfræðingar í því að greina og styðja við daglega iðju allt frá grunnþörfum til náms, félagslegra samskipta og leikja. Þeir vinna með einstaklingum sem eiga erfitt með að takast á við daglegt líf, hvort sem það tengist hreyfifærni, einbeitingu, skynúrvinnslu, félagslegri hegðun eða andlegri líðan. Það er því eðlilegt og raunar afar mikilvægt að starf þeirra sé virkjað í leik- og grunnskólum, þar sem slíkir þættir koma gjarnan fram. Vandi sem kallar á heildrænar lausnir Þegar barn á erfitt með að sitja kyrrt, fylgja fyrirmælum, tengjast öðrum börnum eða halda athygli í tímum, er oft horft til hegðunar en ekki undirliggjandi orsaka. Iðjuþjálfar horfa heildrænt á barnið og greina vandan með tilliti til undirliggjandi þátta og umhverfis. Með því að beita heildrænni nálgun geta iðjuþjálfar ekki aðeins stutt börn heldur einnig kennt starfsfólki og foreldrum leiðir til aðlögunar og forvarnar. Þeir geta metið og aðstoðað við aðlögun í leik- og grunnskóla umhverfinu, boðið upp á aðferðir til að efla tilfinningastjórnun og einbeitingu, komið með lausnir til að bæta félagslega þátttöku, styrkja sjálfsmynd barna, koma auga á skynúrvinnsluvanda og verið lykilaðilar í þverfaglegu teymi til að þróa skóla í átt að betra umhverfi, auknu aðgengi og vellíðan barna. Með auknu hlutverki iðjuþjálfa og samþættri þjónustu fagaðila innan skólasamfélagsins má grípa fyrr inn í, veita aðstoð á réttum tíma og forðast að vandinn magnist upp. Ráða þarf inn fleiri iðjuþjálfa í leik- og grunnskóla Ráða þarf inn iðjuþjálfa í leik-og grunnskóla til að sérþekking þeirra nýtist sem best, en til þess þarf að breyta áherslum innan menntakerfisins. Iðjuþjálfar eiga að vera hluti af fagteymum skólanna, ekki bara sem ráðgjafar, heldur sem virkir þátttakendur í mótun skólaumhverfisins. Í tillögum velferðarvaktarinnar frá árinu 2019 er bent á að nauðsynlegt er að auka stuðning, úrræði og forvarnir innan veggja skólanna og þar koma iðjuþjálfar sterkir inn. Þetta kallar á pólitíska forgangsröðun og aukna fræðslu til stjórnenda og starfsfólks í leik-og grunnskólum. Tækifærið sem bíður Við höfum tækifæri til að breyta þessari þróun. Með því að virkja iðjuþjálfa fyrr innan þvegfagleglegs teymis er hægt að grípa börn fyrr með snemmtækri íhlutun og koma í veg fyrir snjóboltaáhrif sem geta leitt til alvarlegri vandamála seinna meir. Mikilvægt er að skólakerfið viðurkenni gildi iðjuþjálfa sé góð leið í átt að heildrænnu starfi innan veggja leik- og grunnskóla. Höfundar eru útskriftarnemar í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar