Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 08:32 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir á verðlaunapallinum á heimsleikunumn ásamt Tia-Clair Toomey sem hefur unnið heimsmeistaratitilinn oftast allra. CrossFit games CrossFit samtökin hafa gefið út dagskrá næsta tímabils og um leið hvaða leið besta CrossFit fólk heimsins þarf að fara til að komast alla leið inn á heimsleikana 2025. Það eru talsverðar breytingar gerðar á milli ára en allt byrjar þetta eins og vanalega með opna hlutanum sem fer fram frá 27. febrúar til 17. mars næstkomandi. Framhaldið er aftur á móti allt öðruvísi en það var á þessu ári. Keppnisdagatalið hefur tekið stanslausum breytingum síðustu ár og forráðamenn CrossFit samtakanna halda í þá undarlegu hefð. Nú er búið að henda út fjórðungsúrslitunum og að þessu sinni verða undanúrslitin haldin á CrossFit stöðvunum sjálfum þar sem fullgildir dómarar munu sjá um að meta það að farið sé eftir öllum settum reglum. Eitt prósent þeirra sem skrá sig á The Open komast áfram í undanúrslitin. Það verða síðan haldin sérstök undanúrslitamót þar sem keppendur geta tryggt sig inn á heimsleikana. Þessi mót fara fram frá apríl fram í júní. Það komast síðan bara þrjátíu karlar og þrjátíu konur á heimsleikana á næsta ári. Þetta er 25 prósent fækkun á keppendum frá því á þessu ári þegar fjörutíu karlar og fjörutíu konur kepptu um heimsmeistaratitilinn. Það verður því enn erfiðara að komast á heimsleikana á næsta ári. Liðunum verður einnig fækkað úr þrjátíu niður í tuttugu. Í fyrra var ein stærsta breytingin að aldursflokkunum og fötlunarflokkunum var hent út af leikunum en þau þurfa áfram að keppa um sína titla á sérmótum. Ísland átti bara einn fulltrúa í keppni karla og engan fulltrúa í keppni kvenna á heimsleikunum í ár. Það er mun færra en síðustu ár og það þóttu tímamót að engin dóttir var með á heimsleikunum 2024. Þessi breyting á keppnisfyrirkomulaginu er ekki að hjálpa mikið til við að breyta því á komandi ári en auðvitað vonumst við til að okkar besta CrossFit fólk eigi gott ár 2025 og að sem flest komist á heimsleikana næsta haust. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sjá meira
Það eru talsverðar breytingar gerðar á milli ára en allt byrjar þetta eins og vanalega með opna hlutanum sem fer fram frá 27. febrúar til 17. mars næstkomandi. Framhaldið er aftur á móti allt öðruvísi en það var á þessu ári. Keppnisdagatalið hefur tekið stanslausum breytingum síðustu ár og forráðamenn CrossFit samtakanna halda í þá undarlegu hefð. Nú er búið að henda út fjórðungsúrslitunum og að þessu sinni verða undanúrslitin haldin á CrossFit stöðvunum sjálfum þar sem fullgildir dómarar munu sjá um að meta það að farið sé eftir öllum settum reglum. Eitt prósent þeirra sem skrá sig á The Open komast áfram í undanúrslitin. Það verða síðan haldin sérstök undanúrslitamót þar sem keppendur geta tryggt sig inn á heimsleikana. Þessi mót fara fram frá apríl fram í júní. Það komast síðan bara þrjátíu karlar og þrjátíu konur á heimsleikana á næsta ári. Þetta er 25 prósent fækkun á keppendum frá því á þessu ári þegar fjörutíu karlar og fjörutíu konur kepptu um heimsmeistaratitilinn. Það verður því enn erfiðara að komast á heimsleikana á næsta ári. Liðunum verður einnig fækkað úr þrjátíu niður í tuttugu. Í fyrra var ein stærsta breytingin að aldursflokkunum og fötlunarflokkunum var hent út af leikunum en þau þurfa áfram að keppa um sína titla á sérmótum. Ísland átti bara einn fulltrúa í keppni karla og engan fulltrúa í keppni kvenna á heimsleikunum í ár. Það er mun færra en síðustu ár og það þóttu tímamót að engin dóttir var með á heimsleikunum 2024. Þessi breyting á keppnisfyrirkomulaginu er ekki að hjálpa mikið til við að breyta því á komandi ári en auðvitað vonumst við til að okkar besta CrossFit fólk eigi gott ár 2025 og að sem flest komist á heimsleikana næsta haust. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Sjá meira