Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 23. apríl 2025 07:02 Samfélagið okkar breytist hratt og stöðugt. Fólk hefur mismunandi bakgrunn, reynslu og lífssýn og það er mikilvægt að skólakerfið taki mið af því. Eitt skref í þá átt er að kenna kynjafræði í framhaldsskólum. Það er fræðsla sem hjálpar ungu fólki að hugsa gagnrýnið, skilja heiminn betur og taka þátt í að byggja sanngjarnt og virkt samfélag. Kynjafræði snýst ekki bara um kyn eða jafnrétti kynjanna. Hún snýst um hvernig samfélagið mótar hugmyndir okkar um fólk, hlutverk, vald, tækifæri og hvernig við sjáum okkur sjálf og aðra. Hún hjálpar okkur að átta okkur á staðalmyndum og væntingum sem við tökum stundum sem sjálfsögðum hlut. Í kynjafræðiáföngum fá nemendur tækifæri til að ræða og skoða mikilvæg málefni eins og mannréttindi, fjölmenningu, kynhlutverk, stéttaskiptingu og birtingarmyndir þeirra í fjölmiðlum og daglegu lífi. Þeir læra að greina forréttindi, vald og mismunun og hvernig hægt er að bregðast við því með virðingu og samkennd. Það hafa heyrst raddir sem gagnrýna kynjafræðikennslu sem einhliða eða jafnvel sem einhvers konar pólitíska „innrætingu.“ Það er mikilvægt að hlusta á slíkar áhyggjur og svara þeim með skýrleika og virðingu. Gengur ekki út á að karlar séu vondir Kynjafræði gengur ekki út á að konur séu alltaf fórnarlömb eða að karlar séu vondir. Hún skoðar hvernig félagslegar hugmyndir um kyn geta bitnað á öllum, líka á drengjum. Hún sýnir hvernig þröngar hugmyndir um karlmennsku, til dæmis að karlar megi ekki sýna tilfinningar eða þurfi að vera harðir, geta skaðað sjálfsmynd og vellíðan þeirra. Það að ræða þetta er ekki kúgun heldur frelsun. Jafnréttisfræðsla gengur ekki út á að skipa fólki fyrir. Hún snýst um að auka skilning, virðingu og sjálfstæða hugsun. Að kenna ungu fólki að spyrja spurninga, hlusta á aðra og móta eigin skoðanir byggðar á upplýsingum er ekki stjórnun, það er lýðræði í verki. Að því sögðu má líka vel vera að fleiri þurfi að stíga fram og standa vörð um jafnvægi í námsvali og það er gild umræða hvort Íslandssagan fái nægilegt vægi. Slíkt samtal er mikilvægt. En það á ekki að koma niður á kynjafræði, heldur hvetja til þess að skólakerfið bjóði upp á fjölbreytta og vel ígrundaða fræðslu. Góð fræðsla gengur ekki bara út á að upplýsa nemendur, hún mótar virka þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Nemendur læra að tjá sig með rökum, hlusta á ólíkar raddir og mynda sér sjálfstæða skoðun. Þeir skilja að réttindi annarra eru ekki ógn heldur hluti af réttlæti sem allir njóta góðs af. Spurningin er því ekki hvort kynjafræði eigi heima í skólum, heldur hvers vegna hún hafi ekki verið þar miklu fyrr. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eydís Ásbjörnsdóttir Skóla- og menntamál Alþingi Samfylkingin Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Samfélagið okkar breytist hratt og stöðugt. Fólk hefur mismunandi bakgrunn, reynslu og lífssýn og það er mikilvægt að skólakerfið taki mið af því. Eitt skref í þá átt er að kenna kynjafræði í framhaldsskólum. Það er fræðsla sem hjálpar ungu fólki að hugsa gagnrýnið, skilja heiminn betur og taka þátt í að byggja sanngjarnt og virkt samfélag. Kynjafræði snýst ekki bara um kyn eða jafnrétti kynjanna. Hún snýst um hvernig samfélagið mótar hugmyndir okkar um fólk, hlutverk, vald, tækifæri og hvernig við sjáum okkur sjálf og aðra. Hún hjálpar okkur að átta okkur á staðalmyndum og væntingum sem við tökum stundum sem sjálfsögðum hlut. Í kynjafræðiáföngum fá nemendur tækifæri til að ræða og skoða mikilvæg málefni eins og mannréttindi, fjölmenningu, kynhlutverk, stéttaskiptingu og birtingarmyndir þeirra í fjölmiðlum og daglegu lífi. Þeir læra að greina forréttindi, vald og mismunun og hvernig hægt er að bregðast við því með virðingu og samkennd. Það hafa heyrst raddir sem gagnrýna kynjafræðikennslu sem einhliða eða jafnvel sem einhvers konar pólitíska „innrætingu.“ Það er mikilvægt að hlusta á slíkar áhyggjur og svara þeim með skýrleika og virðingu. Gengur ekki út á að karlar séu vondir Kynjafræði gengur ekki út á að konur séu alltaf fórnarlömb eða að karlar séu vondir. Hún skoðar hvernig félagslegar hugmyndir um kyn geta bitnað á öllum, líka á drengjum. Hún sýnir hvernig þröngar hugmyndir um karlmennsku, til dæmis að karlar megi ekki sýna tilfinningar eða þurfi að vera harðir, geta skaðað sjálfsmynd og vellíðan þeirra. Það að ræða þetta er ekki kúgun heldur frelsun. Jafnréttisfræðsla gengur ekki út á að skipa fólki fyrir. Hún snýst um að auka skilning, virðingu og sjálfstæða hugsun. Að kenna ungu fólki að spyrja spurninga, hlusta á aðra og móta eigin skoðanir byggðar á upplýsingum er ekki stjórnun, það er lýðræði í verki. Að því sögðu má líka vel vera að fleiri þurfi að stíga fram og standa vörð um jafnvægi í námsvali og það er gild umræða hvort Íslandssagan fái nægilegt vægi. Slíkt samtal er mikilvægt. En það á ekki að koma niður á kynjafræði, heldur hvetja til þess að skólakerfið bjóði upp á fjölbreytta og vel ígrundaða fræðslu. Góð fræðsla gengur ekki bara út á að upplýsa nemendur, hún mótar virka þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Nemendur læra að tjá sig með rökum, hlusta á ólíkar raddir og mynda sér sjálfstæða skoðun. Þeir skilja að réttindi annarra eru ekki ógn heldur hluti af réttlæti sem allir njóta góðs af. Spurningin er því ekki hvort kynjafræði eigi heima í skólum, heldur hvers vegna hún hafi ekki verið þar miklu fyrr. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun