Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar 15. nóvember 2024 10:16 Á síðustu þremur árum hefur Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sett geðheilbrigðismál í forgang. Eitt af fyrstu og afgerandi skrefum hans var að tryggja aukið fjármagn í geðheilbrigðisþjónustu með það að markmiði að bæta aðgengi og tímanlega aðstoð. Willum Þór hefur lagt sérstaka áherslu á snemmtæka íhlutun, sem er mikilvægur liður í að koma í veg fyrir og draga úr alvarlegum afleiðingum geðræns vanda. Með þessari áherslu hefur geðheilbrigðiskerfið orðið aðgengilegra og móttækilegra fyrir börn og ungmenni, hópa sem þurfa á verndandi umgjörð að halda. Í tíð Willums Þórs Þórssonar sem heilbrigðisráðherra hefur ný stefna í geðheilbrigðismálum verið samþykkt, árið 2022. Höfuðáherslur stefnunnar eru forvarnir og snemmtæk úrræði, heildræn, samþætt og notendamiðuð þjónusta, notendasamráð, nýsköpun og bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu um allt land. Þá til þess að framfylgja stefnunni var í kjölfarið samþykkt aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027 sem unnið eftir. Hún felur í sér fjölmargar aðgerðir fyrir geðheilbrigðisþjónustu á ýmsum stigum lífsins, með það að markmiði að ná utan um þá sem þurfa á þjónustunni að halda. Willum hefur gripið til ýmissa aðgerða til að bæta aðgengi að sálfræðiþjónustu á Íslandi. Í október 2022 staðfesti hann nýjan rammasamning Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sálfræðinga, sem miðar að því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir alla aldurshópa. Samningurinn nær til meðferðar við vægum og meðal alvarlegum kvíða og þunglyndi, auk alvarlegra geð-, hegðunar- og þroskaraskana hjá börnum og unglingum. Þessi samningur gerir einnig ráð fyrir möguleikanum á fjarheilbrigðisþjónustu, sem stuðlar að jafnara aðgengi óháð staðsetningu. Til að tryggja að sálfræðiþjónustan sé aðgengileg óháð efnahag hefur ráðherra aukið fjárframlög til samninga Sjúkratrygginga um sálfræðiþjónustu. Auk þess hefur sálfræðingum á heilsugæslum verið fjölgað umtalsvert og sett hafa verið á laggirnar sérstök geðheilsuteymi á heilsugæslum. Þá hefur Willum einnig stuðlað að því að stórefla samhæfingu á milli heilbrigðisstofnana og skóla til að tryggja að ungmenni njóti samfellu í þjónustu. Sérstök átaksverkefni til að efla geðrækt og forvarnir innan skólakerfisins hafa verið hluti af þessari framtíðarsýn, með það að markmiði að efla þekkingu og stuðla að betri geðheilsu snemma í lífi einstaklinga. Auk þessa var nýlega samþykktur sérstakur tónlistarsamningur sem er ætlað að stuðla að geðrækt og vellíðan með tónlistarviðburðum fyrir þá sem eru í meðferð eða á stofnunum vegna geðheilbrigðisvanda. Samningurinn er liður í að nýta skapandi leiðir til að bæta geðheilsu og styrkja bataferli með því að gefa skjólstæðingum færi á að njóta tónlistar sem hluta af meðferðarúrræðum. Þessu til viðbótar hefur verið tekin ákvörðun um að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans verði flutt úr núverandi byggingum í nýtt húsnæði sem uppfyllir nútímakröfur, með það að markmiði að bæta aðgengi og gæði þjónustunnar. Þá voru tekin mikilvæg skref með stofnun Geðráðs, samráðsvettvangs um geðheilbrigðismál, sem hefur reynst dýrmætur vettvangur fyrir samræður milli fagfólks, notenda þjónustunnar, aðstandenda og annarra hagaðila. Markmið Geðráðs er að stuðla að markvissri þróun geðheilbrigðismála með því að tryggja aukið samstarf og sameiginlega sýn. Framsókn hefur sýnt metnað til að halda áfram á þessari braut og áréttar að geðheilbrigðismál eru forgangsverkefni sem krefjast áframhaldandi vinnu og samstöðu. Verkefnið er ærið, og er hvergi nærri lokið. Að búa til umhverfi þar sem einstaklingar geta leitað sér hjálpar án hindrana, þar sem stuðningur er tryggður á öllum stigum, og þar sem samfélagið stendur saman um að efla geðheilsu, er áskorun sem Framsókn tekur alvarlega. Willum hefur þegar lagt sterkan grunn, en Framsókn er rétt að byrja – og það er von okkar allra að þetta sé aðeins upphafið að enn meiri framþróun í þjónustunni í þágu allra landsmanna. Höfundur skipar 10. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Suðvesturkjördæmi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Á síðustu þremur árum hefur Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sett geðheilbrigðismál í forgang. Eitt af fyrstu og afgerandi skrefum hans var að tryggja aukið fjármagn í geðheilbrigðisþjónustu með það að markmiði að bæta aðgengi og tímanlega aðstoð. Willum Þór hefur lagt sérstaka áherslu á snemmtæka íhlutun, sem er mikilvægur liður í að koma í veg fyrir og draga úr alvarlegum afleiðingum geðræns vanda. Með þessari áherslu hefur geðheilbrigðiskerfið orðið aðgengilegra og móttækilegra fyrir börn og ungmenni, hópa sem þurfa á verndandi umgjörð að halda. Í tíð Willums Þórs Þórssonar sem heilbrigðisráðherra hefur ný stefna í geðheilbrigðismálum verið samþykkt, árið 2022. Höfuðáherslur stefnunnar eru forvarnir og snemmtæk úrræði, heildræn, samþætt og notendamiðuð þjónusta, notendasamráð, nýsköpun og bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu um allt land. Þá til þess að framfylgja stefnunni var í kjölfarið samþykkt aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027 sem unnið eftir. Hún felur í sér fjölmargar aðgerðir fyrir geðheilbrigðisþjónustu á ýmsum stigum lífsins, með það að markmiði að ná utan um þá sem þurfa á þjónustunni að halda. Willum hefur gripið til ýmissa aðgerða til að bæta aðgengi að sálfræðiþjónustu á Íslandi. Í október 2022 staðfesti hann nýjan rammasamning Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sálfræðinga, sem miðar að því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir alla aldurshópa. Samningurinn nær til meðferðar við vægum og meðal alvarlegum kvíða og þunglyndi, auk alvarlegra geð-, hegðunar- og þroskaraskana hjá börnum og unglingum. Þessi samningur gerir einnig ráð fyrir möguleikanum á fjarheilbrigðisþjónustu, sem stuðlar að jafnara aðgengi óháð staðsetningu. Til að tryggja að sálfræðiþjónustan sé aðgengileg óháð efnahag hefur ráðherra aukið fjárframlög til samninga Sjúkratrygginga um sálfræðiþjónustu. Auk þess hefur sálfræðingum á heilsugæslum verið fjölgað umtalsvert og sett hafa verið á laggirnar sérstök geðheilsuteymi á heilsugæslum. Þá hefur Willum einnig stuðlað að því að stórefla samhæfingu á milli heilbrigðisstofnana og skóla til að tryggja að ungmenni njóti samfellu í þjónustu. Sérstök átaksverkefni til að efla geðrækt og forvarnir innan skólakerfisins hafa verið hluti af þessari framtíðarsýn, með það að markmiði að efla þekkingu og stuðla að betri geðheilsu snemma í lífi einstaklinga. Auk þessa var nýlega samþykktur sérstakur tónlistarsamningur sem er ætlað að stuðla að geðrækt og vellíðan með tónlistarviðburðum fyrir þá sem eru í meðferð eða á stofnunum vegna geðheilbrigðisvanda. Samningurinn er liður í að nýta skapandi leiðir til að bæta geðheilsu og styrkja bataferli með því að gefa skjólstæðingum færi á að njóta tónlistar sem hluta af meðferðarúrræðum. Þessu til viðbótar hefur verið tekin ákvörðun um að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans verði flutt úr núverandi byggingum í nýtt húsnæði sem uppfyllir nútímakröfur, með það að markmiði að bæta aðgengi og gæði þjónustunnar. Þá voru tekin mikilvæg skref með stofnun Geðráðs, samráðsvettvangs um geðheilbrigðismál, sem hefur reynst dýrmætur vettvangur fyrir samræður milli fagfólks, notenda þjónustunnar, aðstandenda og annarra hagaðila. Markmið Geðráðs er að stuðla að markvissri þróun geðheilbrigðismála með því að tryggja aukið samstarf og sameiginlega sýn. Framsókn hefur sýnt metnað til að halda áfram á þessari braut og áréttar að geðheilbrigðismál eru forgangsverkefni sem krefjast áframhaldandi vinnu og samstöðu. Verkefnið er ærið, og er hvergi nærri lokið. Að búa til umhverfi þar sem einstaklingar geta leitað sér hjálpar án hindrana, þar sem stuðningur er tryggður á öllum stigum, og þar sem samfélagið stendur saman um að efla geðheilsu, er áskorun sem Framsókn tekur alvarlega. Willum hefur þegar lagt sterkan grunn, en Framsókn er rétt að byrja – og það er von okkar allra að þetta sé aðeins upphafið að enn meiri framþróun í þjónustunni í þágu allra landsmanna. Höfundur skipar 10. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun