Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Andri Már Eggertsson skrifar 31. október 2024 22:11 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með fimmta sigur liðsins Vísir/Jón Gautur Stjarnan vann sex stiga sigur gegn Grindavík 104-98. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn en þótti það ansi sérstakt að sjúkraþjálfari Grindavíkur hafi tekið þátt í slagsmálum sem brutust út meðal leikmanna. „Við gerðum virkilega vel í þriðja leikhluta í þessum leik sem fór langt með sigurinn en Grindavík gerði vel í að koma til baka og voru góðir í fjórða leikhluta. En okkur tókst að halda þetta út og það var ánægjulegt að ná sigri,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson í viðtali eftir leik. Stjarnan var fjórum stigum yfir í hálfleik 52-48 og að mati Baldurs var lítill munur á liðunum í fyrstu tveimur leikhlutunum. „Í fyrri hálfleik var þetta bara barátta og liðin skiptust á körfum. Þeir voru að setja erfiða þrista ofan í sem þeir fengu ekki í seinni hálfleik. Við náðum öflugri vörn í þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta var vörnin ekki góð.“ Stjarnan byrjaði síðari hálfleik á að gera sextán stig gegn aðeins þremur hjá Grindavík og Baldur var afar ánægður með hvernig hans lið byrjaði seinni hálfleikinn. „Varnarleikurinn var þéttari og þegar þeir sendu út í skot þá voru þau ekki að detta eins og í fyrri hálfleik. Við náðum nokkrum stoppum í röð og skoruðum líka. Í grunninn unnum við leikinn út af því við skoruðum 104 stig það var ekki út af varnarleiknum þar sem við fengum 98 stig á okkur.“ Það brutust út mikil læti í fjórða leikhluta þar sem það myndaðist mikill hiti á milli leikmanna Stjörnunnar og Grindavíkur. Baldri þótti það afar lélegt að sjúkraþjálfari Grindavíkur hafi farið inn í þvöguna og var að ýta við leikmönnum „Ég sá harða villu þar sem Björgvin Hafþór Ríkharðsson braut af sér og fylgdi eftir. Ég hefði viljað sjá ásetning þegar menn fara á eftir leikmönnum og það voru viðbrögð frá Hilmari Smára sem vildi verja sinn mann og þá fóru bæði lið að verja sína menn og það var einhver stemning þarna út í horni sem ég sá ekki neitt.“ „Eina sem mér fannst skrítið var að sjúkraþjálfarinn var mættur inn á völlinn í barning. Ég yrði mjög hissa ef minn sjúkraþjálfari væri kominn í baráttuna en það er mismunandi hvernig menn taka á þessum bransa,“ sagði Baldur Þór að lokum. Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
„Við gerðum virkilega vel í þriðja leikhluta í þessum leik sem fór langt með sigurinn en Grindavík gerði vel í að koma til baka og voru góðir í fjórða leikhluta. En okkur tókst að halda þetta út og það var ánægjulegt að ná sigri,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson í viðtali eftir leik. Stjarnan var fjórum stigum yfir í hálfleik 52-48 og að mati Baldurs var lítill munur á liðunum í fyrstu tveimur leikhlutunum. „Í fyrri hálfleik var þetta bara barátta og liðin skiptust á körfum. Þeir voru að setja erfiða þrista ofan í sem þeir fengu ekki í seinni hálfleik. Við náðum öflugri vörn í þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta var vörnin ekki góð.“ Stjarnan byrjaði síðari hálfleik á að gera sextán stig gegn aðeins þremur hjá Grindavík og Baldur var afar ánægður með hvernig hans lið byrjaði seinni hálfleikinn. „Varnarleikurinn var þéttari og þegar þeir sendu út í skot þá voru þau ekki að detta eins og í fyrri hálfleik. Við náðum nokkrum stoppum í röð og skoruðum líka. Í grunninn unnum við leikinn út af því við skoruðum 104 stig það var ekki út af varnarleiknum þar sem við fengum 98 stig á okkur.“ Það brutust út mikil læti í fjórða leikhluta þar sem það myndaðist mikill hiti á milli leikmanna Stjörnunnar og Grindavíkur. Baldri þótti það afar lélegt að sjúkraþjálfari Grindavíkur hafi farið inn í þvöguna og var að ýta við leikmönnum „Ég sá harða villu þar sem Björgvin Hafþór Ríkharðsson braut af sér og fylgdi eftir. Ég hefði viljað sjá ásetning þegar menn fara á eftir leikmönnum og það voru viðbrögð frá Hilmari Smára sem vildi verja sinn mann og þá fóru bæði lið að verja sína menn og það var einhver stemning þarna út í horni sem ég sá ekki neitt.“ „Eina sem mér fannst skrítið var að sjúkraþjálfarinn var mættur inn á völlinn í barning. Ég yrði mjög hissa ef minn sjúkraþjálfari væri kominn í baráttuna en það er mismunandi hvernig menn taka á þessum bransa,“ sagði Baldur Þór að lokum.
Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira