Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valur Páll Eiríksson skrifar 22. nóvember 2024 16:03 Craig Pedersen. Ísland. Körfubolti. Vísir/Sigurjón Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hlakkar til leiks Íslands við Ítalíu í undankeppni EM 2025 í Laugardalshöll í kvöld. Hann segir andann góðan í íslenska hópnum. „Ég finn strax að æfingarnar sem við tókum í sumar hjálpa til. Við erum snöggir að komast á sömu blaðsíðu, sem er yfirleitt staðan, en maður finnur að það er bæting hvað það varðar. Leikmennirnir eru snöggir að tengjast vel í spilamennskunni, liðsheildin er til staðar og andinn góður,“ segir Pedersen í samtali við Stöð 2 en íslenska liðið hefur ekki spilað leiki frá því í mars. Klippa: Strákarnir klárir í slaginn Martin Hermannsson tekur ekki þátt í leikjunum tveimur sem fram undan eru gegn Ítölum vegna meiðsla. Pedersen vonast til að aðrir stígi upp í hans fjarveru. „Við höfum reynt að gefa mönnum sem spila minna mínútur og bygja upp þeirra reynslu svo þeir séu klárir þegar svona lagað kemur upp. Ég held við séum með menn sem eru tilbúnir að stíga upp. Það væri gott að hafa Martin en með svona gerist og vonandi stíga þeir upp,“ segir Pedersen. Ítalía er með fjögur stig eftir sigra á Ungverjum og Tyrkjum í fyrstu tveimur leikjunum. Ísland eru með þrjú stig eftir sigur á þeim ungversku og naumt eins stigs tap fyrir Tyrkjum. Fram undan eru leikir heima og heiman við Ítali, sá fyrri í höllinni í kvöld og sá síðari ytra á mánudag. Pedersen segir að Ísland muni mæta tveimur mismunandi ítölskum liðum í leikjunum tveimur. „Manni skilst að EuroLeague leikmennirnir spili leikinn á Ítalíu. Þó við séum að spila við sama landið er eins og við séum að spila við tvö mismunandi lið. Þetta er því ekki alveg þetta klassíska einvígi heima og heiman. Þetta verður áhugavert. Við vonandi getum klárað okkar mál heima fyrir áður en við förum út,“ segir Pedersen. Ísland og Ítalía mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leiknum lýst beint á Vísi. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá að ofan. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu eru í eldlínunni á næstu dögum þar sem þeir mæta Ítölum tvisvar sinnum á fjórum dögum í undankeppni EM. 22. nóvember 2024 07:30 Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
„Ég finn strax að æfingarnar sem við tókum í sumar hjálpa til. Við erum snöggir að komast á sömu blaðsíðu, sem er yfirleitt staðan, en maður finnur að það er bæting hvað það varðar. Leikmennirnir eru snöggir að tengjast vel í spilamennskunni, liðsheildin er til staðar og andinn góður,“ segir Pedersen í samtali við Stöð 2 en íslenska liðið hefur ekki spilað leiki frá því í mars. Klippa: Strákarnir klárir í slaginn Martin Hermannsson tekur ekki þátt í leikjunum tveimur sem fram undan eru gegn Ítölum vegna meiðsla. Pedersen vonast til að aðrir stígi upp í hans fjarveru. „Við höfum reynt að gefa mönnum sem spila minna mínútur og bygja upp þeirra reynslu svo þeir séu klárir þegar svona lagað kemur upp. Ég held við séum með menn sem eru tilbúnir að stíga upp. Það væri gott að hafa Martin en með svona gerist og vonandi stíga þeir upp,“ segir Pedersen. Ítalía er með fjögur stig eftir sigra á Ungverjum og Tyrkjum í fyrstu tveimur leikjunum. Ísland eru með þrjú stig eftir sigur á þeim ungversku og naumt eins stigs tap fyrir Tyrkjum. Fram undan eru leikir heima og heiman við Ítali, sá fyrri í höllinni í kvöld og sá síðari ytra á mánudag. Pedersen segir að Ísland muni mæta tveimur mismunandi ítölskum liðum í leikjunum tveimur. „Manni skilst að EuroLeague leikmennirnir spili leikinn á Ítalíu. Þó við séum að spila við sama landið er eins og við séum að spila við tvö mismunandi lið. Þetta er því ekki alveg þetta klassíska einvígi heima og heiman. Þetta verður áhugavert. Við vonandi getum klárað okkar mál heima fyrir áður en við förum út,“ segir Pedersen. Ísland og Ítalía mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leiknum lýst beint á Vísi. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá að ofan.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu eru í eldlínunni á næstu dögum þar sem þeir mæta Ítölum tvisvar sinnum á fjórum dögum í undankeppni EM. 22. nóvember 2024 07:30 Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
„Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu eru í eldlínunni á næstu dögum þar sem þeir mæta Ítölum tvisvar sinnum á fjórum dögum í undankeppni EM. 22. nóvember 2024 07:30
Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46
Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33