Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2024 08:01 Gömlu liðsfélagarnir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon að gaza. stöð 2 sport Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon völdu Val gegn Þór Þ. sem Gaz-leik 2. umferðar Bónus deildar karla. Þeir hituðu á sinn einstaka hátt upp fyrir þennan áhugaverða leik á Hlíðarenda. Í vetur ætlar Pavel, ásamt félögum sínum, að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus deildar karla, hita veglega upp fyrir hann og lýsa honum svo á Stöð 2 BD í kvöld. Þór vann Njarðvík í 1. umferð Bónus deildarinnar á meðan Valur tapaði fyrir Stjörnunni. Íslandsmeistararnir töpuðu einnig fyrir Keflavík í Meistarakeppni KKÍ og geta því tapað sínum þriðja leik í röð í kvöld. „Nafnið sem ég fann á þennan leik er: Hvað nú leikurinn? Þórsararnir byrja öll tímabil sem miðjulið, einhvern veginn. Þeir fá aldrei að vera með í þessu efsta mengi með þeim sem eru taldir líklegastir til að vinna titilinn. Þeir eru alltaf í þessum miðjuhóp og einu skrefi frá því að komast upp,“ sagði Pavel í upphitunarþættinum. „Þeir unnu frábæran sigur á Njarðvík í 1. umferð, eru að fara á útivöll til Íslandsmeistaranna og hvað nú? Sigur gæti sent mjög stór skilaboð á deildina.“ Klippa: Gaz-leikur Pavels: Valur - Þór Þ. Pavel fór svo yfir það sem er í húfi fyrir Íslandsmeistara Vals. „Valsarar eru búnir að tapa einhverjum leikjum og hafa í sannleika sagt ekki litið neitt frábærlega út. Íslandsmeistarar með fullt af væntingum á herðum sínum og hvað nú? Sigur í þessum leik gæti róað hlutina ansi vel niður fyrir þá,“ sagði Pavel. „Það eru margir hákarlar að synda í kringum þá, sem eru tilbúnir að taka við af þeim, og það er mikilvægt fyrir þá núna að bægja þeim frá; segja þeim að láta okkur í friði. Við segjum það bara til að selja þennan leik. Það er mikið undir fyrir bæði lið.“ Upphitunarþáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:05 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10. Bónus-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31 Mest lesið Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn Njarðvíkingar bæta við sig Körfubolti „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Íslenski boltinn Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Enski boltinn Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í pílukastinu Sport „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Körfubolti Hákon skoraði í sigri Lille Fótbolti Atalanta á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Sjá meira
Í vetur ætlar Pavel, ásamt félögum sínum, að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus deildar karla, hita veglega upp fyrir hann og lýsa honum svo á Stöð 2 BD í kvöld. Þór vann Njarðvík í 1. umferð Bónus deildarinnar á meðan Valur tapaði fyrir Stjörnunni. Íslandsmeistararnir töpuðu einnig fyrir Keflavík í Meistarakeppni KKÍ og geta því tapað sínum þriðja leik í röð í kvöld. „Nafnið sem ég fann á þennan leik er: Hvað nú leikurinn? Þórsararnir byrja öll tímabil sem miðjulið, einhvern veginn. Þeir fá aldrei að vera með í þessu efsta mengi með þeim sem eru taldir líklegastir til að vinna titilinn. Þeir eru alltaf í þessum miðjuhóp og einu skrefi frá því að komast upp,“ sagði Pavel í upphitunarþættinum. „Þeir unnu frábæran sigur á Njarðvík í 1. umferð, eru að fara á útivöll til Íslandsmeistaranna og hvað nú? Sigur gæti sent mjög stór skilaboð á deildina.“ Klippa: Gaz-leikur Pavels: Valur - Þór Þ. Pavel fór svo yfir það sem er í húfi fyrir Íslandsmeistara Vals. „Valsarar eru búnir að tapa einhverjum leikjum og hafa í sannleika sagt ekki litið neitt frábærlega út. Íslandsmeistarar með fullt af væntingum á herðum sínum og hvað nú? Sigur í þessum leik gæti róað hlutina ansi vel niður fyrir þá,“ sagði Pavel. „Það eru margir hákarlar að synda í kringum þá, sem eru tilbúnir að taka við af þeim, og það er mikilvægt fyrir þá núna að bægja þeim frá; segja þeim að láta okkur í friði. Við segjum það bara til að selja þennan leik. Það er mikið undir fyrir bæði lið.“ Upphitunarþáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:05 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10.
Bónus-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31 Mest lesið Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn Njarðvíkingar bæta við sig Körfubolti „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Íslenski boltinn Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Enski boltinn Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í pílukastinu Sport „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Körfubolti Hákon skoraði í sigri Lille Fótbolti Atalanta á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Sjá meira
Gaz-leikur Pavels: Stanslaust djamm gegn bingókvöldi Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld. 3. október 2024 08:31