Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 25. febrúar 2025 09:46 Það er með öllu óásættanlegt að fráfarandi formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hafi þegið hátt í tíu milljónir króna í biðlaun eftir að hann lét af embætti á sama tíma og hann hefur fengið greidd laun frá Alþingi. Þessi greiðsla kemur beint úr sjóðum VR, sem eru fjármagnaðir af félagsgjöldum félagsfólks sem treystir á félagið til að verja þeirra réttindi. En hin stóra spurning er: Hvar var stjórn VR þegar þessi ákvörðun var tekin? Af hverju var hún ekki gagnrýnd eða stöðvuð fyrr? Samkvæmt fréttum var málið fyrst rætt á stjórnarfundi eftir að greiðslan hafði þegar verið innt af hendi. Það þýðir að núverandi forysta félagsins, þar með talið starfandi formaður VR, annaðhvort samþykkti þessa ráðstöfun eða gerði ekkert til að koma í veg fyrir hana. Félagsfólk eiga heimtingu á að vita hvernig svona ákvarðanir eru teknar og hvers vegna enginn greip inn í fyrr. Það sem gerir þetta enn alvarlegra er að VR hefur sjálft gefið atvinnurekendum ráðleggingar um að stöðva biðlaunagreiðslur til starfsmanna sem hefja störf á nýjum stað. Kjaramálasvið VR ráðleggur atvinnurekendum að stöðva greiðslur þegar starfsmaður hefur tekið nýtt starf, jafnvel þó að hann sé enn á uppsagnarfresti hjá fyrri atvinnurekanda. Hvernig getur sama stéttarfélag litið svo á að reglur sem það ráðleggur atvinnurekendum að fylgja eigi ekki við um eigin stjórnendur? Þegar félagsfólk greiðir í VR eiga þeir rétt á að peningarnir þeirra séu notaðir af ábyrgð og gegnsæi. Þegar formaður ákveður sjálfur að yfirgefa embætti til að taka annað starf, þá á hann ekki að fá háar biðlaunagreiðslur ofan á ný laun frá Alþingi. Þetta er siðferðislega rangt og sendir hættuleg skilaboð um að stjórnendur VR geti gengið að sjóðum félagsfólks sem sjálfsögðum hlut. Það þarf að draga lærdóm af þessu máli og tryggja að svona komi aldrei aftur upp. Ef ég hlýt kjör sem formaður VR mun ég beita mér fyrir auknu gegnsæi og ábyrgari fjármálastjórnun þar sem félagsfólk fær skýrari upplýsingar um það hvernig fé þeirra er nýtt. Félagsfólk á skilið stéttarfélag sem vinnur fyrir þá ekki stjórnendur sem veita sjálfum sér ofurlaun á leiðinni út. Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er með öllu óásættanlegt að fráfarandi formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hafi þegið hátt í tíu milljónir króna í biðlaun eftir að hann lét af embætti á sama tíma og hann hefur fengið greidd laun frá Alþingi. Þessi greiðsla kemur beint úr sjóðum VR, sem eru fjármagnaðir af félagsgjöldum félagsfólks sem treystir á félagið til að verja þeirra réttindi. En hin stóra spurning er: Hvar var stjórn VR þegar þessi ákvörðun var tekin? Af hverju var hún ekki gagnrýnd eða stöðvuð fyrr? Samkvæmt fréttum var málið fyrst rætt á stjórnarfundi eftir að greiðslan hafði þegar verið innt af hendi. Það þýðir að núverandi forysta félagsins, þar með talið starfandi formaður VR, annaðhvort samþykkti þessa ráðstöfun eða gerði ekkert til að koma í veg fyrir hana. Félagsfólk eiga heimtingu á að vita hvernig svona ákvarðanir eru teknar og hvers vegna enginn greip inn í fyrr. Það sem gerir þetta enn alvarlegra er að VR hefur sjálft gefið atvinnurekendum ráðleggingar um að stöðva biðlaunagreiðslur til starfsmanna sem hefja störf á nýjum stað. Kjaramálasvið VR ráðleggur atvinnurekendum að stöðva greiðslur þegar starfsmaður hefur tekið nýtt starf, jafnvel þó að hann sé enn á uppsagnarfresti hjá fyrri atvinnurekanda. Hvernig getur sama stéttarfélag litið svo á að reglur sem það ráðleggur atvinnurekendum að fylgja eigi ekki við um eigin stjórnendur? Þegar félagsfólk greiðir í VR eiga þeir rétt á að peningarnir þeirra séu notaðir af ábyrgð og gegnsæi. Þegar formaður ákveður sjálfur að yfirgefa embætti til að taka annað starf, þá á hann ekki að fá háar biðlaunagreiðslur ofan á ný laun frá Alþingi. Þetta er siðferðislega rangt og sendir hættuleg skilaboð um að stjórnendur VR geti gengið að sjóðum félagsfólks sem sjálfsögðum hlut. Það þarf að draga lærdóm af þessu máli og tryggja að svona komi aldrei aftur upp. Ef ég hlýt kjör sem formaður VR mun ég beita mér fyrir auknu gegnsæi og ábyrgari fjármálastjórnun þar sem félagsfólk fær skýrari upplýsingar um það hvernig fé þeirra er nýtt. Félagsfólk á skilið stéttarfélag sem vinnur fyrir þá ekki stjórnendur sem veita sjálfum sér ofurlaun á leiðinni út. Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar