Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2025 09:01 Robin Pedersen er í hópi fimm norskra skíðastökkvara sem hafa verið settir í tímabundið bann. ap/Matthias Schrader Saumaskandalinn sem hefur skekið skíðaheiminn heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Alls fimm norskir skíðastökkvarar hafa nú verið settir í tímabundið bann. Um helgina komst upp að Norðmenn hefðu svindlað á heimsmeistaramótinu í Þrándheimi með því að eiga við búninga skíðastökkvara sinna. Auka stífari saumur var settur í búningana til að hjálpa keppendunum að svífa lengra. Magnus Brevig, þjálfari norsku skíðastökkvarana, og búningastjórinn Adrian Livelten voru leystir frá störfum eftir að svindlið komst upp. Skíðastökkvurunum Marius Lindvik og Johann André Forgang var einnig vikið úr keppni og sá fyrrnefndi sviptur silfurverðlaununum sem hann vann á stórum palli. Lindvik og Forgang sögðust ekkert hafa vitað um svindlið og ekki verið meðvitaðir um að átt hefði verið við búninga þeirra. Þrátt fyrir það voru þeir settir í tímabundið bann á miðvikudaginn. Í gær voru svo þrír skíðastökkvarar til viðbótar settir í bann. Það voru þeir Robin Pedersen, Kristoffer Eriksen Sundal og Robert Johansson. Þeir fá ekki að keppa á mótum á vegum alþjóða skíða- og snjóbrettasambandsins (FIS), allavega tímabundið. Þeir fengu þessar vondu fréttir eftir æfingaferð fyrir mót í Holmenkollen í Osló í gær. Allir búningar sem Norðmenn notuðu á HM voru gerðir upptækir og á blaðamannafundi í gær sagði forseti FIS, Michel Vion, að grunur leiki á að norska liðið hafi gerst brotlegt við reglur sambandsins. Hann sagði að rannsókn málsins tæki nokkrar vikur og sagði líklegast að tímabilinu væri lokið hjá norsku skíðastökkvurunum sem hafa verið settir í bann. „Þetta er synd. Við þurfum ekki á þessu að halda. Skíðaheimurinn þarf þetta ekki. Við erum öll sammála um það,“ sagði Vion. Skíðaíþróttir Noregur Tengdar fréttir Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Adrian Livelten, skraddari norsku skíðastökkvarana, hefur beðist afsökunar á þætti sínum í saumaskandalnum sem skekur skíðaheiminn. 11. mars 2025 11:00 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Um helgina komst upp að Norðmenn hefðu svindlað á heimsmeistaramótinu í Þrándheimi með því að eiga við búninga skíðastökkvara sinna. Auka stífari saumur var settur í búningana til að hjálpa keppendunum að svífa lengra. Magnus Brevig, þjálfari norsku skíðastökkvarana, og búningastjórinn Adrian Livelten voru leystir frá störfum eftir að svindlið komst upp. Skíðastökkvurunum Marius Lindvik og Johann André Forgang var einnig vikið úr keppni og sá fyrrnefndi sviptur silfurverðlaununum sem hann vann á stórum palli. Lindvik og Forgang sögðust ekkert hafa vitað um svindlið og ekki verið meðvitaðir um að átt hefði verið við búninga þeirra. Þrátt fyrir það voru þeir settir í tímabundið bann á miðvikudaginn. Í gær voru svo þrír skíðastökkvarar til viðbótar settir í bann. Það voru þeir Robin Pedersen, Kristoffer Eriksen Sundal og Robert Johansson. Þeir fá ekki að keppa á mótum á vegum alþjóða skíða- og snjóbrettasambandsins (FIS), allavega tímabundið. Þeir fengu þessar vondu fréttir eftir æfingaferð fyrir mót í Holmenkollen í Osló í gær. Allir búningar sem Norðmenn notuðu á HM voru gerðir upptækir og á blaðamannafundi í gær sagði forseti FIS, Michel Vion, að grunur leiki á að norska liðið hafi gerst brotlegt við reglur sambandsins. Hann sagði að rannsókn málsins tæki nokkrar vikur og sagði líklegast að tímabilinu væri lokið hjá norsku skíðastökkvurunum sem hafa verið settir í bann. „Þetta er synd. Við þurfum ekki á þessu að halda. Skíðaheimurinn þarf þetta ekki. Við erum öll sammála um það,“ sagði Vion.
Skíðaíþróttir Noregur Tengdar fréttir Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Adrian Livelten, skraddari norsku skíðastökkvarana, hefur beðist afsökunar á þætti sínum í saumaskandalnum sem skekur skíðaheiminn. 11. mars 2025 11:00 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Adrian Livelten, skraddari norsku skíðastökkvarana, hefur beðist afsökunar á þætti sínum í saumaskandalnum sem skekur skíðaheiminn. 11. mars 2025 11:00
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum