Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar 3. apríl 2025 14:30 Samkvæmt frumvarpi menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem nú er til afgreiðslu á Alþingi er lagður grunnur að því að fleiri nemendur fái hluta námslána sinna breytt í styrk en nú er. Þegar lögin um menntasjóðs námsmanna tóku gildi árið 2020 var meginmarkmið þeirra að tryggja jafnt aðgengi að háskólanámi. Óháð aðstæðum einstaklinga, meðal annars með því að veita þeim námstyrki sem ljúka námi inna tilgreindra tímamarka. Kerfið markaði breytingu frá fyrra fyrirkomulagi með áherslu á að umbuna námsframvindu með styrkjum, í stað þess að bjóða aðeins upp á lán án sérstakra hvata til að ljúka námi á tilteknum tíma. Færri hafa notið styrkja en stefnt var að Reynslan af þessu kerfi hefur hins vegar leitt í ljós að það hefur ekki nýst nægilega mörgum til að fá hluta lána sinna breytt í styrk. Í skýrslu sem lögð var fram á Alþingi í lok árs 2023 kemur fram að umtalsverður hluti lánþega nær ekki að uppfylla skilyrðin til námsstyrks. Þetta eru ekki endilega einstaklingar sem skortir metnað til að ljúka námi. Oftar en ekki eru þetta námsmenn sem mæta aðstæðum sem þeir hafa enga stjórn á – eins og veikindum, aukinni fjölskyldu- eða umönnunarábyrgð eða efnahagslegum þrengingum sem geta seinkað náminu. Í frumvarpinu er lagt til að styrkjakerfinu verði breytt á þann veg að stuðningurinn dreifist betur yfir námsferilinn. Í stað þess að námsmaður þurfi að bíða eins og núverandi kerfi er útfært fram að námslokum eftir 30 prósenta niðurfellingu á námslánum sínum, hafi hann staðist tímaáætlun yfir allan námsferilinn. Styrkir á hverri önn Í frumvarpinu er lagt til að 20 prósenta námsstyrkur falli til við lok hverrar annar, standist nemandi lágmarksnámsframvindu á önninni. Til viðbótar breytist 10 prósent lána í styrk við námslok, ljúki nemandi námi innan tilskilins tíma. Þetta eru ekki bara tölur á blaði. Þetta eru raunverulegar umbætur í lífi námsfólks. Í fyrsta lagi færist stuðningurinn nær námsmönnum. Þeir fá umbun fyrr, eða eftir hverja önn. Þetta skiptir máli fyrir fólk sem lifir við óvissu, býr við takmarkað fjármagn eða þarf að sjá fyrir fjölskyldu sinni samhliða námi. Fyrirsjáanleiki og reglulegur stuðningur eykur öryggi og getur jafnvel ráðið úrslitum um hvort fólk haldi námi sínu áfram eða ekki. Í öðru lagi nær stuðningurinn til stærri hóps. Með þessu fyrirkomulagi má gera ráð fyrir að fleiri lánþegar uppfylli skilyrði til að hljóta námsstyrk. Nú þegar njóta um 70 prósent lánþega styrks en í upphafi var gert ráð fyrir að allt að 90 prósent lánþega uppfylltu skilyrði um styrk. Með þessum breytingum erum við að færa kerfið nær því markmiði. Sömuleiðis hefjast endurgreiðslur 18 mánuðum eftir að námi lýkur í stað þess að hefjast einu ári eftir að námi lýkur eins og nú er. Þetta nýja fyrirkomulag hefur notið stuðnings meðal fulltrúa námsmanna. Það endurspeglar bæði aðstæður og raunverulegar þarfir þeirra, sem kerfinu er ætlað að þjóna. Aðgengi að háskólanámi snýst ekki eingöngu um inntökupróf eða námsárangur mældan í einkunnum. Staða námsmanna snýst einnig um fjárhagslegt öryggi, fyrirsjáanleika og traust kerfi sem styður námsmenn allan námsferilinn. Þegar einstaklingar vita að þeir fá stuðning jafnt og þétt, fyrir það að halda áfram og standa sig í námi, skilar það sér í betri námsárangri, minna brottfalli og jafnari möguleikum til náms, óháð aðstæðum. Með því að dreifa stuðningnum, auka sveigjanleika og byggja á raunverulegum aðstæðum námsmanna erum við að byggja réttlátara og skilvirkara kerfi. Fyrra kerfi þar sem engir námsstyrki voru í boði hindraði marga til náms og eða gerði þeim erfitt fyrir að ljúka námi sínu. Langvarandi fjárhagsfjötrar fyrra kerfis Tökum dæmi af ungri konu sem hóf hjúkrunarnám árið 2002. Hún hafði ekki annan kost en að taka fullt verðtryggt námslán til að fjármagna menntun sína. Hún stóð sig vel í námi og fékk lánið því greitt út í lok hverrar annar. Heildarfjárhæð lánsins nam í lokin 4.6 milljónum króna. Fyrsta afborgun þess var árið 2008, ári eftir að námi lauk. Á þeim tíma var hún orðin móðir með þrjú börn á sínu framfæri og borgaði auk þess af verðtryggðum húsnæðislánum. Hún er enn þann dag í dag að greiða af þessu námsláni. Til þessa hefur hún greitt 4,9 milljónir inn á lánið en engu að síður stendur það nú í 6,2 milljónum. Sem sagt fyrsta afborgun var árið 2008 og nú 18 árum síðar hefur hún greitt tæpar 5 milljónir inn á það. En það stendur samt í ríflega 6 milljónum. Og gleymum ekki að húsnæðislánin eru verðtryggð líka. Þegar hún loks lýkur við að greiða námslánið árið 2043, þá orðin sjötug, verður heildarupphæðin sem hún hefur greitt til að ná að mennta sig, og þar með færast upp um einhverja launaflokka, komin upp í um það bil 14 milljónir króna. Hún mun sem sagt við áætluð starfslok sín hafa endurgreitt námslánið næstum fjórfalt. Þetta er veruleikinn sem við bjuggum til fyrir unga fólkið okkar! Námslán eru skuldafjötrar sem fylgt geta fólki alla starfsævi þess. Þetta er staðan sem við ætlum að breyta. Það er von mín að sú samheldna verkstjórn sem nú situr að völdum gangi lengra áður en kjörtímabilinu lýkur. Þá verði séríslenskt ákvæði um verðtryggingu námslána fellt úr gildi. Flokkur fólksins fagnar þessari breytingu sem styður við þá námsmenn sem búa við kröppustu kjörin. Námsmenn eru með ólíkan bakgrunn og búa við ólíkar aðstæður. Málefni námsmanna eru eitt af forgangsmálum okkar. Búi fólk við ójöfn kjör og óréttlæti þá er það áherslumál Flokk fólksins að leiðrétta það. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Íris Fanndal Flokkur fólksins Alþingi Hagsmunir stúdenta Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt frumvarpi menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem nú er til afgreiðslu á Alþingi er lagður grunnur að því að fleiri nemendur fái hluta námslána sinna breytt í styrk en nú er. Þegar lögin um menntasjóðs námsmanna tóku gildi árið 2020 var meginmarkmið þeirra að tryggja jafnt aðgengi að háskólanámi. Óháð aðstæðum einstaklinga, meðal annars með því að veita þeim námstyrki sem ljúka námi inna tilgreindra tímamarka. Kerfið markaði breytingu frá fyrra fyrirkomulagi með áherslu á að umbuna námsframvindu með styrkjum, í stað þess að bjóða aðeins upp á lán án sérstakra hvata til að ljúka námi á tilteknum tíma. Færri hafa notið styrkja en stefnt var að Reynslan af þessu kerfi hefur hins vegar leitt í ljós að það hefur ekki nýst nægilega mörgum til að fá hluta lána sinna breytt í styrk. Í skýrslu sem lögð var fram á Alþingi í lok árs 2023 kemur fram að umtalsverður hluti lánþega nær ekki að uppfylla skilyrðin til námsstyrks. Þetta eru ekki endilega einstaklingar sem skortir metnað til að ljúka námi. Oftar en ekki eru þetta námsmenn sem mæta aðstæðum sem þeir hafa enga stjórn á – eins og veikindum, aukinni fjölskyldu- eða umönnunarábyrgð eða efnahagslegum þrengingum sem geta seinkað náminu. Í frumvarpinu er lagt til að styrkjakerfinu verði breytt á þann veg að stuðningurinn dreifist betur yfir námsferilinn. Í stað þess að námsmaður þurfi að bíða eins og núverandi kerfi er útfært fram að námslokum eftir 30 prósenta niðurfellingu á námslánum sínum, hafi hann staðist tímaáætlun yfir allan námsferilinn. Styrkir á hverri önn Í frumvarpinu er lagt til að 20 prósenta námsstyrkur falli til við lok hverrar annar, standist nemandi lágmarksnámsframvindu á önninni. Til viðbótar breytist 10 prósent lána í styrk við námslok, ljúki nemandi námi innan tilskilins tíma. Þetta eru ekki bara tölur á blaði. Þetta eru raunverulegar umbætur í lífi námsfólks. Í fyrsta lagi færist stuðningurinn nær námsmönnum. Þeir fá umbun fyrr, eða eftir hverja önn. Þetta skiptir máli fyrir fólk sem lifir við óvissu, býr við takmarkað fjármagn eða þarf að sjá fyrir fjölskyldu sinni samhliða námi. Fyrirsjáanleiki og reglulegur stuðningur eykur öryggi og getur jafnvel ráðið úrslitum um hvort fólk haldi námi sínu áfram eða ekki. Í öðru lagi nær stuðningurinn til stærri hóps. Með þessu fyrirkomulagi má gera ráð fyrir að fleiri lánþegar uppfylli skilyrði til að hljóta námsstyrk. Nú þegar njóta um 70 prósent lánþega styrks en í upphafi var gert ráð fyrir að allt að 90 prósent lánþega uppfylltu skilyrði um styrk. Með þessum breytingum erum við að færa kerfið nær því markmiði. Sömuleiðis hefjast endurgreiðslur 18 mánuðum eftir að námi lýkur í stað þess að hefjast einu ári eftir að námi lýkur eins og nú er. Þetta nýja fyrirkomulag hefur notið stuðnings meðal fulltrúa námsmanna. Það endurspeglar bæði aðstæður og raunverulegar þarfir þeirra, sem kerfinu er ætlað að þjóna. Aðgengi að háskólanámi snýst ekki eingöngu um inntökupróf eða námsárangur mældan í einkunnum. Staða námsmanna snýst einnig um fjárhagslegt öryggi, fyrirsjáanleika og traust kerfi sem styður námsmenn allan námsferilinn. Þegar einstaklingar vita að þeir fá stuðning jafnt og þétt, fyrir það að halda áfram og standa sig í námi, skilar það sér í betri námsárangri, minna brottfalli og jafnari möguleikum til náms, óháð aðstæðum. Með því að dreifa stuðningnum, auka sveigjanleika og byggja á raunverulegum aðstæðum námsmanna erum við að byggja réttlátara og skilvirkara kerfi. Fyrra kerfi þar sem engir námsstyrki voru í boði hindraði marga til náms og eða gerði þeim erfitt fyrir að ljúka námi sínu. Langvarandi fjárhagsfjötrar fyrra kerfis Tökum dæmi af ungri konu sem hóf hjúkrunarnám árið 2002. Hún hafði ekki annan kost en að taka fullt verðtryggt námslán til að fjármagna menntun sína. Hún stóð sig vel í námi og fékk lánið því greitt út í lok hverrar annar. Heildarfjárhæð lánsins nam í lokin 4.6 milljónum króna. Fyrsta afborgun þess var árið 2008, ári eftir að námi lauk. Á þeim tíma var hún orðin móðir með þrjú börn á sínu framfæri og borgaði auk þess af verðtryggðum húsnæðislánum. Hún er enn þann dag í dag að greiða af þessu námsláni. Til þessa hefur hún greitt 4,9 milljónir inn á lánið en engu að síður stendur það nú í 6,2 milljónum. Sem sagt fyrsta afborgun var árið 2008 og nú 18 árum síðar hefur hún greitt tæpar 5 milljónir inn á það. En það stendur samt í ríflega 6 milljónum. Og gleymum ekki að húsnæðislánin eru verðtryggð líka. Þegar hún loks lýkur við að greiða námslánið árið 2043, þá orðin sjötug, verður heildarupphæðin sem hún hefur greitt til að ná að mennta sig, og þar með færast upp um einhverja launaflokka, komin upp í um það bil 14 milljónir króna. Hún mun sem sagt við áætluð starfslok sín hafa endurgreitt námslánið næstum fjórfalt. Þetta er veruleikinn sem við bjuggum til fyrir unga fólkið okkar! Námslán eru skuldafjötrar sem fylgt geta fólki alla starfsævi þess. Þetta er staðan sem við ætlum að breyta. Það er von mín að sú samheldna verkstjórn sem nú situr að völdum gangi lengra áður en kjörtímabilinu lýkur. Þá verði séríslenskt ákvæði um verðtryggingu námslána fellt úr gildi. Flokkur fólksins fagnar þessari breytingu sem styður við þá námsmenn sem búa við kröppustu kjörin. Námsmenn eru með ólíkan bakgrunn og búa við ólíkar aðstæður. Málefni námsmanna eru eitt af forgangsmálum okkar. Búi fólk við ójöfn kjör og óréttlæti þá er það áherslumál Flokk fólksins að leiðrétta það. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun