„Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Aron Guðmundsson skrifar 3. desember 2024 08:31 Maté Dalmay er ekki lengur þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta Komið er að leiðarlokum í samstarfi Hauka og þjálfarans Maté Dalmay. Greint var frá starfslokum hans í gær. Haukar eru á botni Bónus deildarinnar og segir Maté að álit manna hafi verið að fullreynt hafi verið með samstarfið. Haukar hafa tapað öllum leikjum á yfirstandandi tímabili en ákveðið var fyrir tímabilið að keyra liðið áfram á ungum og efnilegum leikmönnum í bland við erlenda atvinnumenn. Maté hefur haldið utan um stjórnartauma hjá liðinu síðan árið 2021 og í yfirlýsingu körfuknattleiksdeildar Hauka í gær sagði að samkomulag hefði náðst um starfslok hans. Það var hins vegar ekki að frumkvæði Maté sem var ekki á því að gefast upp. „Mönnum fannst þetta bara fullreynt hjá mér,“ segir Maté í samtali við íþróttadeild. „Við erum náttúrulega 0-8. Þá þarf þjálfarinn stundum að stíga frá og maður skilur það alveg.“ „Ég er bara þannig að ég hef alltaf trú á sjálfum mér þó svo að við höfum verið að tapa. Ég hefði nú viljað undirbúa næsta leik, vinna hann og sagði það svo sem við stjórnina fyrir viku síðan að ef þeir vildu nýjan þjálfara þá þyrftu þeir að sparka mér héðan því ég gefst ekki upp sjálfur. Á sama tíma erum við með átta töp, núll sigra og þá gekk ekki vel hjá okkur í fyrra. Alveg eins og ég hef rekið einhverja tíu til tólf leikmenn á síðustu sex árum þá er þetta bara hluti af þessum heimi.“ „Náðum ekki að byggja upp trú eftir þann leik“ Ekki hafi tekist að byggja upp trú á verkefninu eins og hann hefði viljað eftir afar súrt tap gegn Álftanesi í sjöttu umferð og segist Maté svekktur að hafa ekki valið betur í sumar hvað erlenda leikmenn varðar er hann setti liðið saman. „Það komu tveir leikir sem voru 50/50, á móti Þór Þorlákshöfn og Álftanesi og mér leið svakalega illa eftir að við töpuðum fyrir Álftanesi því mér leið eins og að það hafi verið tækifærið til að stóru póstarnir í liðinu fengju trú á því að gætum unnið saman. Þjálfarinn og leikmenn. Ég held að við höfum ekki náð að byggja upp trú eftir þann leik. Kannski getur nýr þjálfari það. Ég er svekktur að hafa ekki valið betur í sumar þegar að ég setti saman liðið mitt. Ég hefði þurft að negla alveg svakalega á erlendu leikmenn liðsins. Það tókst ekki. Við hefðum þurft betri leikmenn, meiri leiðtoga í þennan unga kjarna sem er í Haukum af íslenskum leikmönnum. Ég á eftir að fara í gegnum ferlið, hvað maður lærir af þessu. Ég held að vandamálið hafi ekki verið hvers konar motion kerfi við hlupum í sókn. Samsetningin virkaði ekki. Ég setti þetta saman. Það er mér að kenna.“ Finnst þér þessir erlendu leikmenn að einhverju leiti hafa brugðist þér og félaginu? „Ég ætla ekki að mæta hingað og henda þeim fyrir rútuna. Það eru aðrir búnir að ræða það í sjónvarpsþáttum og hlaðvörpum. Ég þarf því ekkert líka að gagnrýna þá ofan á allt og alla.“ Úr rústum Covid í efstu deild En ertu klár í að hoppa strax aftur út í þjálfun? „Ég veit það ekki. Ég er núna búinn að þjálfa níu ár í röð í efstu tveimur deildunum. Tók við Haukum í 1.deild og það voru tveir leikmenn í liðinu. Emil Barja og bróðir hans. Svo einhverjir undir átján ára strákar. Þetta hefur verið ágætis uppbygging þó svo að við séum á vondum stað núna í efstu deild. Tveir leikmenn þegar að ég tók við liðinu í fyrstu deild í kjölfarið á Covid rústum víða. Við áttum gott ár í fyrstu deild, eitt gott ár í efstu deild og því miður erum við núna búnir að eiga vont eitt og hálft ár núna. Þannig hugurinn er kannski í því núna að slaka aðeins á.“ „Ég hef lært gríðarlega mikið og auðvitað er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að koma inn í stóran klúbb í íslenskum körfubolta. Ég var að keyra í fjögur ár til Hveragerðis, og er líka þakklátur fyrir það því ég á engan landsliðsferil sem leikmaður, enga vini sem að hreyfa nálina í þessum bransa þannig lagað séð. Maður er þakklátur fyrir að hafa fengið að þjálfa Hauka. Svona er þetta bara í íþróttum. Það eru miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir.“ Sjá má viðtalið við Mate í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Haukar Körfubolti Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard Sjá meira
Haukar hafa tapað öllum leikjum á yfirstandandi tímabili en ákveðið var fyrir tímabilið að keyra liðið áfram á ungum og efnilegum leikmönnum í bland við erlenda atvinnumenn. Maté hefur haldið utan um stjórnartauma hjá liðinu síðan árið 2021 og í yfirlýsingu körfuknattleiksdeildar Hauka í gær sagði að samkomulag hefði náðst um starfslok hans. Það var hins vegar ekki að frumkvæði Maté sem var ekki á því að gefast upp. „Mönnum fannst þetta bara fullreynt hjá mér,“ segir Maté í samtali við íþróttadeild. „Við erum náttúrulega 0-8. Þá þarf þjálfarinn stundum að stíga frá og maður skilur það alveg.“ „Ég er bara þannig að ég hef alltaf trú á sjálfum mér þó svo að við höfum verið að tapa. Ég hefði nú viljað undirbúa næsta leik, vinna hann og sagði það svo sem við stjórnina fyrir viku síðan að ef þeir vildu nýjan þjálfara þá þyrftu þeir að sparka mér héðan því ég gefst ekki upp sjálfur. Á sama tíma erum við með átta töp, núll sigra og þá gekk ekki vel hjá okkur í fyrra. Alveg eins og ég hef rekið einhverja tíu til tólf leikmenn á síðustu sex árum þá er þetta bara hluti af þessum heimi.“ „Náðum ekki að byggja upp trú eftir þann leik“ Ekki hafi tekist að byggja upp trú á verkefninu eins og hann hefði viljað eftir afar súrt tap gegn Álftanesi í sjöttu umferð og segist Maté svekktur að hafa ekki valið betur í sumar hvað erlenda leikmenn varðar er hann setti liðið saman. „Það komu tveir leikir sem voru 50/50, á móti Þór Þorlákshöfn og Álftanesi og mér leið svakalega illa eftir að við töpuðum fyrir Álftanesi því mér leið eins og að það hafi verið tækifærið til að stóru póstarnir í liðinu fengju trú á því að gætum unnið saman. Þjálfarinn og leikmenn. Ég held að við höfum ekki náð að byggja upp trú eftir þann leik. Kannski getur nýr þjálfari það. Ég er svekktur að hafa ekki valið betur í sumar þegar að ég setti saman liðið mitt. Ég hefði þurft að negla alveg svakalega á erlendu leikmenn liðsins. Það tókst ekki. Við hefðum þurft betri leikmenn, meiri leiðtoga í þennan unga kjarna sem er í Haukum af íslenskum leikmönnum. Ég á eftir að fara í gegnum ferlið, hvað maður lærir af þessu. Ég held að vandamálið hafi ekki verið hvers konar motion kerfi við hlupum í sókn. Samsetningin virkaði ekki. Ég setti þetta saman. Það er mér að kenna.“ Finnst þér þessir erlendu leikmenn að einhverju leiti hafa brugðist þér og félaginu? „Ég ætla ekki að mæta hingað og henda þeim fyrir rútuna. Það eru aðrir búnir að ræða það í sjónvarpsþáttum og hlaðvörpum. Ég þarf því ekkert líka að gagnrýna þá ofan á allt og alla.“ Úr rústum Covid í efstu deild En ertu klár í að hoppa strax aftur út í þjálfun? „Ég veit það ekki. Ég er núna búinn að þjálfa níu ár í röð í efstu tveimur deildunum. Tók við Haukum í 1.deild og það voru tveir leikmenn í liðinu. Emil Barja og bróðir hans. Svo einhverjir undir átján ára strákar. Þetta hefur verið ágætis uppbygging þó svo að við séum á vondum stað núna í efstu deild. Tveir leikmenn þegar að ég tók við liðinu í fyrstu deild í kjölfarið á Covid rústum víða. Við áttum gott ár í fyrstu deild, eitt gott ár í efstu deild og því miður erum við núna búnir að eiga vont eitt og hálft ár núna. Þannig hugurinn er kannski í því núna að slaka aðeins á.“ „Ég hef lært gríðarlega mikið og auðvitað er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að koma inn í stóran klúbb í íslenskum körfubolta. Ég var að keyra í fjögur ár til Hveragerðis, og er líka þakklátur fyrir það því ég á engan landsliðsferil sem leikmaður, enga vini sem að hreyfa nálina í þessum bransa þannig lagað séð. Maður er þakklátur fyrir að hafa fengið að þjálfa Hauka. Svona er þetta bara í íþróttum. Það eru miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir.“ Sjá má viðtalið við Mate í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Haukar Körfubolti Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins