Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2025 09:01 Robin Pedersen er í hópi fimm norskra skíðastökkvara sem hafa verið settir í tímabundið bann. ap/Matthias Schrader Saumaskandalinn sem hefur skekið skíðaheiminn heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Alls fimm norskir skíðastökkvarar hafa nú verið settir í tímabundið bann. Um helgina komst upp að Norðmenn hefðu svindlað á heimsmeistaramótinu í Þrándheimi með því að eiga við búninga skíðastökkvara sinna. Auka stífari saumur var settur í búningana til að hjálpa keppendunum að svífa lengra. Magnus Brevig, þjálfari norsku skíðastökkvarana, og búningastjórinn Adrian Livelten voru leystir frá störfum eftir að svindlið komst upp. Skíðastökkvurunum Marius Lindvik og Johann André Forgang var einnig vikið úr keppni og sá fyrrnefndi sviptur silfurverðlaununum sem hann vann á stórum palli. Lindvik og Forgang sögðust ekkert hafa vitað um svindlið og ekki verið meðvitaðir um að átt hefði verið við búninga þeirra. Þrátt fyrir það voru þeir settir í tímabundið bann á miðvikudaginn. Í gær voru svo þrír skíðastökkvarar til viðbótar settir í bann. Það voru þeir Robin Pedersen, Kristoffer Eriksen Sundal og Robert Johansson. Þeir fá ekki að keppa á mótum á vegum alþjóða skíða- og snjóbrettasambandsins (FIS), allavega tímabundið. Þeir fengu þessar vondu fréttir eftir æfingaferð fyrir mót í Holmenkollen í Osló í gær. Allir búningar sem Norðmenn notuðu á HM voru gerðir upptækir og á blaðamannafundi í gær sagði forseti FIS, Michel Vion, að grunur leiki á að norska liðið hafi gerst brotlegt við reglur sambandsins. Hann sagði að rannsókn málsins tæki nokkrar vikur og sagði líklegast að tímabilinu væri lokið hjá norsku skíðastökkvurunum sem hafa verið settir í bann. „Þetta er synd. Við þurfum ekki á þessu að halda. Skíðaheimurinn þarf þetta ekki. Við erum öll sammála um það,“ sagði Vion. Skíðaíþróttir Noregur Tengdar fréttir Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Adrian Livelten, skraddari norsku skíðastökkvarana, hefur beðist afsökunar á þætti sínum í saumaskandalnum sem skekur skíðaheiminn. 11. mars 2025 11:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Sjá meira
Um helgina komst upp að Norðmenn hefðu svindlað á heimsmeistaramótinu í Þrándheimi með því að eiga við búninga skíðastökkvara sinna. Auka stífari saumur var settur í búningana til að hjálpa keppendunum að svífa lengra. Magnus Brevig, þjálfari norsku skíðastökkvarana, og búningastjórinn Adrian Livelten voru leystir frá störfum eftir að svindlið komst upp. Skíðastökkvurunum Marius Lindvik og Johann André Forgang var einnig vikið úr keppni og sá fyrrnefndi sviptur silfurverðlaununum sem hann vann á stórum palli. Lindvik og Forgang sögðust ekkert hafa vitað um svindlið og ekki verið meðvitaðir um að átt hefði verið við búninga þeirra. Þrátt fyrir það voru þeir settir í tímabundið bann á miðvikudaginn. Í gær voru svo þrír skíðastökkvarar til viðbótar settir í bann. Það voru þeir Robin Pedersen, Kristoffer Eriksen Sundal og Robert Johansson. Þeir fá ekki að keppa á mótum á vegum alþjóða skíða- og snjóbrettasambandsins (FIS), allavega tímabundið. Þeir fengu þessar vondu fréttir eftir æfingaferð fyrir mót í Holmenkollen í Osló í gær. Allir búningar sem Norðmenn notuðu á HM voru gerðir upptækir og á blaðamannafundi í gær sagði forseti FIS, Michel Vion, að grunur leiki á að norska liðið hafi gerst brotlegt við reglur sambandsins. Hann sagði að rannsókn málsins tæki nokkrar vikur og sagði líklegast að tímabilinu væri lokið hjá norsku skíðastökkvurunum sem hafa verið settir í bann. „Þetta er synd. Við þurfum ekki á þessu að halda. Skíðaheimurinn þarf þetta ekki. Við erum öll sammála um það,“ sagði Vion.
Skíðaíþróttir Noregur Tengdar fréttir Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Adrian Livelten, skraddari norsku skíðastökkvarana, hefur beðist afsökunar á þætti sínum í saumaskandalnum sem skekur skíðaheiminn. 11. mars 2025 11:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Sjá meira
Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Adrian Livelten, skraddari norsku skíðastökkvarana, hefur beðist afsökunar á þætti sínum í saumaskandalnum sem skekur skíðaheiminn. 11. mars 2025 11:00