Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 07:31 Jonathan Pasqual kemur hér í mark á heimsmeistaramótinu í járnmanni á Hawaiieyjum á dögunum. Getty/Sean M. Haffey Eitt er að klára járnkarl sem er ein erfiðasta þrekraunin í íþróttaheiminum en hvað þá að gera það þegar þú ert á sama tíma að berjast við krabbamein á seinni stigum. Til að klára járnkarl þarftu að synda 3,9 kílómetra, hjóla 180 kílómetra og hlaupa maraþonhlaup serm er 42,2 kílómetrar. Afrek Bandaríkjamannsins Jonathan Pascual á HM í járnkarli á dögunum hefur því vakið aðdáun og jafnvel undrun marga. Keppnin fór fram á Hawaiieyjum. Pascual er fimmtugur og hefur klárað sextán járnkarla á ferlinum og 22 hálfa járnkarla. Þessi síðasti járnkarl var þó af allt annarri stærðargráðu en allir hinir á undan. Krabbamein á fjórða stigi Ástæðan er að Pascual er með krabbamein á fjórða stigi og er því dauðvona þó að hann sjálfur neiti að líta á það þannig. Hann ætlar ekki að gefast upp og þátttaka hans í járnkarlinum sýnir það svart á hvítu. Heimsmeistaramótið í járnkarli er stærsta mót ársins og Pascual var með þrátt fyrir að hafa fengið þessi skelfilegu tíðindi frá læknum sínum. Hann greindist árið 2022 en krabbameinið hans er mjög sjaldgæft. Krabbinn hefur nú dreift sér í lungun, mænuna og mjöðmina. Hann viðurkennir að það sé mun erfiðara að æfa núna vegna öndunarerfiðleika og verkja. Þegar kom að keppninni þá hafði Pascual mestar áhyggjur af upphafshlutanum. Bólgnaði allur upp í sundinu Erfiðast fyrir hann var nefnilega að klára sundið og hann rétt náði þar tímamörkunum. Það sást vel á honum hversu mikið þetta tók þá því hann bólgnaði allur upp í sundinu. „Eftir því sem ég er lengur í vatninu því meira bólgna ég upp í andlitinu. Meira að segja tungan mín bólgnar upp. Það verður því erfiðara og erfiðara að anda. Ég var bókstaflega að skríða áfram þarna undir lokin,“ sagði Pascual í viðtali við Hawaii News Now. Hann náði að klára sundið tveimur mínútum áður en tíminn rann út. Heldur að þú hafi fengið dauðadóm „Þetta var eini hluti keppninnar þar sem tilfinningarnar tóku yfir og ég grét. Ég hugsaði með sjálfum mér. Jonathan nú áttu möguleika á því að klára þetta,“ sagði Pascual. Pascual tókst því að komast áfram á næsta stig, kláraði hjólahlutann og hlaupið en hann kom síðan í markið eftir meira en sextán tíma þrekraun. „Þegar þú ert kominn með krabbamein á fjórða stigi þá er fólk að fljótt að afskrifa þig. Fólk heldur að þú hafi fengið dauðadóm. Ég trúi því að það sé mýta og ætla mér að afsanna það,“ sagði Pascual. Hér fyrir má sjá umfjöllun um þetta ótrúlega afrek. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rbok3Mb_EoI">watch on YouTube</a> Þríþraut Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Sjá meira
Til að klára járnkarl þarftu að synda 3,9 kílómetra, hjóla 180 kílómetra og hlaupa maraþonhlaup serm er 42,2 kílómetrar. Afrek Bandaríkjamannsins Jonathan Pascual á HM í járnkarli á dögunum hefur því vakið aðdáun og jafnvel undrun marga. Keppnin fór fram á Hawaiieyjum. Pascual er fimmtugur og hefur klárað sextán járnkarla á ferlinum og 22 hálfa járnkarla. Þessi síðasti járnkarl var þó af allt annarri stærðargráðu en allir hinir á undan. Krabbamein á fjórða stigi Ástæðan er að Pascual er með krabbamein á fjórða stigi og er því dauðvona þó að hann sjálfur neiti að líta á það þannig. Hann ætlar ekki að gefast upp og þátttaka hans í járnkarlinum sýnir það svart á hvítu. Heimsmeistaramótið í járnkarli er stærsta mót ársins og Pascual var með þrátt fyrir að hafa fengið þessi skelfilegu tíðindi frá læknum sínum. Hann greindist árið 2022 en krabbameinið hans er mjög sjaldgæft. Krabbinn hefur nú dreift sér í lungun, mænuna og mjöðmina. Hann viðurkennir að það sé mun erfiðara að æfa núna vegna öndunarerfiðleika og verkja. Þegar kom að keppninni þá hafði Pascual mestar áhyggjur af upphafshlutanum. Bólgnaði allur upp í sundinu Erfiðast fyrir hann var nefnilega að klára sundið og hann rétt náði þar tímamörkunum. Það sást vel á honum hversu mikið þetta tók þá því hann bólgnaði allur upp í sundinu. „Eftir því sem ég er lengur í vatninu því meira bólgna ég upp í andlitinu. Meira að segja tungan mín bólgnar upp. Það verður því erfiðara og erfiðara að anda. Ég var bókstaflega að skríða áfram þarna undir lokin,“ sagði Pascual í viðtali við Hawaii News Now. Hann náði að klára sundið tveimur mínútum áður en tíminn rann út. Heldur að þú hafi fengið dauðadóm „Þetta var eini hluti keppninnar þar sem tilfinningarnar tóku yfir og ég grét. Ég hugsaði með sjálfum mér. Jonathan nú áttu möguleika á því að klára þetta,“ sagði Pascual. Pascual tókst því að komast áfram á næsta stig, kláraði hjólahlutann og hlaupið en hann kom síðan í markið eftir meira en sextán tíma þrekraun. „Þegar þú ert kominn með krabbamein á fjórða stigi þá er fólk að fljótt að afskrifa þig. Fólk heldur að þú hafi fengið dauðadóm. Ég trúi því að það sé mýta og ætla mér að afsanna það,“ sagði Pascual. Hér fyrir má sjá umfjöllun um þetta ótrúlega afrek. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rbok3Mb_EoI">watch on YouTube</a>
Þríþraut Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Sjá meira