Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2025 08:47 Þegar mest lét voru um 800 fangar í Guantánamo. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Getty Fimmtán fangar dúsa nú í Guantánamo-herfangelsinu á Kúbu og hafa aldrei verið færri eftir að ellefu fangar voru fluttir til Óman. Mennirnir voru teknir höndum eftir hryðjuverkaárásirnar á New York árið 2001 en hafa aldrei verið ákærðir fyrir nokkra glæpi. Fangaflutningurinn fór fram snemma í gærmorgun en fangarnir eru allir frá Jemen, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þeir voru fluttir til Óman þar sem ástandið í Jemen þykir of óstöðugt vegna áralangs borgarastríðs sem þar geisar. Bandarísk stjórnvöld þökkuðu stjórnvöldum í Óman fyrir að taka þátt í því verkefni að fækka föngum í Guantánamo á „ábyrgan“ hátt. Til stendur að loka fangelsinu á endanum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt framferði Bandaríkjastjórnar í Guantánamo. Þangað sendi hún erlenda vígamenn sem voru teknir höndum í kjölfar hryðjuverkanna 11. september árið 2001. Þar var þeim haldið árum og áratugum saman án ákæru. Þegar mest lét voru um 800 fangar í fangelsinu sem er hluti af sjóherstöð Bandaríkjanna á suðaustanverðri Kúbu. Barack Obama, þáverandi forseti, vildi loka fangelsinu sem hann taldi stríða gegn grunngildum Bandaríkjanna en mætti andstöðu Bandaríkjaþings. Donald Trump stöðvaði aðgerðir til þess að fækka föngum í Guantánamo í fyrri forsetatíð sinni. Hann sagðist telja það veikja ímynd Bandaríkjanna að loka fangelsinu eða sleppa föngunum. Joe Biden, fráfarandi forseti, tók aftur upp þráðinn og hefur grynnkað á fjöldanum sem er vistaður í fangelsinu. Bandaríkin Kúba Óman Mannréttindi Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Fangaflutningurinn fór fram snemma í gærmorgun en fangarnir eru allir frá Jemen, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þeir voru fluttir til Óman þar sem ástandið í Jemen þykir of óstöðugt vegna áralangs borgarastríðs sem þar geisar. Bandarísk stjórnvöld þökkuðu stjórnvöldum í Óman fyrir að taka þátt í því verkefni að fækka föngum í Guantánamo á „ábyrgan“ hátt. Til stendur að loka fangelsinu á endanum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt framferði Bandaríkjastjórnar í Guantánamo. Þangað sendi hún erlenda vígamenn sem voru teknir höndum í kjölfar hryðjuverkanna 11. september árið 2001. Þar var þeim haldið árum og áratugum saman án ákæru. Þegar mest lét voru um 800 fangar í fangelsinu sem er hluti af sjóherstöð Bandaríkjanna á suðaustanverðri Kúbu. Barack Obama, þáverandi forseti, vildi loka fangelsinu sem hann taldi stríða gegn grunngildum Bandaríkjanna en mætti andstöðu Bandaríkjaþings. Donald Trump stöðvaði aðgerðir til þess að fækka föngum í Guantánamo í fyrri forsetatíð sinni. Hann sagðist telja það veikja ímynd Bandaríkjanna að loka fangelsinu eða sleppa föngunum. Joe Biden, fráfarandi forseti, tók aftur upp þráðinn og hefur grynnkað á fjöldanum sem er vistaður í fangelsinu.
Bandaríkin Kúba Óman Mannréttindi Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira