Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. janúar 2025 18:12 Dómurinn var kveðinn upp í gær. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. Dómurinn var kveðinn upp í gær en þar kemur fram að Sigurjón hafi ítrekað nauðgað konunni á árunum 2016 til 2020 og látið aðra menn hafa kynferðismök við hana. Hann braut einnig á syni hennar sem þá var á táningsaldri og kærustu hans. Fram kemur að Sigurjón hafi notfært sér það að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og beitt hana ólögmætri nauðung. Þá hafi hann misnotaði freklega þá aðstöðu sína að konan var honum háð í atvinnu sinni en hann hafi verið verslunarstjóri í versluninni þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Leiðbeindi fötluðum syninum um hvernig stunda ætti kynlíf Líkt og greint var frá þegar Sigurjón var ákærður kom hann að jafnaði nokkrum sinnum í mánuði á fyrrgreindu tímabili á heimili konunnar og hafði við hana samræði. Hann lét hana líka hafa samræði við aðra menn sem menn átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum. Á 2016 til 2020 áreitti hann son konunnar, þá á unglingsaldri, kynferðislega með því að hafa ítrekað spurt hann um kynlíf hans og gefið honum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að stunda kynlíf. Hann hafi notfært sér að sonurinn gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Einnig beindust brotin að unnustu sonarins en 28. desember 2020, fór Sigurjón inn í herbergi sonarins þar sem þau unnustan voru að stunda kynlíf í rúmi sonarins á bak við luktar dyr og farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúminu og fært hendi sína mjög nálægt kynfærum hennar og gefið syninum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að veita konunni munnmök. Hann hafi vitað að hún væri „einföld“ Sigurjón neitaði sök og bar fyrir sig að konan hafi verið bæði sjálfráða og fjárráða og að hömlun hennar hafi hvorki verið áberandi né heldur á því stigi að hún hafi ekki verið bær um að taka ákvarðanir um eigin mál, þar á meðal um eigið kynfrelsi. Fyrir dómi sagðist hann hafa vitað að hún væri „einföld“ en að hann hafi þó á engan hátt nýtt sér það í kynferðislegum tilgangi. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi og vegna alvarleika brotanna er refsingin óskilorðsbundin. Einnig var hann dæmdur til að greiða konunni fimm milljónir, syni hennar 1,2 milljónir og kærustu sonarins hálfa milljón króna í miskabætur. Þar að auki er honum gert að greiða tæplega 8,5 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Akranes Kynferðisofbeldi Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í gær en þar kemur fram að Sigurjón hafi ítrekað nauðgað konunni á árunum 2016 til 2020 og látið aðra menn hafa kynferðismök við hana. Hann braut einnig á syni hennar sem þá var á táningsaldri og kærustu hans. Fram kemur að Sigurjón hafi notfært sér það að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og beitt hana ólögmætri nauðung. Þá hafi hann misnotaði freklega þá aðstöðu sína að konan var honum háð í atvinnu sinni en hann hafi verið verslunarstjóri í versluninni þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Leiðbeindi fötluðum syninum um hvernig stunda ætti kynlíf Líkt og greint var frá þegar Sigurjón var ákærður kom hann að jafnaði nokkrum sinnum í mánuði á fyrrgreindu tímabili á heimili konunnar og hafði við hana samræði. Hann lét hana líka hafa samræði við aðra menn sem menn átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum. Á 2016 til 2020 áreitti hann son konunnar, þá á unglingsaldri, kynferðislega með því að hafa ítrekað spurt hann um kynlíf hans og gefið honum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að stunda kynlíf. Hann hafi notfært sér að sonurinn gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Einnig beindust brotin að unnustu sonarins en 28. desember 2020, fór Sigurjón inn í herbergi sonarins þar sem þau unnustan voru að stunda kynlíf í rúmi sonarins á bak við luktar dyr og farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúminu og fært hendi sína mjög nálægt kynfærum hennar og gefið syninum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að veita konunni munnmök. Hann hafi vitað að hún væri „einföld“ Sigurjón neitaði sök og bar fyrir sig að konan hafi verið bæði sjálfráða og fjárráða og að hömlun hennar hafi hvorki verið áberandi né heldur á því stigi að hún hafi ekki verið bær um að taka ákvarðanir um eigin mál, þar á meðal um eigið kynfrelsi. Fyrir dómi sagðist hann hafa vitað að hún væri „einföld“ en að hann hafi þó á engan hátt nýtt sér það í kynferðislegum tilgangi. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi og vegna alvarleika brotanna er refsingin óskilorðsbundin. Einnig var hann dæmdur til að greiða konunni fimm milljónir, syni hennar 1,2 milljónir og kærustu sonarins hálfa milljón króna í miskabætur. Þar að auki er honum gert að greiða tæplega 8,5 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Akranes Kynferðisofbeldi Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira