Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2025 14:14 Hörður Guðmundsson segir frá alþjóðaútgerð Flugfélagsins Ernis í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Fyrir aftan er samskonar flugvél og hann byrjaði með á Ísafirði fyrir 55 árum. Egill Aðalsteinsson Vestfirska Flugfélagið Ernir á Ísafirði var komið með nítján sæta Twin Otter-vél þegar best gekk. En þegar fjaraði undan Vestfjarðafluginu voru það verkefni í Afríku sem gáfu Herði Guðmundssyni færi á því að halda flugvélinni. Stiklað er á stóru í flugútrás Íslendinga í gegnum tíðina í sjöunda þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2, sem jafnframt er sá fyrsti í þáttaröð númer tvö. Alþjóðaútrásin hefur ekki aðeins verið bundin við stóru flugfélögin heldur hafa smærri íslensk félög sem og einstaklingar í fluginu einnig sótt sér verkefni utan Íslands. Hörður nýtti Twin Otterinn meðal annars í flugi fyrir Rauðakrossinn víða um Afríku.Úr einkasafni Hörður byrjaði á verkefni fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Kenýa með flugi inn í Suður-Súdan sem átti að standa í þrjá mánuði. Flug fyrir Rauðakrossinn víða í Afríku bættist við og fór svo að Afríkuverkefnin entust meira og minna í ellefu ár. Þær Sigrún Bender og Kristín Edda Egilsdóttir öfluðu sér báðar dýrmætrar reynslu erlendis áður en þær fengu starf á Íslandi.Egill Aðalsteinsson Margir íslenskir flugmenn hafa þurft að sækja út fyrir landsteinana eftir starfi. Það er óvíst að þær Sigrún Bender og Kristín Edda Egilsdóttir væru að stýra einni af Boeing MAX-vélum Icelandair ef ekki væri fyrir verkefni erlendis, þar sem þær öfluðu sér dýrmætrar starfsreynslu. Hörður Guðmundsson flaug ekki bara eigin flugvélum erlendis. Hann flaug einnig fyrir Arngrím Jóhannsson í Air Atlanta sem þotuflugmaður á Boeing 737. Ómar Benediktsson segir frá Íslandsflugi.Egill Aðalsteinsson Íslandsflug byrjaði sem lítið innanlandsfélag á grunni Arnarflugs en átti síðar eftir að verða umsvifamikið í flugútrás Íslendinga. Ómar Benediktsson, sem stofnaði Íslandsflug ásamt Gunnari Þorvaldssyni, lýsir því hvernig þotunum fjölgaði jafnt og þétt, bæði í fraktflugi og leiguflugi með farþega. Loftleiðir Icelandic eru félag sem Icelandair stofnaði árið 2002 um leiguflug víða um heim. Árni Hermannsson framkvæmdastjóri segir reksturinn styðja við bakið á öðrum rekstri Icelandair. Boeing 757-þota Loftleiða Icelandic í flugtaki á Suðurpólnum. Næsti þáttur Flugþjóðarinnar fjallar um 757-þotuna í þjónustu Íslendinga.Loftleiðir Icelandic Meginhlutverkið í upphafi hafi verið að jafna út árstíðarsveiflu Icelandair en síðan hafi félagið einnig vaxið á öðrum sviðum, ekki síst í lúxusferðum. Þannig hefur félagið síðustu misseri verið með þrjár sérinnréttaðar þotur sem eingöngu sinna lúxusferðum fyrir efnafólk, bæði hnattreisum og ferðum um einstaka heimsálfur. Nánar má heyra um þessu ólíku verkefni í þessu átta mínútna myndskeiði úr þættinum: Í næsta þætti Flugþjóðarinnar annaðkvöld, þriðjudagskvöldið 25. mars, verður fjallað um Boeing 757-þotuna í þjónustu Íslendinga. Hér má sjá kynningarstiklu þáttaraðarinnar: Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Air Atlanta Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Stiklað er á stóru í flugútrás Íslendinga í gegnum tíðina í sjöunda þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2, sem jafnframt er sá fyrsti í þáttaröð númer tvö. Alþjóðaútrásin hefur ekki aðeins verið bundin við stóru flugfélögin heldur hafa smærri íslensk félög sem og einstaklingar í fluginu einnig sótt sér verkefni utan Íslands. Hörður nýtti Twin Otterinn meðal annars í flugi fyrir Rauðakrossinn víða um Afríku.Úr einkasafni Hörður byrjaði á verkefni fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Kenýa með flugi inn í Suður-Súdan sem átti að standa í þrjá mánuði. Flug fyrir Rauðakrossinn víða í Afríku bættist við og fór svo að Afríkuverkefnin entust meira og minna í ellefu ár. Þær Sigrún Bender og Kristín Edda Egilsdóttir öfluðu sér báðar dýrmætrar reynslu erlendis áður en þær fengu starf á Íslandi.Egill Aðalsteinsson Margir íslenskir flugmenn hafa þurft að sækja út fyrir landsteinana eftir starfi. Það er óvíst að þær Sigrún Bender og Kristín Edda Egilsdóttir væru að stýra einni af Boeing MAX-vélum Icelandair ef ekki væri fyrir verkefni erlendis, þar sem þær öfluðu sér dýrmætrar starfsreynslu. Hörður Guðmundsson flaug ekki bara eigin flugvélum erlendis. Hann flaug einnig fyrir Arngrím Jóhannsson í Air Atlanta sem þotuflugmaður á Boeing 737. Ómar Benediktsson segir frá Íslandsflugi.Egill Aðalsteinsson Íslandsflug byrjaði sem lítið innanlandsfélag á grunni Arnarflugs en átti síðar eftir að verða umsvifamikið í flugútrás Íslendinga. Ómar Benediktsson, sem stofnaði Íslandsflug ásamt Gunnari Þorvaldssyni, lýsir því hvernig þotunum fjölgaði jafnt og þétt, bæði í fraktflugi og leiguflugi með farþega. Loftleiðir Icelandic eru félag sem Icelandair stofnaði árið 2002 um leiguflug víða um heim. Árni Hermannsson framkvæmdastjóri segir reksturinn styðja við bakið á öðrum rekstri Icelandair. Boeing 757-þota Loftleiða Icelandic í flugtaki á Suðurpólnum. Næsti þáttur Flugþjóðarinnar fjallar um 757-þotuna í þjónustu Íslendinga.Loftleiðir Icelandic Meginhlutverkið í upphafi hafi verið að jafna út árstíðarsveiflu Icelandair en síðan hafi félagið einnig vaxið á öðrum sviðum, ekki síst í lúxusferðum. Þannig hefur félagið síðustu misseri verið með þrjár sérinnréttaðar þotur sem eingöngu sinna lúxusferðum fyrir efnafólk, bæði hnattreisum og ferðum um einstaka heimsálfur. Nánar má heyra um þessu ólíku verkefni í þessu átta mínútna myndskeiði úr þættinum: Í næsta þætti Flugþjóðarinnar annaðkvöld, þriðjudagskvöldið 25. mars, verður fjallað um Boeing 757-þotuna í þjónustu Íslendinga. Hér má sjá kynningarstiklu þáttaraðarinnar:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Air Atlanta Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44