„Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Aron Guðmundsson skrifar 1. mars 2025 08:02 Þórir Hergeirsson er nú að feta sín fyrstu skref í nýjum veruleika eftir að hann lét af störfum sem landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins eftir afar sigursæla tíma. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Eftir afar sigursælan tíma með norska kvennalandsliðinu í handbolta gefur Þórir Hergeirsson sér nú árið til þess að sjá hvort þjálfunin kalli enn á hann. Áhuginn á hans kröftum er sem fyrr mikill. Þórir er hér á landi þessa dagana og mun þessi sigursæli þjálfari ausa úr viskubrunni sínum í fyrirlestrum í samstarfi við HSÍ og Arion Banka núna klukkan tíu í höfuðstöðvum bankans. „Ég ætla nú bara að deila því sem ég hef verið að vinna í. Sérstaklega í sambandi við afreksstefnu og starf,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild. „Hvernig það hefur verið nálgast hjá kvennalandsliðinu sem ég þekki best í Noregi. Svo kannski eitthvað bland af fagi og þessu ferðalagi. Sem stóð yfir í þrjátíu ár. Fyrst með yngri landslið, svo teymi A-landsliðs kvenna og svo sem landsliðsþjálfari frá 2009. Stikla á stóru. Maður getur ekki farið í algjör smáatriði en þó mikilvæga þætti, áherslur og atriði sem við höfum unnið mikið með. Sérstaklega í sambandi við afreksstarfið.“ Rankaði við sér horfandi á þrjá leiki samtímis Eins og kunnugt er lét Selfyssingurinn af störfum sem landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins eftir síðasta Evrópumót þar sem að liðið vann sín elleftu gullverðlaun undir hans stjórn. Þórir er að aðlagast veruleikanum utan landsliðsþjálfarastarfsins. Það gengur upp og ofan. „Ég uppgötvaði það allt í einu í byrjun janúar að ég sat fyrir framan sjónvarpið með tölvuna og Ipadinn og þrjá leiki í norsku úrvalsdeildinni í gangi í einu eins og ég væri enn í starfinu. Þá fór ég að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera. „Þú þarft ekkert að gera þetta“ en ég fylgist með. Er ekkert hættur alveg í handbolta.“ Þórir Hergeirsson var tolleraður eftir lokaleik sinn sem þjálfari norska liðsins þegar Noregur vann ellefta stórmótið undir hans stjórn.EPA/Liselotte Sabroe Hefur þetta verið eins og þú vonaðist eftir eða bjóst við? Hefur þetta að einhverju leiti verið skrítið? „Eiginlega alveg eins og maður sá fyrir sér en maður á eftir að finna svolítið meira fyrir þessu þegar að það koma landsliðsvikur eins og í næstu viku. Þegar liðið fer að spila leiki og umfjöllunin verður meiri. Ég ætla bara að sökkva mér í einhver önnur verkefni þannig að maður nái að dreifa athyglinni eitthvað annað.“ Segir hvorki af eða á Hann kemur til með að taka sér árið í að sjá hvort þjálfunin kalli enn til hans. „Ég er alveg harðákveðinn í því að vera fyrir utan topphandbolta þetta árið. Leyfa því og finna svolítið hvort þjálfunin togi enn í mann. Hvort það sé enn svo ríkt í manni að maður haldi áfram með það. Ég ætla að gefa því séns. Ég er búinn að þjálfa síðan að ég var heima á Selfossi fyrir einhverjum fjörutíu og fimm árum síðan. Ég er í þjálfarateymi með stráka á 16-17 ára aldri nálægt mér þar sem að ég bý í Bryne og Nærbø. Það heldur manni aðeins inn í þessu. Það er gaman að vinna með ungum strákum sem hafa metnað og eru ákafir í þessu og vilja læra. Ég mun ekki taka við neinu toppliði núna í einhvern tíma til þess að finna aðeins hvort það sé það sem maður vilji á endanum gera þar til maður getur ekki gert neitt annað. Ég ætla að gefa því smá tíma.“ Þórir Hergeirsson á hliðarlínunniEPA-EFE/MAX SLOVENCIK Gæti verið að þjálfarastarfið hjá norska kvennalandsliðinu hafi verið hans síðasta? „Ég ætla nú ekkert að segja af eða á varðandi það. Ég ætla bara að gefa þessu tíma. Aðeins að finna þetta, hvort þetta sé enn svo mikilvægur hluti af mér. Það getur vel verið. Ég er alls ekkert hættur að vinna. Nú ætla ég bara að vera í einhverju öðru í einhvern tíma og leyfa tímanum að leiða í ljós hvað sé rétt í þessu.“ Árangur Þóris með norska kvennalandsliðið er magnaðurVísir/Sara Áhuginn á hans kröftum er hins vegar mikill og hefur verið stöðugur í gegnum tíðina. „Ef þú spyrð ekki þá veistu aldrei hvert svarið er. Ég skil það vel og það er ekkert mál. Það hafa margir haft samband og spurt en eins og ég segi hér ætla ég að gefa þessu svolítinn tíma. Þetta hefur verið svo mikið og ákaft lengi að það er í lagi að stíga aðeins til hliðar og finna út úr þessu.“ Íslendingar erlendis Handbolti Norski handboltinn Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Þórir er hér á landi þessa dagana og mun þessi sigursæli þjálfari ausa úr viskubrunni sínum í fyrirlestrum í samstarfi við HSÍ og Arion Banka núna klukkan tíu í höfuðstöðvum bankans. „Ég ætla nú bara að deila því sem ég hef verið að vinna í. Sérstaklega í sambandi við afreksstefnu og starf,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild. „Hvernig það hefur verið nálgast hjá kvennalandsliðinu sem ég þekki best í Noregi. Svo kannski eitthvað bland af fagi og þessu ferðalagi. Sem stóð yfir í þrjátíu ár. Fyrst með yngri landslið, svo teymi A-landsliðs kvenna og svo sem landsliðsþjálfari frá 2009. Stikla á stóru. Maður getur ekki farið í algjör smáatriði en þó mikilvæga þætti, áherslur og atriði sem við höfum unnið mikið með. Sérstaklega í sambandi við afreksstarfið.“ Rankaði við sér horfandi á þrjá leiki samtímis Eins og kunnugt er lét Selfyssingurinn af störfum sem landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins eftir síðasta Evrópumót þar sem að liðið vann sín elleftu gullverðlaun undir hans stjórn. Þórir er að aðlagast veruleikanum utan landsliðsþjálfarastarfsins. Það gengur upp og ofan. „Ég uppgötvaði það allt í einu í byrjun janúar að ég sat fyrir framan sjónvarpið með tölvuna og Ipadinn og þrjá leiki í norsku úrvalsdeildinni í gangi í einu eins og ég væri enn í starfinu. Þá fór ég að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera. „Þú þarft ekkert að gera þetta“ en ég fylgist með. Er ekkert hættur alveg í handbolta.“ Þórir Hergeirsson var tolleraður eftir lokaleik sinn sem þjálfari norska liðsins þegar Noregur vann ellefta stórmótið undir hans stjórn.EPA/Liselotte Sabroe Hefur þetta verið eins og þú vonaðist eftir eða bjóst við? Hefur þetta að einhverju leiti verið skrítið? „Eiginlega alveg eins og maður sá fyrir sér en maður á eftir að finna svolítið meira fyrir þessu þegar að það koma landsliðsvikur eins og í næstu viku. Þegar liðið fer að spila leiki og umfjöllunin verður meiri. Ég ætla bara að sökkva mér í einhver önnur verkefni þannig að maður nái að dreifa athyglinni eitthvað annað.“ Segir hvorki af eða á Hann kemur til með að taka sér árið í að sjá hvort þjálfunin kalli enn til hans. „Ég er alveg harðákveðinn í því að vera fyrir utan topphandbolta þetta árið. Leyfa því og finna svolítið hvort þjálfunin togi enn í mann. Hvort það sé enn svo ríkt í manni að maður haldi áfram með það. Ég ætla að gefa því séns. Ég er búinn að þjálfa síðan að ég var heima á Selfossi fyrir einhverjum fjörutíu og fimm árum síðan. Ég er í þjálfarateymi með stráka á 16-17 ára aldri nálægt mér þar sem að ég bý í Bryne og Nærbø. Það heldur manni aðeins inn í þessu. Það er gaman að vinna með ungum strákum sem hafa metnað og eru ákafir í þessu og vilja læra. Ég mun ekki taka við neinu toppliði núna í einhvern tíma til þess að finna aðeins hvort það sé það sem maður vilji á endanum gera þar til maður getur ekki gert neitt annað. Ég ætla að gefa því smá tíma.“ Þórir Hergeirsson á hliðarlínunniEPA-EFE/MAX SLOVENCIK Gæti verið að þjálfarastarfið hjá norska kvennalandsliðinu hafi verið hans síðasta? „Ég ætla nú ekkert að segja af eða á varðandi það. Ég ætla bara að gefa þessu tíma. Aðeins að finna þetta, hvort þetta sé enn svo mikilvægur hluti af mér. Það getur vel verið. Ég er alls ekkert hættur að vinna. Nú ætla ég bara að vera í einhverju öðru í einhvern tíma og leyfa tímanum að leiða í ljós hvað sé rétt í þessu.“ Árangur Þóris með norska kvennalandsliðið er magnaðurVísir/Sara Áhuginn á hans kröftum er hins vegar mikill og hefur verið stöðugur í gegnum tíðina. „Ef þú spyrð ekki þá veistu aldrei hvert svarið er. Ég skil það vel og það er ekkert mál. Það hafa margir haft samband og spurt en eins og ég segi hér ætla ég að gefa þessu svolítinn tíma. Þetta hefur verið svo mikið og ákaft lengi að það er í lagi að stíga aðeins til hliðar og finna út úr þessu.“
Íslendingar erlendis Handbolti Norski handboltinn Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira