Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Lovísa Arnardóttir skrifar 14. mars 2025 19:07 Dæmi um klefa sem börn haf verið vistuð í á Flatahrauni. Umboðsmaður Alþingis Fangageymsla á lögreglustöðinni á Flatahrauni í Hafnarfirði er ekki viðeigandi vistunarstaður fyrir börn. Umboðsmaður Alþingis beinir því til Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðherra að endurskoða þá tilhögun að nýta fangaklefa fyrir neyðarvistun barna á Stuðlum. Í fangageymslunni sofa börn á plastklæddum dýnum á steyptum bekkjum. Vistun hefur varað í allt að sex daga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umboðsmanns um starfsemi neyðarvistunar Stuðla sem að hluta hefur verið til húsa í Flatahrauni frá því í nóvember 2024. Skýrslan var birt í dag og segir að þó svo að stefnt sé að lokun úrræðisins þyki umboðsmanni rétt að gefa út þessi tilmæli. Alls geta fjögur börn vistast í senn í fangageymslunni. Á tímabilinu 8. nóvember 2024 til 4. febrúar 2025 voru 25 vistanir skráðar í úrræðinu. Þau börn sem vistuðust þar á þeim tíma voru 13 til 17 ára. Vistanirnar vörðu yfirleitt í hálfan til tvo sólarhringa en þó voru dæmi um lengri vistanir, eða í allt að sex daga. Í tilkynningu á vef umboðsmanns kemur fram að afstaða umboðsmanns sé alveg skýr. Ekki sé við hæfi að vista börn í fangageymslu vegna aðbúnaðar þar. Það sé ekki á valdi umboðsmanns að stöðva notkun úrræðisins heldur stjórnvalda sem fara með barnavernd. „Aðstaða neyðarvistunar Stuðla á Flatahrauni hefur yfirbragð hefðbundinnar fangageymslu og ber með sér að vera sérútbúin fyrir vistun fólks við hátt öryggisstig. Allur aðbúnaður er rammgerður og kuldalegur og aðstaðan er gluggalaus. Börn sofa á plastklæddri dýnu á steyptum bekkjum og hreinlætistæki eru úr stáli. Þá eru hvorki klukkur né speglar í fangageymslunni. Ekki eru neinar merkingar frá neyðarvistun í húsnæðinu en í umhverfi þess er ýmislegt sem gefur til kynna að starfsemi lögreglu fari þar fram. Því er ekki útilokað að börn telji sig hafa verið handtekin og færð í fangageymslu lögreglu á þeim grundvelli,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Leiði til aukinna takmarkanna Þá kemur einnig fram að mati umboðsmanns leiði aðstæður í fangageymslunum til aukinna takmarkanna á réttindum barna og frekari hættu á að þvingunum og öðrum íþyngjandi inngripum sé beitt í ríkari mæli, til dæmis við leit, takmarkanir á samskiptum og myndvöktun. Í ítarlegri skýrslu sem er birt með tilkynningu umboðsmanns kemur fram að börn sem hafi átt að vista í neyðarvistun Stuðla hafi frá því í nóvember verið vistuð í fangageymslum í Hafnarfirði. Aðstaðan var tímabundin en Stuðlar leituðu þangað vegna plássleysis í húsnæði Stuðla í Fossaleyni en þar skemmdist stór hluti húsnæðis í bruna í október. Einn lést í brunanum. Þá kemur fram að umboðsmaður heimsótti úrræðið í desember og ræddi við börn sem höfðu reynslu af því að vera vistuð á lögreglustöðinni. Auk þess ræddi umboðsmaður við starfsfólks Stuðla og Barna- og fjölskyldustofu. Svona líta setustofurnar út,Umboðsmaður Alþingis Í skýrslu umboðsmanns kemur fram að í ljósi þess að það sé ekki á valdi embættisins að stöðva notkunina þyki rétt að fjalla um aðstæðurnar og beina ábendingum og tilmælum til viðeigandi stjórnvalda sem þá sé hægt að hafa til hliðsjónar við val á húsnæði neyðarvistunar og í starfsemi neyðarvistunar framvegis. Sjá einnig: Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla „Úrræði neyðarvistunar Stuðla á Flatahrauni hefur yfirbragð hefðbundinnar fangageymslu og ber allur aðbúnaður þess merki að um sé að ræða rými sem er sérútbúið fyrir vistun fullorðinna einstaklinga við hátt öryggisstig. Í úrræðinu eru hvorki gluggar, klukkur né speglar. Þá eru bæði svefn- og hreinlætisaðstöður kuldalegar. Einnig vakti það athygli umboðsmanns að engar merkingar voru á svæðinu sem gáfu til kynna að um væri að ræða úrræði neyðarvistunar Stuðla en ekki fangageymslu lögreglu. Tilmælum um úrbætur á þessum atriðum er beint til neyðarvistunar Stuðla og Barna- og fjölskyldustofu,“ segir í skýrslunni. Eigi að tryggja rétt til samskipta Þá bendir umboðsmaður einnig á að á heimilum og stofnunum á ábyrgð ríkisins skuli tryggja börnum rétt til að hafa samskipti við aðra í samræmi við aldur barnsins og þroska, og að því marki sem það samræmist vistuninni. Vistun á Flatahrauni feli í sér takmarkaðri samskipti við bæði jafnaldra og starfsfólk en vistun á Stuðlum að Fossaleyni. „Alla jafna voru börn sem höfðu vistast á Flatahrauni ein á meðan vistuninni stóð og þeim óheimilt að fá heimsóknir í úrræðið. Þeim tilmælum er beint til neyðarvistunar Stuðla að fram fari einstaklingsbundið mat á nauðsyn takmarkana á samskiptum barnanna sem þar vistast við t.d. aðstandendur,“ segir í skýrslu umboðsmanns auk þess sem umboðsmaður leggur áherslu á aukin samskipti starfsfólks við börnin, sérstaklega ef ekki eru önnur börn vistuð í úrræðinu á sama tíma. Húsnæði Stuðla var stórskemmt eftir brunann í október. Vísir/Vilhelm Afklæðast öllum fatnaði nema nærfötum Umboðsmaður veltir því einnig fram hvort vistunin geti í raun falið í sér einangrun þegar börnin eru vistuð þar ein og þeim tilmælum beint til stjórnvalda að skoða það nánar. Þá fjallar umboðsmaður um að í kjölfar brunans fari nú fram ítarlegri líkamsleit en áður og að börn hafi í einhverjum tilfellum þurft að afklæðast öllum fatnaði nema nærfötum við líkamsleit. Umboðsmaður áréttar að þótt svo að sjónarmið að baki breyttri framkvæmd geti verið málefnaleg þurfi að hafa í huga að þar sem um þvingunarráðstöfun sé að ræða skuli aðeins framkvæma líkamsleit samkvæmt því sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til. Þá segir umboðsmaður að ekki eigi að vista börn í klefum með myndvöktun nema brýna nauðsyn beri til. Annað sé brot á friðhelgi og reglum um rafræna vöktun. Hægt sé að beita vægari úrræðum eins og reglubundnu eftirliti eða viðveru starfsfólk. Þá bendir umboðsmaður á að koma fyrir merkingum um myndvöktun. Eigi að afhenda börnum skriflegt kynningarefni Í skýrslunni kemur einnig fram að börn sem umboðsmaður ræddi við sögðust fæst hafa fengið upplýsingar um úrræðið, vistunina þar eða réttindi í tengslum við hana við innkomu. Því ítrekar umboðsmaður fyrri tilmæli um að tryggja að börnum sé ávallt afhent skriflegt kynningarefni um réttindi þeirra, eftir atvikum samhliða munnlegri kynningu, á máli sem hæfir þroska þeirra og stöðu. „Það er afstaða umboðsmanns að í ljósi ástands þeirra barna sem vistast á Flatahrauni og stöðu að öðru leyti, m.a. ungs aldurs, og þess hversu íþyngjandi úrræði er um að ræða verði vart séð að án aðstoðar talsmanns eða lögmanns sé raunhæft fyrir þau að gæta réttar síns, þar með talið koma á framfæri athugasemdum, kvarta yfir vistuninni eða kæra ákvarðanir. Umboðsmaður hefur þegar, í fyrri skýrslum vegna OPCAT-eftirlitsins, beint tilmælum til sveitarfélaganna um að tryggja að barn hafi raunhæfa möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í málum er varða vistun þeirra utan heimilis,“ segir í skýrslunni. Umboðsmaður beinir því til mennta- og barnamálaráðherra að taka til skoðunar hvort réttur barna til aðstoðar talsmanna eða annarrar réttindagæslu sé nægilega tryggður í þessum málum. Umboðsmaður Alþingis Málefni Stuðla Barnavernd Börn og uppeldi Fangelsismál Hafnarfjörður Ofbeldi barna Réttindi barna Tengdar fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Barna- og menntamálaráðherra segir algjört neyðarástand ríkja í málum meðferðarrýma ungmenna. Neyðarvistun barna sé óásættanleg og algjört neyðarúrræði þar sem ekkert annað húsnæði komi til greina. 17. febrúar 2025 22:24 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umboðsmanns um starfsemi neyðarvistunar Stuðla sem að hluta hefur verið til húsa í Flatahrauni frá því í nóvember 2024. Skýrslan var birt í dag og segir að þó svo að stefnt sé að lokun úrræðisins þyki umboðsmanni rétt að gefa út þessi tilmæli. Alls geta fjögur börn vistast í senn í fangageymslunni. Á tímabilinu 8. nóvember 2024 til 4. febrúar 2025 voru 25 vistanir skráðar í úrræðinu. Þau börn sem vistuðust þar á þeim tíma voru 13 til 17 ára. Vistanirnar vörðu yfirleitt í hálfan til tvo sólarhringa en þó voru dæmi um lengri vistanir, eða í allt að sex daga. Í tilkynningu á vef umboðsmanns kemur fram að afstaða umboðsmanns sé alveg skýr. Ekki sé við hæfi að vista börn í fangageymslu vegna aðbúnaðar þar. Það sé ekki á valdi umboðsmanns að stöðva notkun úrræðisins heldur stjórnvalda sem fara með barnavernd. „Aðstaða neyðarvistunar Stuðla á Flatahrauni hefur yfirbragð hefðbundinnar fangageymslu og ber með sér að vera sérútbúin fyrir vistun fólks við hátt öryggisstig. Allur aðbúnaður er rammgerður og kuldalegur og aðstaðan er gluggalaus. Börn sofa á plastklæddri dýnu á steyptum bekkjum og hreinlætistæki eru úr stáli. Þá eru hvorki klukkur né speglar í fangageymslunni. Ekki eru neinar merkingar frá neyðarvistun í húsnæðinu en í umhverfi þess er ýmislegt sem gefur til kynna að starfsemi lögreglu fari þar fram. Því er ekki útilokað að börn telji sig hafa verið handtekin og færð í fangageymslu lögreglu á þeim grundvelli,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Leiði til aukinna takmarkanna Þá kemur einnig fram að mati umboðsmanns leiði aðstæður í fangageymslunum til aukinna takmarkanna á réttindum barna og frekari hættu á að þvingunum og öðrum íþyngjandi inngripum sé beitt í ríkari mæli, til dæmis við leit, takmarkanir á samskiptum og myndvöktun. Í ítarlegri skýrslu sem er birt með tilkynningu umboðsmanns kemur fram að börn sem hafi átt að vista í neyðarvistun Stuðla hafi frá því í nóvember verið vistuð í fangageymslum í Hafnarfirði. Aðstaðan var tímabundin en Stuðlar leituðu þangað vegna plássleysis í húsnæði Stuðla í Fossaleyni en þar skemmdist stór hluti húsnæðis í bruna í október. Einn lést í brunanum. Þá kemur fram að umboðsmaður heimsótti úrræðið í desember og ræddi við börn sem höfðu reynslu af því að vera vistuð á lögreglustöðinni. Auk þess ræddi umboðsmaður við starfsfólks Stuðla og Barna- og fjölskyldustofu. Svona líta setustofurnar út,Umboðsmaður Alþingis Í skýrslu umboðsmanns kemur fram að í ljósi þess að það sé ekki á valdi embættisins að stöðva notkunina þyki rétt að fjalla um aðstæðurnar og beina ábendingum og tilmælum til viðeigandi stjórnvalda sem þá sé hægt að hafa til hliðsjónar við val á húsnæði neyðarvistunar og í starfsemi neyðarvistunar framvegis. Sjá einnig: Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla „Úrræði neyðarvistunar Stuðla á Flatahrauni hefur yfirbragð hefðbundinnar fangageymslu og ber allur aðbúnaður þess merki að um sé að ræða rými sem er sérútbúið fyrir vistun fullorðinna einstaklinga við hátt öryggisstig. Í úrræðinu eru hvorki gluggar, klukkur né speglar. Þá eru bæði svefn- og hreinlætisaðstöður kuldalegar. Einnig vakti það athygli umboðsmanns að engar merkingar voru á svæðinu sem gáfu til kynna að um væri að ræða úrræði neyðarvistunar Stuðla en ekki fangageymslu lögreglu. Tilmælum um úrbætur á þessum atriðum er beint til neyðarvistunar Stuðla og Barna- og fjölskyldustofu,“ segir í skýrslunni. Eigi að tryggja rétt til samskipta Þá bendir umboðsmaður einnig á að á heimilum og stofnunum á ábyrgð ríkisins skuli tryggja börnum rétt til að hafa samskipti við aðra í samræmi við aldur barnsins og þroska, og að því marki sem það samræmist vistuninni. Vistun á Flatahrauni feli í sér takmarkaðri samskipti við bæði jafnaldra og starfsfólk en vistun á Stuðlum að Fossaleyni. „Alla jafna voru börn sem höfðu vistast á Flatahrauni ein á meðan vistuninni stóð og þeim óheimilt að fá heimsóknir í úrræðið. Þeim tilmælum er beint til neyðarvistunar Stuðla að fram fari einstaklingsbundið mat á nauðsyn takmarkana á samskiptum barnanna sem þar vistast við t.d. aðstandendur,“ segir í skýrslu umboðsmanns auk þess sem umboðsmaður leggur áherslu á aukin samskipti starfsfólks við börnin, sérstaklega ef ekki eru önnur börn vistuð í úrræðinu á sama tíma. Húsnæði Stuðla var stórskemmt eftir brunann í október. Vísir/Vilhelm Afklæðast öllum fatnaði nema nærfötum Umboðsmaður veltir því einnig fram hvort vistunin geti í raun falið í sér einangrun þegar börnin eru vistuð þar ein og þeim tilmælum beint til stjórnvalda að skoða það nánar. Þá fjallar umboðsmaður um að í kjölfar brunans fari nú fram ítarlegri líkamsleit en áður og að börn hafi í einhverjum tilfellum þurft að afklæðast öllum fatnaði nema nærfötum við líkamsleit. Umboðsmaður áréttar að þótt svo að sjónarmið að baki breyttri framkvæmd geti verið málefnaleg þurfi að hafa í huga að þar sem um þvingunarráðstöfun sé að ræða skuli aðeins framkvæma líkamsleit samkvæmt því sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til. Þá segir umboðsmaður að ekki eigi að vista börn í klefum með myndvöktun nema brýna nauðsyn beri til. Annað sé brot á friðhelgi og reglum um rafræna vöktun. Hægt sé að beita vægari úrræðum eins og reglubundnu eftirliti eða viðveru starfsfólk. Þá bendir umboðsmaður á að koma fyrir merkingum um myndvöktun. Eigi að afhenda börnum skriflegt kynningarefni Í skýrslunni kemur einnig fram að börn sem umboðsmaður ræddi við sögðust fæst hafa fengið upplýsingar um úrræðið, vistunina þar eða réttindi í tengslum við hana við innkomu. Því ítrekar umboðsmaður fyrri tilmæli um að tryggja að börnum sé ávallt afhent skriflegt kynningarefni um réttindi þeirra, eftir atvikum samhliða munnlegri kynningu, á máli sem hæfir þroska þeirra og stöðu. „Það er afstaða umboðsmanns að í ljósi ástands þeirra barna sem vistast á Flatahrauni og stöðu að öðru leyti, m.a. ungs aldurs, og þess hversu íþyngjandi úrræði er um að ræða verði vart séð að án aðstoðar talsmanns eða lögmanns sé raunhæft fyrir þau að gæta réttar síns, þar með talið koma á framfæri athugasemdum, kvarta yfir vistuninni eða kæra ákvarðanir. Umboðsmaður hefur þegar, í fyrri skýrslum vegna OPCAT-eftirlitsins, beint tilmælum til sveitarfélaganna um að tryggja að barn hafi raunhæfa möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í málum er varða vistun þeirra utan heimilis,“ segir í skýrslunni. Umboðsmaður beinir því til mennta- og barnamálaráðherra að taka til skoðunar hvort réttur barna til aðstoðar talsmanna eða annarrar réttindagæslu sé nægilega tryggður í þessum málum.
Umboðsmaður Alþingis Málefni Stuðla Barnavernd Börn og uppeldi Fangelsismál Hafnarfjörður Ofbeldi barna Réttindi barna Tengdar fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Barna- og menntamálaráðherra segir algjört neyðarástand ríkja í málum meðferðarrýma ungmenna. Neyðarvistun barna sé óásættanleg og algjört neyðarúrræði þar sem ekkert annað húsnæði komi til greina. 17. febrúar 2025 22:24 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Ekkert annað húsnæði komi til greina Barna- og menntamálaráðherra segir algjört neyðarástand ríkja í málum meðferðarrýma ungmenna. Neyðarvistun barna sé óásættanleg og algjört neyðarúrræði þar sem ekkert annað húsnæði komi til greina. 17. febrúar 2025 22:24