Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. febrúar 2025 06:23 Flosi sagði ekkert launungamál að menn hefðu skipað sér í fylkingar innan verkalýðshreyfingarinnar. Vísir/Bjarni „Það hefur borið við, og það kemur engum á óvart, undanfarin ár í verkalýðshreyfingunni allri, og við þekkjum það mætavel við Halla eftir að hafa starfað í sama húsinu um tíma, hjá verkalýðshreyfingunni, að það hafa verið fylkingar innan hennar.“ Þetta sagði Flosi Eiríksson, ráðgjafi hjá Aton og einn frambjóðenda til formanns VR, í Pallborðinu á þriðjudag, þar sem formannsefnin kynntu og tókust á um áherslur sínar. Umræðan snérist um flokkadrætti innan VR og voru frambjóðendurnir meðal annars spurðir að því hvort frambjóðendur til stjórnar væru að fylgja sér á bakvið þá; hvort fylkingar væru að takast á. Þá var vísað til ummæla sem Flosi lét falla í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, þar sem hann sagðist ekki vera „fulltrúi neinna fylkinga“. Bjarni sagði skoðanaskipti á fundum yfirleitt snúast um málefnin en stundum hefðu menn skipst í hópa eftir afstöðu til persóna og leikenda.Vísir/Bjarni En hvernig líta þessar fylkingar þá út, fyrir þá sem ekki vita? „Ja, menn hafa nú skipst dálítið með og á móti því hvað mönnum finnst Efling vera að gera,“ svaraði Flosi. „Menn hafa svolítið verið með og á móti því sem Starfsgreinasambandið er að gera. Iðnaðarmennirnir hafa komið og farið úr kjarasamningum og svo framvegis og svo framvegis. Við þurfum ekkert að fela það; það hafa verið miklar fylkingar innan verkalýðshreyfingarinnar. Kannski verður það alltaf svoleiðis. Kannski á það að vera svoleiðis. Svo er mér sagt núna að það séu að myndast núna í þessari ágætu stjórn VR meiri- og minnihluti fastur. Það séu ekki lengur fulltrúarnir sem komi svona og vinni saman að hagsmunamálum og auðvitað hafa mismunandi skoðanir, heldur að við séum að lenda í einhverju svoleiðis gamaldags fyrirkomulagi.“ Ákveðnir stjórnarmenn hafi haft horn í síðu Ragnars Flosi sagðist hafa hringt í flesta stjórnarmenn VR og átt innihaldsrík samtöl við þá. Í framhaldinu hefði hann dregið þessa ályktun og honum þætti ótrúlegt ef Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, og Bjarni Þór Sigurðsson, sem situr í stjórn VR, ætluðu að mótmæla því að það væru meiri- og minnihluti í stjórninni. Bjarni greip orðið og sagði það vissulega rétt að það hefði verið „fastara“ undanfarið að menn skiptust með og á móti. Umræðan hefst á 15. mínútu. En eftir hvaða línum eru menn að skipa sér í fylkingar? var hann þá spurður. „Oftast eru þetta reyndar málefnin en þetta eru líka persónur,“ svaraði Bjarni. „Það eru ákveðnir aðilar í stjórninni sem höfðu bara horn í síðu Ragnars [Þórs Ingólfssonar fyrrverandi formanns] og vildu allt til þess gera að hann væri ekki... Ja, fannst hann taka létt á uppsögnum í Eflingu, sem dæmi. Þannig að það eru svona ákveðnar væringar. En lang oftast er fólk bara að ræða saman um málefni sem skipta VR fólk máli... en svo koma svona einstaka mál upp þar sem menn greinilega skiptast í fylkingar.“ Bjarni sagðist taka undir það með Flosa að sundrungin hverfðist svolítið um Eflingu; þeir sem hefðu verið á ASÍ þingum síðustu ár sæju þetta svolítið. Hann teldi deilurnar standa svolítið um persónur og leikendur. Ástandið batnað mikið frá því eftir hrun Halla sagðist játa það fúslega að tilheyra fylkingu; hún væri í fylkingu sem vildi að VR ynni fyrir VR félaga. „Það hafa verið átakamál innan stjórnar, það hafa verið það, en ég verð að segja að frá því að ég tók við stjórnartaumunum þar, í október þegar Ragnar Þór fór í þingframboð, þá hef ég ekki orðið vör við annað en að við séum að taka ákvarðanir í bara frekar mikilli sátt. Að við séum að landa niðurstöðum í vel flestum málum og okkur gangi bara ágætlega að tala saman.“ Fjórir eru í framboði til formanns VR og sautján vilja sæti í stjórn.Vísir/Bjarni Halla sagðist hafa lagt áherslu að leiða saman ólík sjónarmið og ná fram niðurstöðu sem allir gætu fellt sig við, frekar en að viðhafa meirihlutaræði gegn minnihluta. Hins vegar sagðist hún telja erfitt að ætla að vera í forystu verkalýðshreyfingarinnar og láta verkin tala án þess að vera umdeildur. Þorsteinn Skúli Sveinsson, sérfræðingur á mannauðs- og stefnusviði Byko, sagði að auðvitað væri það þannig í stórum hóp að menn hefðu skiptar skoðanir. Þá væri eðlilegt að formaðurinn væri umdeildur en jafnframt mikilvægt að hann gæti svarað fyrir verk sín. Vinnufriður innan stjórnarinnar væri hins vegar afar mikilvægur. „VR hefur breyst alveg helling frá því eftir bankahrun, þegar mestu lætin voru. Þetta var alveg skelfilegt, ég var starfsmaður þarna hjá VR þegar þetta var, allir uppi á móti öllum einhvern veginn. En þetta hefur breyst sem betur fer. Og bara eðlilegt innan stjórnar að menn takist á, það er bara hluti af þessu.“ Pallborðið Formannskjör í VR 2025 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Þetta sagði Flosi Eiríksson, ráðgjafi hjá Aton og einn frambjóðenda til formanns VR, í Pallborðinu á þriðjudag, þar sem formannsefnin kynntu og tókust á um áherslur sínar. Umræðan snérist um flokkadrætti innan VR og voru frambjóðendurnir meðal annars spurðir að því hvort frambjóðendur til stjórnar væru að fylgja sér á bakvið þá; hvort fylkingar væru að takast á. Þá var vísað til ummæla sem Flosi lét falla í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, þar sem hann sagðist ekki vera „fulltrúi neinna fylkinga“. Bjarni sagði skoðanaskipti á fundum yfirleitt snúast um málefnin en stundum hefðu menn skipst í hópa eftir afstöðu til persóna og leikenda.Vísir/Bjarni En hvernig líta þessar fylkingar þá út, fyrir þá sem ekki vita? „Ja, menn hafa nú skipst dálítið með og á móti því hvað mönnum finnst Efling vera að gera,“ svaraði Flosi. „Menn hafa svolítið verið með og á móti því sem Starfsgreinasambandið er að gera. Iðnaðarmennirnir hafa komið og farið úr kjarasamningum og svo framvegis og svo framvegis. Við þurfum ekkert að fela það; það hafa verið miklar fylkingar innan verkalýðshreyfingarinnar. Kannski verður það alltaf svoleiðis. Kannski á það að vera svoleiðis. Svo er mér sagt núna að það séu að myndast núna í þessari ágætu stjórn VR meiri- og minnihluti fastur. Það séu ekki lengur fulltrúarnir sem komi svona og vinni saman að hagsmunamálum og auðvitað hafa mismunandi skoðanir, heldur að við séum að lenda í einhverju svoleiðis gamaldags fyrirkomulagi.“ Ákveðnir stjórnarmenn hafi haft horn í síðu Ragnars Flosi sagðist hafa hringt í flesta stjórnarmenn VR og átt innihaldsrík samtöl við þá. Í framhaldinu hefði hann dregið þessa ályktun og honum þætti ótrúlegt ef Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, og Bjarni Þór Sigurðsson, sem situr í stjórn VR, ætluðu að mótmæla því að það væru meiri- og minnihluti í stjórninni. Bjarni greip orðið og sagði það vissulega rétt að það hefði verið „fastara“ undanfarið að menn skiptust með og á móti. Umræðan hefst á 15. mínútu. En eftir hvaða línum eru menn að skipa sér í fylkingar? var hann þá spurður. „Oftast eru þetta reyndar málefnin en þetta eru líka persónur,“ svaraði Bjarni. „Það eru ákveðnir aðilar í stjórninni sem höfðu bara horn í síðu Ragnars [Þórs Ingólfssonar fyrrverandi formanns] og vildu allt til þess gera að hann væri ekki... Ja, fannst hann taka létt á uppsögnum í Eflingu, sem dæmi. Þannig að það eru svona ákveðnar væringar. En lang oftast er fólk bara að ræða saman um málefni sem skipta VR fólk máli... en svo koma svona einstaka mál upp þar sem menn greinilega skiptast í fylkingar.“ Bjarni sagðist taka undir það með Flosa að sundrungin hverfðist svolítið um Eflingu; þeir sem hefðu verið á ASÍ þingum síðustu ár sæju þetta svolítið. Hann teldi deilurnar standa svolítið um persónur og leikendur. Ástandið batnað mikið frá því eftir hrun Halla sagðist játa það fúslega að tilheyra fylkingu; hún væri í fylkingu sem vildi að VR ynni fyrir VR félaga. „Það hafa verið átakamál innan stjórnar, það hafa verið það, en ég verð að segja að frá því að ég tók við stjórnartaumunum þar, í október þegar Ragnar Þór fór í þingframboð, þá hef ég ekki orðið vör við annað en að við séum að taka ákvarðanir í bara frekar mikilli sátt. Að við séum að landa niðurstöðum í vel flestum málum og okkur gangi bara ágætlega að tala saman.“ Fjórir eru í framboði til formanns VR og sautján vilja sæti í stjórn.Vísir/Bjarni Halla sagðist hafa lagt áherslu að leiða saman ólík sjónarmið og ná fram niðurstöðu sem allir gætu fellt sig við, frekar en að viðhafa meirihlutaræði gegn minnihluta. Hins vegar sagðist hún telja erfitt að ætla að vera í forystu verkalýðshreyfingarinnar og láta verkin tala án þess að vera umdeildur. Þorsteinn Skúli Sveinsson, sérfræðingur á mannauðs- og stefnusviði Byko, sagði að auðvitað væri það þannig í stórum hóp að menn hefðu skiptar skoðanir. Þá væri eðlilegt að formaðurinn væri umdeildur en jafnframt mikilvægt að hann gæti svarað fyrir verk sín. Vinnufriður innan stjórnarinnar væri hins vegar afar mikilvægur. „VR hefur breyst alveg helling frá því eftir bankahrun, þegar mestu lætin voru. Þetta var alveg skelfilegt, ég var starfsmaður þarna hjá VR þegar þetta var, allir uppi á móti öllum einhvern veginn. En þetta hefur breyst sem betur fer. Og bara eðlilegt innan stjórnar að menn takist á, það er bara hluti af þessu.“
Pallborðið Formannskjör í VR 2025 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira