Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2025 12:01 Þórir mun takast á við Valsmenn í dag, með titil í húfi. Vísir/Anton Brink Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, leikmaður körfuboltaliðs KR, hefur verið í laser focus undanfarna daga, og ekki að ástæðulausu. Gríðarleg eftirvænting er fyrir bikarúrslitaleik dagsins við Val. KR og Valur mætast í bikarúrslitum klukkan 16:30 í Smáranum í Kópavogi. Reykjavíkurstórveldin eigast við í úrslitum í fyrsta sinn í rúm 40 ár, en þau mættust síðast á þessu sviði árið 1984. Spennan er eftir því, enda varð uppselt á mettíma. Líkt og aðrir bíður Þórir hreinlega bara þess að leikurinn fari af stað. „Það er bara spenningur. Það er voðalítið annað hægt að gera en að bíða eftir að leikurinn byrji,“ sagði Þórir þegar íþróttadeild náði á hann í morgunsárið. „Hún getur stundum verið svolítið löng. En maður þarf bara að nýta tímann og fara í gegnum sinn undirbúning. Vera viss um að stilla hausinn rétt,“ segir Þórir og bætir við um sitt plan í dag: „Ég mun bara taka því rólega, fá mér á borða áður en maður mætir upp í höll tveimur tímum fyrir leik. Svo er bara að bíða eftir að þetta byrji.“ Fyrsti úrslitaleikurinn í sjö ár Spennan er mikil í Vesturbæ enda liðið ekki farið í bikarúrslit í sjö ár. „Ég held það sé óhætt að segja að það sé von á veislu. Miðarnir voru fljótir að fara og ég veit það er búið að keyra upp alvöru stemningu KR-megin. Það hefur verið frábærlega staðið að þessari bikarhelgi hjá stjórninni og öllum KR-ingunum sem hafa komið og stutt okkur. Við erum mjög spenntir að spila fyrir framan okkar áhorfendur á eftir,“ segir Þórir. Stuðningsfólk KR ætlar að hefja upphitun strax í hádeginu í félagsheimili KR og ferja stuðningsfólk svo suður í Kópavog. Færri komast að en vilja og einhverjir munu sitja eftir í félagsheimilinu og horfa á leikinn þar. Orðinn vanur því að mæta Finni Þórir var hluti af liði KR sem vann bikarinn 2016 og 2017, auk þess að fara með liðinu í úrslitaleikinn 2018, sem tapaðist stórt fyrir Tindastóli. Í þessum þremur úrslitaleikjum var Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR-liðsins en hann mun stýra Valsmönnum gegn KR-liðinu í dag. „Ég hef mitt fyrsta ár í meistaraflokki fyrir Finn og hann er frábær þjálfari. En ég hef nú mætt honum nokkrum sinnum áður síðan hann tók við Völsurunum, þannig að þetta verður ekkert mikið öðruvísi, held ég,“ segir Þórir. Hver er lykilinn að sigri? „Við þurfum að vera óhræddir, eins og við vorum í Stjörnuleiknum. Það er að njóta þess að spila og keyra á þetta. Að vera óhræddir og skipulagðir,“ segir Þórir. Er hann bjartsýnn fyrir leik dagsins? „Ég er alltaf bjartsýnn.“ KR Valur VÍS-bikarinn Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
KR og Valur mætast í bikarúrslitum klukkan 16:30 í Smáranum í Kópavogi. Reykjavíkurstórveldin eigast við í úrslitum í fyrsta sinn í rúm 40 ár, en þau mættust síðast á þessu sviði árið 1984. Spennan er eftir því, enda varð uppselt á mettíma. Líkt og aðrir bíður Þórir hreinlega bara þess að leikurinn fari af stað. „Það er bara spenningur. Það er voðalítið annað hægt að gera en að bíða eftir að leikurinn byrji,“ sagði Þórir þegar íþróttadeild náði á hann í morgunsárið. „Hún getur stundum verið svolítið löng. En maður þarf bara að nýta tímann og fara í gegnum sinn undirbúning. Vera viss um að stilla hausinn rétt,“ segir Þórir og bætir við um sitt plan í dag: „Ég mun bara taka því rólega, fá mér á borða áður en maður mætir upp í höll tveimur tímum fyrir leik. Svo er bara að bíða eftir að þetta byrji.“ Fyrsti úrslitaleikurinn í sjö ár Spennan er mikil í Vesturbæ enda liðið ekki farið í bikarúrslit í sjö ár. „Ég held það sé óhætt að segja að það sé von á veislu. Miðarnir voru fljótir að fara og ég veit það er búið að keyra upp alvöru stemningu KR-megin. Það hefur verið frábærlega staðið að þessari bikarhelgi hjá stjórninni og öllum KR-ingunum sem hafa komið og stutt okkur. Við erum mjög spenntir að spila fyrir framan okkar áhorfendur á eftir,“ segir Þórir. Stuðningsfólk KR ætlar að hefja upphitun strax í hádeginu í félagsheimili KR og ferja stuðningsfólk svo suður í Kópavog. Færri komast að en vilja og einhverjir munu sitja eftir í félagsheimilinu og horfa á leikinn þar. Orðinn vanur því að mæta Finni Þórir var hluti af liði KR sem vann bikarinn 2016 og 2017, auk þess að fara með liðinu í úrslitaleikinn 2018, sem tapaðist stórt fyrir Tindastóli. Í þessum þremur úrslitaleikjum var Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR-liðsins en hann mun stýra Valsmönnum gegn KR-liðinu í dag. „Ég hef mitt fyrsta ár í meistaraflokki fyrir Finn og hann er frábær þjálfari. En ég hef nú mætt honum nokkrum sinnum áður síðan hann tók við Völsurunum, þannig að þetta verður ekkert mikið öðruvísi, held ég,“ segir Þórir. Hver er lykilinn að sigri? „Við þurfum að vera óhræddir, eins og við vorum í Stjörnuleiknum. Það er að njóta þess að spila og keyra á þetta. Að vera óhræddir og skipulagðir,“ segir Þórir. Er hann bjartsýnn fyrir leik dagsins? „Ég er alltaf bjartsýnn.“
KR Valur VÍS-bikarinn Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira