Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2024 11:37 Það komast ekki allir á kjörstað til þess að nýta kosningaréttinn. Það getur verið kostnaðarsamt. Vísir/Anton Brink Íslenskur öryrki sem er búsettur í Brasilíu furðar sig á því að þurfa að greiða 6.500 krónur fyrir að kjósa utan kjörfundar í komandi alþingiskosningum. Þórhallur Steingrímsson býr að jafnaði í nokkra mánuði á ári í Ríó í Brasilíu með konu sinni, Rósu. Hann Hafði samband við Vísi eftir að hafa greitt atkvæði hjá ræðismanni Íslands í Brasilíu. Ferlið hafi gengið smurt fyrir sig og hann hafi notið góðrar aðstoðar ræðismannsins. Hann hafi aftur á móti þurft að greiða 6.500 krónur fyrir að senda atkvæði sitt til Íslands með ábyrgðarpósti. Hann furðar sig á þessu og spyr sig hvort jafnt eigi ekki yfir alla að ganga þegar kemur að því að nýta kosningaréttinn. Fjöldi fólks með kosningarétt erlendis Samkvæmt kosningalögum heldur íslenskur ríkisborgari kosningarétti sínum í sextán ár frá því að hann flytur lögheimili af landinu. Eftir það getur hann sótt um hjá Þjóðskrá að vera tekinn á kjörskrá. Alþingi samþykkti á dögunum breytingu á kosningalögum sem gerir Þjóðskrá kleift að taka umsækjendur á kjörskrá í tæka tíð fyrir kosningarnar nú. Áður sagði í lögunum að samþykktar umsóknir tækju gildi 1. desember eftir að sótt var um. Kosningar fara fram 30. nóvember og því ljóst að enginn hefði fengið kosningarétt ef ekki hefði komið til breytinganna. Fleiri í sama báti og Þórhallur Á vef landskjörstjórnar segir að kjósandi sem kýs utan kjörfundar beri ábyrgð á því að koma atkvæði sínu á réttan stað. Hægt sé að setja bréfið í póst, eða afhenda það einhverjum sem kjósandi felur að koma því til skila. Fram að kjördegi sé kjörstjóra skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst. Vísir hefur rætt við kjósendur víðar. Einn þeirra greiddi fimm hundruð krónur fyrir að koma atkvæði frá Danmörku í pósti og annar 9.700 krónur fyrir að koma bréfi frá Kanada. Sá lenti í því að kanadíski pósturinn var í verkfalli og því þurfti hann að senda atkvæðið með flutningafyrirtæki, með tilheyrandi kostnaði. Alþingiskosningar 2024 Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Þórhallur Steingrímsson býr að jafnaði í nokkra mánuði á ári í Ríó í Brasilíu með konu sinni, Rósu. Hann Hafði samband við Vísi eftir að hafa greitt atkvæði hjá ræðismanni Íslands í Brasilíu. Ferlið hafi gengið smurt fyrir sig og hann hafi notið góðrar aðstoðar ræðismannsins. Hann hafi aftur á móti þurft að greiða 6.500 krónur fyrir að senda atkvæði sitt til Íslands með ábyrgðarpósti. Hann furðar sig á þessu og spyr sig hvort jafnt eigi ekki yfir alla að ganga þegar kemur að því að nýta kosningaréttinn. Fjöldi fólks með kosningarétt erlendis Samkvæmt kosningalögum heldur íslenskur ríkisborgari kosningarétti sínum í sextán ár frá því að hann flytur lögheimili af landinu. Eftir það getur hann sótt um hjá Þjóðskrá að vera tekinn á kjörskrá. Alþingi samþykkti á dögunum breytingu á kosningalögum sem gerir Þjóðskrá kleift að taka umsækjendur á kjörskrá í tæka tíð fyrir kosningarnar nú. Áður sagði í lögunum að samþykktar umsóknir tækju gildi 1. desember eftir að sótt var um. Kosningar fara fram 30. nóvember og því ljóst að enginn hefði fengið kosningarétt ef ekki hefði komið til breytinganna. Fleiri í sama báti og Þórhallur Á vef landskjörstjórnar segir að kjósandi sem kýs utan kjörfundar beri ábyrgð á því að koma atkvæði sínu á réttan stað. Hægt sé að setja bréfið í póst, eða afhenda það einhverjum sem kjósandi felur að koma því til skila. Fram að kjördegi sé kjörstjóra skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst. Vísir hefur rætt við kjósendur víðar. Einn þeirra greiddi fimm hundruð krónur fyrir að koma atkvæði frá Danmörku í pósti og annar 9.700 krónur fyrir að koma bréfi frá Kanada. Sá lenti í því að kanadíski pósturinn var í verkfalli og því þurfti hann að senda atkvæðið með flutningafyrirtæki, með tilheyrandi kostnaði.
Alþingiskosningar 2024 Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira