Curry sneri aftur með miklum látum Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. desember 2025 09:50 Steph Curry var í banastuði í nótt en það dugði Warriors ekki til sigurs. y ELSA / GETTY IMAGES NORTH AMERICA / Getty Images via AFP Eftir að hafa setið utan vallar síðustu tvær vikur vegna meiðsla mætti Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State Warriors, aftur út á gólf í gærkvöldi og gerði það með látum. Curry byrjaði á því að hitta úr utan vallar skotinu sem hann tekur alltaf í upphitun. Skotið var sérlega langt að þessu sinni, frá leikmannagöngunum eins og venjulega, en ekki í körfuna sem var nær honum heldur í hina körfuna, hinumegin á vellinum. HOW 🤯 pic.twitter.com/aU1nQTCtsM— Golden State Warriors (@warriors) December 13, 2025 STEPH CURRY — This angle is even crazier. 😳🤯(via @KNBR) pic.twitter.com/JFsHRcKiwQ https://t.co/M961mw6rUe— Hoop Central (@TheHoopCentral) December 13, 2025 Leikstjórnandinn setti síðan upp sóknarsýningu gegn Minnesota Timberwolves og skoraði 39 stig á aðeins 32 spiluðum mínútum. Það dugði þó ekki til að koma Warriors, sem hafa verið í vandræðum á tímabilinu, aftur á sigurbraut. Steph Curry now has the most 35-point games AFTER the age of 30 in NBA historyHe has 94, surpassing Michael Jordan's 93(h/t @statmuse) pic.twitter.com/FgjhBwX7WG— Bleacher Report (@BleacherReport) December 13, 2025 Liðið leiddi lengst af en fékk á sig 39 stig í fjórða leikhluta og niðurstaðan varð 127-120 tap gegn Timberwolves, sem söknuðu síns besta leikmanns Anthony Edwards. „Vörnin olli vonbrigðum í kvöld“ sagði þjálfari Warriors, Steve Kerr. STEPH CURRY IS UNREAL. 🔥🔥🔥 pic.twitter.com/Ps3d3V10xI— Hoop Central (@TheHoopCentral) December 13, 2025 Því þótt Curry hafi snúið aftur, og skilað miklu sóknarlega, vantaði tvo mikilvægustu varnarmenn liðsins. Draymond Green og Al Horford voru báðir að glíma við meiðsli í gær, Rudy Gobert og Julius Randle til mikillar skemmtunar en þeir skoruðu samanlagt 51 stig og gripu 23 fráköst fyrir Timberwolves. Warriors hafa nú tapað jafnmörgum leikjum og liðið hefur unnið, þrettán af hvorri sort. Timberwolves eru með sextán sigra og níu töp. Liðin eru í 6. og 8. sæti vesturdeildar NBA. NBA Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Curry byrjaði á því að hitta úr utan vallar skotinu sem hann tekur alltaf í upphitun. Skotið var sérlega langt að þessu sinni, frá leikmannagöngunum eins og venjulega, en ekki í körfuna sem var nær honum heldur í hina körfuna, hinumegin á vellinum. HOW 🤯 pic.twitter.com/aU1nQTCtsM— Golden State Warriors (@warriors) December 13, 2025 STEPH CURRY — This angle is even crazier. 😳🤯(via @KNBR) pic.twitter.com/JFsHRcKiwQ https://t.co/M961mw6rUe— Hoop Central (@TheHoopCentral) December 13, 2025 Leikstjórnandinn setti síðan upp sóknarsýningu gegn Minnesota Timberwolves og skoraði 39 stig á aðeins 32 spiluðum mínútum. Það dugði þó ekki til að koma Warriors, sem hafa verið í vandræðum á tímabilinu, aftur á sigurbraut. Steph Curry now has the most 35-point games AFTER the age of 30 in NBA historyHe has 94, surpassing Michael Jordan's 93(h/t @statmuse) pic.twitter.com/FgjhBwX7WG— Bleacher Report (@BleacherReport) December 13, 2025 Liðið leiddi lengst af en fékk á sig 39 stig í fjórða leikhluta og niðurstaðan varð 127-120 tap gegn Timberwolves, sem söknuðu síns besta leikmanns Anthony Edwards. „Vörnin olli vonbrigðum í kvöld“ sagði þjálfari Warriors, Steve Kerr. STEPH CURRY IS UNREAL. 🔥🔥🔥 pic.twitter.com/Ps3d3V10xI— Hoop Central (@TheHoopCentral) December 13, 2025 Því þótt Curry hafi snúið aftur, og skilað miklu sóknarlega, vantaði tvo mikilvægustu varnarmenn liðsins. Draymond Green og Al Horford voru báðir að glíma við meiðsli í gær, Rudy Gobert og Julius Randle til mikillar skemmtunar en þeir skoruðu samanlagt 51 stig og gripu 23 fráköst fyrir Timberwolves. Warriors hafa nú tapað jafnmörgum leikjum og liðið hefur unnið, þrettán af hvorri sort. Timberwolves eru með sextán sigra og níu töp. Liðin eru í 6. og 8. sæti vesturdeildar NBA.
NBA Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira