Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2024 09:00 Bob Starr umboðsmaður er mikill karakter. Kaninn var frumsýndur á Stöð 2 og Stöð 2 Sport um síðustu helgi og í fyrsta þætti var fjallað um komu fyrstu bandarísku leikmannanna í íslenskan körfubolta um miðbik áttunda áratugarins. Meðal viðmælenda í þættinum var hinn magnaði Robert „Bob“ Starr sem átti einna stærstan þátt í komu þeirra fyrstu. Bob samdi um komu fyrsta leikmannsins, Jimmy Rogers, árið 1975 sem gekk til liðs við Ármann og átti stóran þátt í að tryggja félaginu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil vorið eftir. Bob hélt síðar hingað til lands og varð ansi áberandi persóna á Íslandi og oft umfjöllunarefni á síðum blaðanna. Íklæddur rykfrakka með kúluhatt og sólgleraugu hreiðraði hann um sig á Hótel Esju þar sem hann hafði aðgang að Telex tæki og gekk frá samningum við fjölmarga leikmenn fyrir íslensk lið, m.a. stórstjörnuna Stu Johnson. Klippa: Bob Starr kom með fyrstu Kanana til landsins Sá átti mjög farsælan feril að baki í ABA-deildinni bandarísku, hinni stóru atvinnumannadeild Bandaríkjanna á þeim árum. Sagan af þeim vistaskiptum er rifjuð upp í þættinum. Síðar tók Bob við þjálfun Ármenninga sem þá höfðu fallið niður um deild og samdi þá við Bandaríkjamanninn Danny Shouse um að leika með liðinu. Liðið var afar ungt en planið var einfalt. Danny ætti að skila 60 stigum hið minnsta að meðaltali í leik og þá myndu þeir fljúga upp. Það gekk eftir og raunar skoraði Shouse 100 stig í einum leik gegn Skallagrím sem slegið var upp sem jöfnun á heimsmeti Wilt Chamberlain á þeim tíma. Shouse gekk svo til liðs við Njarðvík þar sem hann leiddi liðið til tveggja Íslandsmeistaratitla. Kaninn er á dagskrá Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sports næstu sunnudagskvöld. Bónus-deild karla Körfubolti Kaninn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Meðal viðmælenda í þættinum var hinn magnaði Robert „Bob“ Starr sem átti einna stærstan þátt í komu þeirra fyrstu. Bob samdi um komu fyrsta leikmannsins, Jimmy Rogers, árið 1975 sem gekk til liðs við Ármann og átti stóran þátt í að tryggja félaginu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil vorið eftir. Bob hélt síðar hingað til lands og varð ansi áberandi persóna á Íslandi og oft umfjöllunarefni á síðum blaðanna. Íklæddur rykfrakka með kúluhatt og sólgleraugu hreiðraði hann um sig á Hótel Esju þar sem hann hafði aðgang að Telex tæki og gekk frá samningum við fjölmarga leikmenn fyrir íslensk lið, m.a. stórstjörnuna Stu Johnson. Klippa: Bob Starr kom með fyrstu Kanana til landsins Sá átti mjög farsælan feril að baki í ABA-deildinni bandarísku, hinni stóru atvinnumannadeild Bandaríkjanna á þeim árum. Sagan af þeim vistaskiptum er rifjuð upp í þættinum. Síðar tók Bob við þjálfun Ármenninga sem þá höfðu fallið niður um deild og samdi þá við Bandaríkjamanninn Danny Shouse um að leika með liðinu. Liðið var afar ungt en planið var einfalt. Danny ætti að skila 60 stigum hið minnsta að meðaltali í leik og þá myndu þeir fljúga upp. Það gekk eftir og raunar skoraði Shouse 100 stig í einum leik gegn Skallagrím sem slegið var upp sem jöfnun á heimsmeti Wilt Chamberlain á þeim tíma. Shouse gekk svo til liðs við Njarðvík þar sem hann leiddi liðið til tveggja Íslandsmeistaratitla. Kaninn er á dagskrá Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sports næstu sunnudagskvöld.
Bónus-deild karla Körfubolti Kaninn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti