Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 08:01 Truls Möregardh er í hópi bestu borðtenniskappa heims og situr í tíunda sæti heimslistans. Getty/Guenther Iby „Ég veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun,“ sagði borðtenniskappinn Truls Möregårdh eftir að hafa misst stjórn á sér í örstutta stund í sænsku einvígi á lokamóti heimsmótaraðarinnar í Japan. Möregardh mætti landa sínum Antoni Källberg í 16-manna úrslitum. Þeir unnu sitt settið hvor og staðan því jöfn, 1-1, þegar Källberg komst í 10-1 í þriðja settinu. Þá brast Möregardh þolinmæðin og hann sló borðtenniskúlunni frá sér, og gaf hreinlega Källberg ellefta stigið og þar með sigur í settinu. Möregardh náði hins vegar að vinna næstu tvö sett og þar með sigur í leiknum, og komast í átta manna úrslitin. „Ef ég hefði ekki gert þetta þá hefði ég ekki unnið leikinn,“ sagði Möregardh um viðbrögð sín, sem sjá má í útsendingu frá leiknum hér að neðan. „Svona er ég bara. Ég sýni miklar tilfinningar og ég veit að þetta er ekkert voðalega sænsk hegðun. En það er hluti af íþróttum að sýna tilfinningar. Það var kannski aðeins of mikið af neikvæðni í dag en ef ég hefði ekki gert þetta þá hefði ég ekki unnið leikinn,“ sagði Möregardh. „Ég hef séð hann gera þetta áður svo að þetta kom mér ekki á óvart,“ sagði Källberg um atvikið. Källberg var nálægt því að tryggja sér sigur í fjórða setti, þegar hann komst í 8-5, en Möregardh sýndi þá þrautseigju og vann settið að lokum 12-10. Hann vann svo lokasettið 11-8. Möregardh tapaði svo í átta manna úrslitum nú í morgun, gegn Wang Chuqin sem er í efsta sæti heimslistans, 3-1. Borðtennis Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Möregardh mætti landa sínum Antoni Källberg í 16-manna úrslitum. Þeir unnu sitt settið hvor og staðan því jöfn, 1-1, þegar Källberg komst í 10-1 í þriðja settinu. Þá brast Möregardh þolinmæðin og hann sló borðtenniskúlunni frá sér, og gaf hreinlega Källberg ellefta stigið og þar með sigur í settinu. Möregardh náði hins vegar að vinna næstu tvö sett og þar með sigur í leiknum, og komast í átta manna úrslitin. „Ef ég hefði ekki gert þetta þá hefði ég ekki unnið leikinn,“ sagði Möregardh um viðbrögð sín, sem sjá má í útsendingu frá leiknum hér að neðan. „Svona er ég bara. Ég sýni miklar tilfinningar og ég veit að þetta er ekkert voðalega sænsk hegðun. En það er hluti af íþróttum að sýna tilfinningar. Það var kannski aðeins of mikið af neikvæðni í dag en ef ég hefði ekki gert þetta þá hefði ég ekki unnið leikinn,“ sagði Möregardh. „Ég hef séð hann gera þetta áður svo að þetta kom mér ekki á óvart,“ sagði Källberg um atvikið. Källberg var nálægt því að tryggja sér sigur í fjórða setti, þegar hann komst í 8-5, en Möregardh sýndi þá þrautseigju og vann settið að lokum 12-10. Hann vann svo lokasettið 11-8. Möregardh tapaði svo í átta manna úrslitum nú í morgun, gegn Wang Chuqin sem er í efsta sæti heimslistans, 3-1.
Borðtennis Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira