„Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 6. febrúar 2025 21:51 Dwayne Lautier-Ogunleye var mættur á ný á gólfið í Njarðvík í kvöld. Vísir/Diego Njarðvík tók á móti KR í IceMar höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Njarðvík hafði tapað tvisvar gegn KR á tímabilinu og mættu grimmir til leiks í kvöld. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu og þeir höfðu betur með 24 stigum 103-79. „Þetta var gott, það er aldrei skemmtilegt að vera frá vegna meiðsla og þurfa að horfa á. Ég fékk mikinn stuðning frá liðinu og núna að vera mættur aftur á gólfið með þeim er frábær tilfinning og að geta hjálpað liðinu eftir hvernig fór síðast gegn KR í bikarnum, “ sagði Dwayne Lautier-Ogunleye leikmaður Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Dwayne hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og var að koma til baka og spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga síðan í lok nóvember. „Ég er himinlifandi. Það var ömurlegt að vera frá svona lengi en ég er að koma aftur núna fyrir skemmtilegasta hlutan. Það eru nokkrir leikir eftir fram að úrslitakeppni svo við verðum að styrkja stöðu okkar í deildinni með hverjum leiknum og verða betri þannig að við verðum að toppa þegar við förum inn í úrslitakeppnina og getum sýnt hversu hættulegir við erum. Þetta var í fyrsta sinn sem við erum fullmannaðir,“ sagði Dwayne. Dwayne Lautier-Ogunleye var stigahæstur í kvöld með 24 stig og spilaði að auki tæpar 28 mínútur sem er ótrúlegt miðað við mann sem er að koma til baka eftir meiðsli. „Það er enn smá ryð í mér. Ég á ennþá eitthvað í land, það eru enn hlutir sem ég veit ég get gert betur. Þetta snýst bara um að hjálpa liðinu hvernig sem ég get og hjálpað þeim að vinna eins og við gerðum í kvöld sem skiptir höfuð máli,“ sagði Dwayne.Njarðvíkingar eru í flottri stöðu í þriðja sæti deildarinnar þegar lítið er eftir af deildarkeppninni. Aðspurður um mikilvægi þess að ná að halda í allavega þriðja sætið og ná heimavallar réttinum sagði Dwayne að það væri klárt markmið. „Það er markmiðið. Markmiðið okkar fyrir tímabilið var að enda í topp fjórum og ná heimavallar réttinum í fyrstu umferð allavega. Við erum á réttri leið með það en það er enn nóg eftir og við vitum hversu stutt er í þéttan pakka fyrir neðan okkur. Sigurinn í kvöld var frábær því KR var rétt fyrir neðan okkur og við náðum aðeins að skilja okkur frá en það eru fimm leikir eftir og allir geta unnið alla í þessari deild svo við megum ekki taka neinu sem sjálfsögðum hlut,“ Njarðvíkingar hafa litið vel út í vetur og margir spekingar jafnvel gengið það langt að segja þá eiga raunhæfa möguleika um að keppast um þann stóra í vor. „Markmið allra er að vinna meistaratitilinn, enginn okkar kom með önnur markmið en við skiljum að við þurfum að taka þetta einn dag í einu. Um leið og við komumst í úrslitakeppnina þá erum við með frábært íþróttahús og allir stuðningsmennirnir munu mæta með læti og þetta verður erfiðasti heimavöllur í deildinni. Við tökum þessu ekki sem sjálfsögðum hlut og það á enn margt eftir að gerast. Passið ykkur bara á okkur þegar úrslitakeppnin byrjar,“ Sagði Dwayne Lautier-Ogunleye. Bónus-deild karla UMF Njarðvík KR Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
„Þetta var gott, það er aldrei skemmtilegt að vera frá vegna meiðsla og þurfa að horfa á. Ég fékk mikinn stuðning frá liðinu og núna að vera mættur aftur á gólfið með þeim er frábær tilfinning og að geta hjálpað liðinu eftir hvernig fór síðast gegn KR í bikarnum, “ sagði Dwayne Lautier-Ogunleye leikmaður Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Dwayne hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og var að koma til baka og spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga síðan í lok nóvember. „Ég er himinlifandi. Það var ömurlegt að vera frá svona lengi en ég er að koma aftur núna fyrir skemmtilegasta hlutan. Það eru nokkrir leikir eftir fram að úrslitakeppni svo við verðum að styrkja stöðu okkar í deildinni með hverjum leiknum og verða betri þannig að við verðum að toppa þegar við förum inn í úrslitakeppnina og getum sýnt hversu hættulegir við erum. Þetta var í fyrsta sinn sem við erum fullmannaðir,“ sagði Dwayne. Dwayne Lautier-Ogunleye var stigahæstur í kvöld með 24 stig og spilaði að auki tæpar 28 mínútur sem er ótrúlegt miðað við mann sem er að koma til baka eftir meiðsli. „Það er enn smá ryð í mér. Ég á ennþá eitthvað í land, það eru enn hlutir sem ég veit ég get gert betur. Þetta snýst bara um að hjálpa liðinu hvernig sem ég get og hjálpað þeim að vinna eins og við gerðum í kvöld sem skiptir höfuð máli,“ sagði Dwayne.Njarðvíkingar eru í flottri stöðu í þriðja sæti deildarinnar þegar lítið er eftir af deildarkeppninni. Aðspurður um mikilvægi þess að ná að halda í allavega þriðja sætið og ná heimavallar réttinum sagði Dwayne að það væri klárt markmið. „Það er markmiðið. Markmiðið okkar fyrir tímabilið var að enda í topp fjórum og ná heimavallar réttinum í fyrstu umferð allavega. Við erum á réttri leið með það en það er enn nóg eftir og við vitum hversu stutt er í þéttan pakka fyrir neðan okkur. Sigurinn í kvöld var frábær því KR var rétt fyrir neðan okkur og við náðum aðeins að skilja okkur frá en það eru fimm leikir eftir og allir geta unnið alla í þessari deild svo við megum ekki taka neinu sem sjálfsögðum hlut,“ Njarðvíkingar hafa litið vel út í vetur og margir spekingar jafnvel gengið það langt að segja þá eiga raunhæfa möguleika um að keppast um þann stóra í vor. „Markmið allra er að vinna meistaratitilinn, enginn okkar kom með önnur markmið en við skiljum að við þurfum að taka þetta einn dag í einu. Um leið og við komumst í úrslitakeppnina þá erum við með frábært íþróttahús og allir stuðningsmennirnir munu mæta með læti og þetta verður erfiðasti heimavöllur í deildinni. Við tökum þessu ekki sem sjálfsögðum hlut og það á enn margt eftir að gerast. Passið ykkur bara á okkur þegar úrslitakeppnin byrjar,“ Sagði Dwayne Lautier-Ogunleye.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík KR Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins