Gaz-leikur Pavels: „Þeir geta hætt að vera litli Höttur frá Egilsstöðum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2024 10:31 Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon lofar alvöru Gaz-leik í kvöld. stöð 2 sport Pressan við að velja réttan Gaz-leik er farinn að ná til Pavels Ermolinskij. Fyrstu tveir Gaz-leikir tímabilsins voru framlengdir og núna þurfa Grindavík og Höttur að standa undir væntingum í kvöld. Í vetur ætlar Pavel, ásamt félögum sínum, að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus deildar karla, hita veglega upp fyrir hann og lýsa honum svo á Stöð 2 BD í kvöld. Pavel og Helgi Már Magnússon völdu leik Grindavíkur og Hattar sem Gaz-leik 3. umferðar Bónus deildarinnar. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína og Pavel kallar viðureignina Innstimplunarleikinn. „Grindavík er búinn að spila tvo leiki en við erum varla búnir að sjá þá spila. Þeir eru búnir að spila á móti tveimur lakari andstæðingum, tvö lið sem veittu þeim litla mótspyrnu,“ sagði Pavel en Grindavík vann ÍR í 1. umferðinni og svo Hauka í síðustu umferð. „Grindavík er lið sem við ætlumst til mikils af í leik en við höfum ekki séð það. Núna eru þeir að mæta sterkum andstæðingi og það er tækifæri til að stimpla sig almennilega inn í deildina.“ Klippa: Gaz-leikur Pavels: Grindavík - Höttur Andstæðingur Grindvíkinga, Hattarmenn, hafa komið flestum á óvart með því að vinna báða leiki sína, gegn Haukum og Keflvíkingum. Pavel segir að nú sé lag fyrir Hött að stimpla sig af krafti inn í deild þeirra bestu. „Hattarmenn eru búnir að vinna tvo góða sigra. Maður finnur smá öðruvísi áru yfir þeim. Það er meira sjálfstraust og þeim líður eins og þeir eigi allt í einu heima hérna,“ sagði Pavel. „Innstimplunin sem þeir geta náð fram er að þeir geta hætt að vera litli Höttur frá Egilsstöðum sem er að reyna að fóta sig í deildinni og koma sér fyrir. Í gegnum tíðina hafa sterkari andstæðingar hakað við leiki á móti Hetti og átt von á því að vinna. Í excel-skjalinu var þetta sigur. Núna er að breytast í lið sem lið eru að vonast eftir að geta unnið.“ Upphitunarþáttinn fyrir Gaz-leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 20:10 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10. Bónus-deild karla UMF Grindavík Höttur Tengdar fréttir Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon völdu Val gegn Þór Þ. sem Gaz-leik 2. umferðar Bónus deildar karla. Þeir hituðu á sinn einstaka hátt upp fyrir þennan áhugaverða leik á Hlíðarenda. 10. október 2024 08:01 Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31 Mest lesið Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Enski boltinn „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Íslenski boltinn Njarðvíkingar bæta við sig Körfubolti Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Enski boltinn Vinnur við að slökkva elda og ætlar að slökkva í andstæðingum sínum Sport Dagskráin í dag: Úrslitastund í pílukastinu Sport Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Körfubolti Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Sjá meira
Í vetur ætlar Pavel, ásamt félögum sínum, að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus deildar karla, hita veglega upp fyrir hann og lýsa honum svo á Stöð 2 BD í kvöld. Pavel og Helgi Már Magnússon völdu leik Grindavíkur og Hattar sem Gaz-leik 3. umferðar Bónus deildarinnar. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína og Pavel kallar viðureignina Innstimplunarleikinn. „Grindavík er búinn að spila tvo leiki en við erum varla búnir að sjá þá spila. Þeir eru búnir að spila á móti tveimur lakari andstæðingum, tvö lið sem veittu þeim litla mótspyrnu,“ sagði Pavel en Grindavík vann ÍR í 1. umferðinni og svo Hauka í síðustu umferð. „Grindavík er lið sem við ætlumst til mikils af í leik en við höfum ekki séð það. Núna eru þeir að mæta sterkum andstæðingi og það er tækifæri til að stimpla sig almennilega inn í deildina.“ Klippa: Gaz-leikur Pavels: Grindavík - Höttur Andstæðingur Grindvíkinga, Hattarmenn, hafa komið flestum á óvart með því að vinna báða leiki sína, gegn Haukum og Keflvíkingum. Pavel segir að nú sé lag fyrir Hött að stimpla sig af krafti inn í deild þeirra bestu. „Hattarmenn eru búnir að vinna tvo góða sigra. Maður finnur smá öðruvísi áru yfir þeim. Það er meira sjálfstraust og þeim líður eins og þeir eigi allt í einu heima hérna,“ sagði Pavel. „Innstimplunin sem þeir geta náð fram er að þeir geta hætt að vera litli Höttur frá Egilsstöðum sem er að reyna að fóta sig í deildinni og koma sér fyrir. Í gegnum tíðina hafa sterkari andstæðingar hakað við leiki á móti Hetti og átt von á því að vinna. Í excel-skjalinu var þetta sigur. Núna er að breytast í lið sem lið eru að vonast eftir að geta unnið.“ Upphitunarþáttinn fyrir Gaz-leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 20:10 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Höttur Tengdar fréttir Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon völdu Val gegn Þór Þ. sem Gaz-leik 2. umferðar Bónus deildar karla. Þeir hituðu á sinn einstaka hátt upp fyrir þennan áhugaverða leik á Hlíðarenda. 10. október 2024 08:01 Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31 Mest lesið Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Enski boltinn „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Íslenski boltinn Njarðvíkingar bæta við sig Körfubolti Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Enski boltinn Vinnur við að slökkva elda og ætlar að slökkva í andstæðingum sínum Sport Dagskráin í dag: Úrslitastund í pílukastinu Sport Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Körfubolti Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Sjá meira
Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon völdu Val gegn Þór Þ. sem Gaz-leik 2. umferðar Bónus deildar karla. Þeir hituðu á sinn einstaka hátt upp fyrir þennan áhugaverða leik á Hlíðarenda. 10. október 2024 08:01
Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31