BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson hefur lengi keppt við Kanadamanninn Brent Fikowski sem er núna að kveðja keppnisferil sinn i CrossFit. @bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson er einn af þeim sem sendu CrossFit goðsögninni Brent Fikowski kveðju eftir að Kanadamaðurinn tilkynnti á dögunum að þetta yrði síðasta keppnisár hans. Fikowski gaf það út á miðlum sínum að komandi Rogue Invitational mót verði hans síðasta á ferlinum. Fikowski hefur keppt á níu heimsleikum, komist þrisvar á verðlaunapall en aldrei náð að verða heimsmeistari. @bk_gudmundsson Fikowski var lengi í forystu á síðustu heimsleikum en varð að sætta sig við þriðja sætið. Hann varð annar árið 2017 og líka þriðji fyrir þremur árum. Fikowski þykir mikill heiðursmaður og er mjög vinsæll meðal bæði áhugafólks sem og kollega sinna. Björgvin Karl hefur verið lengi í hóp þeirra bestu í heimi og margoft keppt við Fikowski á mótum. „Við erum að kveðja góðan vin og ég vil þakka honum fyrir endalausar minningar frá undanförnum áratug,“ skrifaði Björgvin Karl við færslu Kanadamannsins. Árið 2024 hefur verið erfitt ár fyrir CrossFit íþróttina eftir það sem gerðist í fyrstu grein heimsleikanna þegar Lazor Dukic drukknaði. Heimsleikarnir voru samt kláraðir. Margir keppendur treystu sér ekki til að halda áfram og forráðamenn CrossFit voru harðlega gagnrýndir. Björgvin Karl hefur áhyggjur af íþróttinni sinni en treystir á það að Fikowski haldi áfram að berjast fyrir framtíð CrossFit. „Við munum sofa betur vitandi það að þú gerir allt sem er í þínu valdi til að lyfta áfram CrossFit íþróttinni sem er á viðkvæmum stað á þessum tímapunkti,“ skrifaði Björgvin Karl. Fikowski sjálfur vildi hætta á toppnum. „Þetta var erfið ákvörðun vitandi það að ég er enn upp á mitt besta og enn að bæta mig. Spennan fyrir nýjum áskorunum vegur þyngri en dapurleikinn við það að segja bless við þennan kafla í mínu lífi,“ skrifaði Brent Fikowski. „Ég mun gefa ekkert annað en hundrað prósent á Rogue Invitational mótinu í næstu viku og ætla að enda með látum,“ skrifaði Fikowski. View this post on Instagram A post shared by Brent Fikowski (@fikowski) CrossFit Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Sjá meira
Fikowski gaf það út á miðlum sínum að komandi Rogue Invitational mót verði hans síðasta á ferlinum. Fikowski hefur keppt á níu heimsleikum, komist þrisvar á verðlaunapall en aldrei náð að verða heimsmeistari. @bk_gudmundsson Fikowski var lengi í forystu á síðustu heimsleikum en varð að sætta sig við þriðja sætið. Hann varð annar árið 2017 og líka þriðji fyrir þremur árum. Fikowski þykir mikill heiðursmaður og er mjög vinsæll meðal bæði áhugafólks sem og kollega sinna. Björgvin Karl hefur verið lengi í hóp þeirra bestu í heimi og margoft keppt við Fikowski á mótum. „Við erum að kveðja góðan vin og ég vil þakka honum fyrir endalausar minningar frá undanförnum áratug,“ skrifaði Björgvin Karl við færslu Kanadamannsins. Árið 2024 hefur verið erfitt ár fyrir CrossFit íþróttina eftir það sem gerðist í fyrstu grein heimsleikanna þegar Lazor Dukic drukknaði. Heimsleikarnir voru samt kláraðir. Margir keppendur treystu sér ekki til að halda áfram og forráðamenn CrossFit voru harðlega gagnrýndir. Björgvin Karl hefur áhyggjur af íþróttinni sinni en treystir á það að Fikowski haldi áfram að berjast fyrir framtíð CrossFit. „Við munum sofa betur vitandi það að þú gerir allt sem er í þínu valdi til að lyfta áfram CrossFit íþróttinni sem er á viðkvæmum stað á þessum tímapunkti,“ skrifaði Björgvin Karl. Fikowski sjálfur vildi hætta á toppnum. „Þetta var erfið ákvörðun vitandi það að ég er enn upp á mitt besta og enn að bæta mig. Spennan fyrir nýjum áskorunum vegur þyngri en dapurleikinn við það að segja bless við þennan kafla í mínu lífi,“ skrifaði Brent Fikowski. „Ég mun gefa ekkert annað en hundrað prósent á Rogue Invitational mótinu í næstu viku og ætla að enda með látum,“ skrifaði Fikowski. View this post on Instagram A post shared by Brent Fikowski (@fikowski)
CrossFit Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Sjá meira