Gaz-leikur Pavels: „Þeir geta hætt að vera litli Höttur frá Egilsstöðum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2024 10:31 Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon lofar alvöru Gaz-leik í kvöld. stöð 2 sport Pressan við að velja réttan Gaz-leik er farinn að ná til Pavels Ermolinskij. Fyrstu tveir Gaz-leikir tímabilsins voru framlengdir og núna þurfa Grindavík og Höttur að standa undir væntingum í kvöld. Í vetur ætlar Pavel, ásamt félögum sínum, að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus deildar karla, hita veglega upp fyrir hann og lýsa honum svo á Stöð 2 BD í kvöld. Pavel og Helgi Már Magnússon völdu leik Grindavíkur og Hattar sem Gaz-leik 3. umferðar Bónus deildarinnar. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína og Pavel kallar viðureignina Innstimplunarleikinn. „Grindavík er búinn að spila tvo leiki en við erum varla búnir að sjá þá spila. Þeir eru búnir að spila á móti tveimur lakari andstæðingum, tvö lið sem veittu þeim litla mótspyrnu,“ sagði Pavel en Grindavík vann ÍR í 1. umferðinni og svo Hauka í síðustu umferð. „Grindavík er lið sem við ætlumst til mikils af í leik en við höfum ekki séð það. Núna eru þeir að mæta sterkum andstæðingi og það er tækifæri til að stimpla sig almennilega inn í deildina.“ Klippa: Gaz-leikur Pavels: Grindavík - Höttur Andstæðingur Grindvíkinga, Hattarmenn, hafa komið flestum á óvart með því að vinna báða leiki sína, gegn Haukum og Keflvíkingum. Pavel segir að nú sé lag fyrir Hött að stimpla sig af krafti inn í deild þeirra bestu. „Hattarmenn eru búnir að vinna tvo góða sigra. Maður finnur smá öðruvísi áru yfir þeim. Það er meira sjálfstraust og þeim líður eins og þeir eigi allt í einu heima hérna,“ sagði Pavel. „Innstimplunin sem þeir geta náð fram er að þeir geta hætt að vera litli Höttur frá Egilsstöðum sem er að reyna að fóta sig í deildinni og koma sér fyrir. Í gegnum tíðina hafa sterkari andstæðingar hakað við leiki á móti Hetti og átt von á því að vinna. Í excel-skjalinu var þetta sigur. Núna er að breytast í lið sem lið eru að vonast eftir að geta unnið.“ Upphitunarþáttinn fyrir Gaz-leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 20:10 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10. Bónus-deild karla UMF Grindavík Höttur Tengdar fréttir Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon völdu Val gegn Þór Þ. sem Gaz-leik 2. umferðar Bónus deildar karla. Þeir hituðu á sinn einstaka hátt upp fyrir þennan áhugaverða leik á Hlíðarenda. 10. október 2024 08:01 Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Sjá meira
Í vetur ætlar Pavel, ásamt félögum sínum, að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus deildar karla, hita veglega upp fyrir hann og lýsa honum svo á Stöð 2 BD í kvöld. Pavel og Helgi Már Magnússon völdu leik Grindavíkur og Hattar sem Gaz-leik 3. umferðar Bónus deildarinnar. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína og Pavel kallar viðureignina Innstimplunarleikinn. „Grindavík er búinn að spila tvo leiki en við erum varla búnir að sjá þá spila. Þeir eru búnir að spila á móti tveimur lakari andstæðingum, tvö lið sem veittu þeim litla mótspyrnu,“ sagði Pavel en Grindavík vann ÍR í 1. umferðinni og svo Hauka í síðustu umferð. „Grindavík er lið sem við ætlumst til mikils af í leik en við höfum ekki séð það. Núna eru þeir að mæta sterkum andstæðingi og það er tækifæri til að stimpla sig almennilega inn í deildina.“ Klippa: Gaz-leikur Pavels: Grindavík - Höttur Andstæðingur Grindvíkinga, Hattarmenn, hafa komið flestum á óvart með því að vinna báða leiki sína, gegn Haukum og Keflvíkingum. Pavel segir að nú sé lag fyrir Hött að stimpla sig af krafti inn í deild þeirra bestu. „Hattarmenn eru búnir að vinna tvo góða sigra. Maður finnur smá öðruvísi áru yfir þeim. Það er meira sjálfstraust og þeim líður eins og þeir eigi allt í einu heima hérna,“ sagði Pavel. „Innstimplunin sem þeir geta náð fram er að þeir geta hætt að vera litli Höttur frá Egilsstöðum sem er að reyna að fóta sig í deildinni og koma sér fyrir. Í gegnum tíðina hafa sterkari andstæðingar hakað við leiki á móti Hetti og átt von á því að vinna. Í excel-skjalinu var þetta sigur. Núna er að breytast í lið sem lið eru að vonast eftir að geta unnið.“ Upphitunarþáttinn fyrir Gaz-leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 20:10 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Höttur Tengdar fréttir Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon völdu Val gegn Þór Þ. sem Gaz-leik 2. umferðar Bónus deildar karla. Þeir hituðu á sinn einstaka hátt upp fyrir þennan áhugaverða leik á Hlíðarenda. 10. október 2024 08:01 Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31 Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Sjá meira
Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon völdu Val gegn Þór Þ. sem Gaz-leik 2. umferðar Bónus deildar karla. Þeir hituðu á sinn einstaka hátt upp fyrir þennan áhugaverða leik á Hlíðarenda. 10. október 2024 08:01
Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31