„Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. desember 2024 09:01 Andri Már Eggertsson, Nablinn, fékk að smakka saltfisk hjá Gauta Dagbjartssyni. Vísir/Stöð 2 Sport Keflavík og Grindavík áttust við í stórleik Bónus-deildar karla í körfubolta síðasta föstudag. Andri Már Eggertsson, Nablinn, skellti sér í matarboð fyrir leik í tilefni af því. Grindvíkingar unnu sterkan átta stiga sigur er liðið heimsótti Keflavík í Bónus-deild karla síðastliðið föstudagskvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum, en eftir sigurinn situr Grindavík í þriðja sæti deildarinnar en Keflavík í því fimmta. Fyrir leik fór Nablinn hins vegar á stúfana og tók púlsinn á spenntum stuðningsmönnum liðanna. Hann kíkti í matarboð til Gauta Dagbjartssonar, Grindvíkings sem búsettur er í Keflavík, þar sem dýrindis saltfiskur var á boðstólnum. „Þetta kemur nú þannig til að við Grindvíkingar erum búnir að vera óttalegir flóttamenn og enduðum víða, ansi mörg hér í Keflavík.“ „Þetta kemur eiginlega til af því að ég var beðinn um að vera ræðumaður á leikmannakvöldi Keflavíkur snemma í haust fyrir fyrsta leik. Nema það breyttist og ég var orðinn ræðumaður, veislustjóri og svo þurfti ég að sjá um uppboð líka. Þetta var pínu erfitt því ég held nefnilega með Grindavík ennþá. En við ákváðum félagarnir að bjóða upp að við myndum boðið í veislu sem yrði annaðhvort haldin heima hjá viðkomandi eða hér heima hjá mér. Svona keppnisdæmi. Við reiknuðum ekki með að þetta myndi seljast, en þetta seldist og hér erum við,“ sagði Gauti. Þá segist Gauti ekki hafa búist við því að flytja nokkurntíma til Keflavíkur. „Það stóð aldrei til, en hér er mjög gott að búa. Það er rosalega gott fyrir svona meðalgreindan mann eins og mig að vera innan um þessa vitleysinga,“ sagði Gauti léttur. Klippa: „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér úr“ Að lokum fékk Nablinn svo að smakka saltfiskinn sem Gauti var búinn að elda og var hann hrifinn af því sem kom upp úr pottunum. Gauti sagðist svo vera með mjög einfalda reglu þegar hann býður í mat. „Ég er mjög einfalda reglu þegar ég elda matinn. Ef að gestunum líkar maturinn þá segja þeir kokkinum frá því. Ef þeim líkar ekki maturinn þá geta þeir bara drullað sér út.“ Körfuboltakvöld Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Grindvíkingar unnu sterkan átta stiga sigur er liðið heimsótti Keflavík í Bónus-deild karla síðastliðið föstudagskvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum, en eftir sigurinn situr Grindavík í þriðja sæti deildarinnar en Keflavík í því fimmta. Fyrir leik fór Nablinn hins vegar á stúfana og tók púlsinn á spenntum stuðningsmönnum liðanna. Hann kíkti í matarboð til Gauta Dagbjartssonar, Grindvíkings sem búsettur er í Keflavík, þar sem dýrindis saltfiskur var á boðstólnum. „Þetta kemur nú þannig til að við Grindvíkingar erum búnir að vera óttalegir flóttamenn og enduðum víða, ansi mörg hér í Keflavík.“ „Þetta kemur eiginlega til af því að ég var beðinn um að vera ræðumaður á leikmannakvöldi Keflavíkur snemma í haust fyrir fyrsta leik. Nema það breyttist og ég var orðinn ræðumaður, veislustjóri og svo þurfti ég að sjá um uppboð líka. Þetta var pínu erfitt því ég held nefnilega með Grindavík ennþá. En við ákváðum félagarnir að bjóða upp að við myndum boðið í veislu sem yrði annaðhvort haldin heima hjá viðkomandi eða hér heima hjá mér. Svona keppnisdæmi. Við reiknuðum ekki með að þetta myndi seljast, en þetta seldist og hér erum við,“ sagði Gauti. Þá segist Gauti ekki hafa búist við því að flytja nokkurntíma til Keflavíkur. „Það stóð aldrei til, en hér er mjög gott að búa. Það er rosalega gott fyrir svona meðalgreindan mann eins og mig að vera innan um þessa vitleysinga,“ sagði Gauti léttur. Klippa: „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér úr“ Að lokum fékk Nablinn svo að smakka saltfiskinn sem Gauti var búinn að elda og var hann hrifinn af því sem kom upp úr pottunum. Gauti sagðist svo vera með mjög einfalda reglu þegar hann býður í mat. „Ég er mjög einfalda reglu þegar ég elda matinn. Ef að gestunum líkar maturinn þá segja þeir kokkinum frá því. Ef þeim líkar ekki maturinn þá geta þeir bara drullað sér út.“
Körfuboltakvöld Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira