Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2025 22:30 Monfils með verðlaunin sem hann hlaut fyrir sigurinn í Auckland, meðal annars forláta spjót. Vísir/Getty Bestu tennisspilarar heims eru á fullu í undirbúningi fyrir Opna ástralska meistaramótið sem hefst í dag en mótið er eitt af fjórum risamótum ársins. Frakkinn Gael Monfils mætir heitur til leiks eftir sigur á móti í Auckland í dag. Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst í Melbourne í dag en mótið er eitt af fjórum risamótum ársins. Bestu leikmennirnir hafa verið á fullu í undirbúningi fyrir mótið en Jannik Sinner er langefstur á heimslista karla fyrir mótið en Aryna Sabalenka er efst kvennamegin. Frakkinn Gael Monfils er líklega ekki sá sem flestir búast við miklum afrekum af en hann er í 52. sæti heimslistans. Monfils skráði sig engu að síður í sögubækurnar í dag. Hann bar þá sigur úr býtum á móti á ATP-mótaröðinni í Auckland í Nýja-Sjálandi. Hinn 38 ára gamli Monfils varð með sigrinum elsti leikmaður sögunnar til að vinna sigur á móti á mótaröðinni en hann sló met goðsagnarinnar Roger Federer. Federer var tveimur mánuðum yngri en Monfils er núna þegar hann vann sitt síðasta mót árið 2019. Monfils hefur þrettán sinnum unnið sigur á ATP-mótaröðinni en hann vann sinn fyrsta sigur fyrir tuttugu árum. Hann hefur þó aldrei unnið sigur á risamóti en komist í undanúrslit bæði á Opna franska og Opna bandaríska meistaramótinu. „Það er mjög sérstakt að ná þessum þrettánda titli. Ég vinn ekki það oft. Ég er búinn að spila í meira en tuttugu ár og aðeins unnið þrettán sinnum.“ „Maður er alltaf ánægður að ná meti en mig langar að gera meira. Mig langar að spila lengur og hví ekki að vinna annan titil einhvern tíman seinna,“ sagði Monfils eftir sigurinn í dag. Tennis Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira
Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst í Melbourne í dag en mótið er eitt af fjórum risamótum ársins. Bestu leikmennirnir hafa verið á fullu í undirbúningi fyrir mótið en Jannik Sinner er langefstur á heimslista karla fyrir mótið en Aryna Sabalenka er efst kvennamegin. Frakkinn Gael Monfils er líklega ekki sá sem flestir búast við miklum afrekum af en hann er í 52. sæti heimslistans. Monfils skráði sig engu að síður í sögubækurnar í dag. Hann bar þá sigur úr býtum á móti á ATP-mótaröðinni í Auckland í Nýja-Sjálandi. Hinn 38 ára gamli Monfils varð með sigrinum elsti leikmaður sögunnar til að vinna sigur á móti á mótaröðinni en hann sló met goðsagnarinnar Roger Federer. Federer var tveimur mánuðum yngri en Monfils er núna þegar hann vann sitt síðasta mót árið 2019. Monfils hefur þrettán sinnum unnið sigur á ATP-mótaröðinni en hann vann sinn fyrsta sigur fyrir tuttugu árum. Hann hefur þó aldrei unnið sigur á risamóti en komist í undanúrslit bæði á Opna franska og Opna bandaríska meistaramótinu. „Það er mjög sérstakt að ná þessum þrettánda titli. Ég vinn ekki það oft. Ég er búinn að spila í meira en tuttugu ár og aðeins unnið þrettán sinnum.“ „Maður er alltaf ánægður að ná meti en mig langar að gera meira. Mig langar að spila lengur og hví ekki að vinna annan titil einhvern tíman seinna,“ sagði Monfils eftir sigurinn í dag.
Tennis Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni