Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2025 11:27 Friðrik Ingi Rúnarsson skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2027. Facebook/@haukarbasket Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við sem þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta og mun stýra liðinu í fyrsta sinn annað kvöld, í leik við Hött á Egilsstöðum í Bónus-deildinni. Haukar greindu frá þessu í dag og segja Friðik Inga þegar hafa hafið störf, og í óða önn við að undirbúa liðið fyrir leikinn við Hött. Friðrik Ingi, sem á að baki langan og farsælan þjálfaraferil, var síðast þjálfari kvennaliðs Keflavíkur en stýrði liðinu aðeins í nokkra mánuði áður en hann sagði upp í desember. Hann tekur við Haukum af Emil Barja sem mun nú einbeita sér alfarið að þjálfun kvennaliðs Hauka. Emil stýrði karlaliðinu í skamman tíma eftir að Maté Dalmay var látinn fara í byrjun desember, en Maté hafði stýrt liðinu frá árinu 2021 og komið því aftur upp í efstu deild. Haukar höfðu hins vegar tapað fyrstu átta leikjum sínum í vetur þegar Maté hætti. Undir stjórn Emils náðu Haukar að vinna tvo fyrstu leiki sína en þeir eru með fjögur stig í neðsta sæti Bónus-deildarinnar, fjórum stigum á eftir næstu fjórum liðum. Í þeim hópi er meðal annars lið Hattar svo leikurinn á Egilsstöðum annað kvöld er afar mikilvægur, nú þegar seinni helmingur deildarkeppninnar er að hefjast. Friðrik Inga þarf vart að kynna en hann skrifaði undir samning til tveggja og hálfs árs við Hauka. Hann hefur stýrt ýmsum liðum í efstu deild karla, þar á meðal Njarðvík, Grindavík, KR, Keflavík, Þór Þorlákshöfn og ÍR, auk íslenska karlalandsliðsins. Síðast þjálfaði hann kvennalið Keflavíkur fyrir áramót, eins og fyrr segir. Haukar Körfubolti Bónus-deild karla Tengdar fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Bandaríkjamaðurinn De'Sean Parsons mun leik með Haukum í Bónusdeild karla eftir áramót. Á dögunum lét félagið þá Tyson Jolly og Steeve Ho You Fat fara frá liðinu. 30. desember 2024 16:48 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Haukar greindu frá þessu í dag og segja Friðik Inga þegar hafa hafið störf, og í óða önn við að undirbúa liðið fyrir leikinn við Hött. Friðrik Ingi, sem á að baki langan og farsælan þjálfaraferil, var síðast þjálfari kvennaliðs Keflavíkur en stýrði liðinu aðeins í nokkra mánuði áður en hann sagði upp í desember. Hann tekur við Haukum af Emil Barja sem mun nú einbeita sér alfarið að þjálfun kvennaliðs Hauka. Emil stýrði karlaliðinu í skamman tíma eftir að Maté Dalmay var látinn fara í byrjun desember, en Maté hafði stýrt liðinu frá árinu 2021 og komið því aftur upp í efstu deild. Haukar höfðu hins vegar tapað fyrstu átta leikjum sínum í vetur þegar Maté hætti. Undir stjórn Emils náðu Haukar að vinna tvo fyrstu leiki sína en þeir eru með fjögur stig í neðsta sæti Bónus-deildarinnar, fjórum stigum á eftir næstu fjórum liðum. Í þeim hópi er meðal annars lið Hattar svo leikurinn á Egilsstöðum annað kvöld er afar mikilvægur, nú þegar seinni helmingur deildarkeppninnar er að hefjast. Friðrik Inga þarf vart að kynna en hann skrifaði undir samning til tveggja og hálfs árs við Hauka. Hann hefur stýrt ýmsum liðum í efstu deild karla, þar á meðal Njarðvík, Grindavík, KR, Keflavík, Þór Þorlákshöfn og ÍR, auk íslenska karlalandsliðsins. Síðast þjálfaði hann kvennalið Keflavíkur fyrir áramót, eins og fyrr segir.
Haukar Körfubolti Bónus-deild karla Tengdar fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Bandaríkjamaðurinn De'Sean Parsons mun leik með Haukum í Bónusdeild karla eftir áramót. Á dögunum lét félagið þá Tyson Jolly og Steeve Ho You Fat fara frá liðinu. 30. desember 2024 16:48 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Bandaríkjamaðurinn De'Sean Parsons mun leik með Haukum í Bónusdeild karla eftir áramót. Á dögunum lét félagið þá Tyson Jolly og Steeve Ho You Fat fara frá liðinu. 30. desember 2024 16:48