Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 23. apríl 2025 07:02 Samfélagið okkar breytist hratt og stöðugt. Fólk hefur mismunandi bakgrunn, reynslu og lífssýn og það er mikilvægt að skólakerfið taki mið af því. Eitt skref í þá átt er að kenna kynjafræði í framhaldsskólum. Það er fræðsla sem hjálpar ungu fólki að hugsa gagnrýnið, skilja heiminn betur og taka þátt í að byggja sanngjarnt og virkt samfélag. Kynjafræði snýst ekki bara um kyn eða jafnrétti kynjanna. Hún snýst um hvernig samfélagið mótar hugmyndir okkar um fólk, hlutverk, vald, tækifæri og hvernig við sjáum okkur sjálf og aðra. Hún hjálpar okkur að átta okkur á staðalmyndum og væntingum sem við tökum stundum sem sjálfsögðum hlut. Í kynjafræðiáföngum fá nemendur tækifæri til að ræða og skoða mikilvæg málefni eins og mannréttindi, fjölmenningu, kynhlutverk, stéttaskiptingu og birtingarmyndir þeirra í fjölmiðlum og daglegu lífi. Þeir læra að greina forréttindi, vald og mismunun og hvernig hægt er að bregðast við því með virðingu og samkennd. Það hafa heyrst raddir sem gagnrýna kynjafræðikennslu sem einhliða eða jafnvel sem einhvers konar pólitíska „innrætingu.“ Það er mikilvægt að hlusta á slíkar áhyggjur og svara þeim með skýrleika og virðingu. Gengur ekki út á að karlar séu vondir Kynjafræði gengur ekki út á að konur séu alltaf fórnarlömb eða að karlar séu vondir. Hún skoðar hvernig félagslegar hugmyndir um kyn geta bitnað á öllum, líka á drengjum. Hún sýnir hvernig þröngar hugmyndir um karlmennsku, til dæmis að karlar megi ekki sýna tilfinningar eða þurfi að vera harðir, geta skaðað sjálfsmynd og vellíðan þeirra. Það að ræða þetta er ekki kúgun heldur frelsun. Jafnréttisfræðsla gengur ekki út á að skipa fólki fyrir. Hún snýst um að auka skilning, virðingu og sjálfstæða hugsun. Að kenna ungu fólki að spyrja spurninga, hlusta á aðra og móta eigin skoðanir byggðar á upplýsingum er ekki stjórnun, það er lýðræði í verki. Að því sögðu má líka vel vera að fleiri þurfi að stíga fram og standa vörð um jafnvægi í námsvali og það er gild umræða hvort Íslandssagan fái nægilegt vægi. Slíkt samtal er mikilvægt. En það á ekki að koma niður á kynjafræði, heldur hvetja til þess að skólakerfið bjóði upp á fjölbreytta og vel ígrundaða fræðslu. Góð fræðsla gengur ekki bara út á að upplýsa nemendur, hún mótar virka þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Nemendur læra að tjá sig með rökum, hlusta á ólíkar raddir og mynda sér sjálfstæða skoðun. Þeir skilja að réttindi annarra eru ekki ógn heldur hluti af réttlæti sem allir njóta góðs af. Spurningin er því ekki hvort kynjafræði eigi heima í skólum, heldur hvers vegna hún hafi ekki verið þar miklu fyrr. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eydís Ásbjörnsdóttir Skóla- og menntamál Alþingi Samfylkingin Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið okkar breytist hratt og stöðugt. Fólk hefur mismunandi bakgrunn, reynslu og lífssýn og það er mikilvægt að skólakerfið taki mið af því. Eitt skref í þá átt er að kenna kynjafræði í framhaldsskólum. Það er fræðsla sem hjálpar ungu fólki að hugsa gagnrýnið, skilja heiminn betur og taka þátt í að byggja sanngjarnt og virkt samfélag. Kynjafræði snýst ekki bara um kyn eða jafnrétti kynjanna. Hún snýst um hvernig samfélagið mótar hugmyndir okkar um fólk, hlutverk, vald, tækifæri og hvernig við sjáum okkur sjálf og aðra. Hún hjálpar okkur að átta okkur á staðalmyndum og væntingum sem við tökum stundum sem sjálfsögðum hlut. Í kynjafræðiáföngum fá nemendur tækifæri til að ræða og skoða mikilvæg málefni eins og mannréttindi, fjölmenningu, kynhlutverk, stéttaskiptingu og birtingarmyndir þeirra í fjölmiðlum og daglegu lífi. Þeir læra að greina forréttindi, vald og mismunun og hvernig hægt er að bregðast við því með virðingu og samkennd. Það hafa heyrst raddir sem gagnrýna kynjafræðikennslu sem einhliða eða jafnvel sem einhvers konar pólitíska „innrætingu.“ Það er mikilvægt að hlusta á slíkar áhyggjur og svara þeim með skýrleika og virðingu. Gengur ekki út á að karlar séu vondir Kynjafræði gengur ekki út á að konur séu alltaf fórnarlömb eða að karlar séu vondir. Hún skoðar hvernig félagslegar hugmyndir um kyn geta bitnað á öllum, líka á drengjum. Hún sýnir hvernig þröngar hugmyndir um karlmennsku, til dæmis að karlar megi ekki sýna tilfinningar eða þurfi að vera harðir, geta skaðað sjálfsmynd og vellíðan þeirra. Það að ræða þetta er ekki kúgun heldur frelsun. Jafnréttisfræðsla gengur ekki út á að skipa fólki fyrir. Hún snýst um að auka skilning, virðingu og sjálfstæða hugsun. Að kenna ungu fólki að spyrja spurninga, hlusta á aðra og móta eigin skoðanir byggðar á upplýsingum er ekki stjórnun, það er lýðræði í verki. Að því sögðu má líka vel vera að fleiri þurfi að stíga fram og standa vörð um jafnvægi í námsvali og það er gild umræða hvort Íslandssagan fái nægilegt vægi. Slíkt samtal er mikilvægt. En það á ekki að koma niður á kynjafræði, heldur hvetja til þess að skólakerfið bjóði upp á fjölbreytta og vel ígrundaða fræðslu. Góð fræðsla gengur ekki bara út á að upplýsa nemendur, hún mótar virka þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Nemendur læra að tjá sig með rökum, hlusta á ólíkar raddir og mynda sér sjálfstæða skoðun. Þeir skilja að réttindi annarra eru ekki ógn heldur hluti af réttlæti sem allir njóta góðs af. Spurningin er því ekki hvort kynjafræði eigi heima í skólum, heldur hvers vegna hún hafi ekki verið þar miklu fyrr. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar