Náin tengsl Eva Hauksdóttir skrifar 16. október 2024 10:46 Loksins er ég kominn með kennitölu en nú þarf ég að fá fjölskyldu mína til Íslands. Getur þú hjálpað mér að sækja um dvalarleyfi? Já, en þú verður að útvega gögn eins og hjúskaparvottorð og fæðingarvottorð o.fl. svo konan þín og dóttir geti komið. Ok. En hvað þarf ég að útvega fyrir frænda og hans fjölskyldu? Hmmm … Frændi getur ekki komið á grundvelli fjölskyldutengsla. Já en hann er alveg eins og bróðir minn. Bróðir þinn gæti heldur ekki fengið dvalarleyfi á þeirri forsendu. Systkini teljast ekki nánustu aðstandendur samkvæmt lögum. Ha? Hvernig má það vera? En afi, hann má þó örugglega koma? Hann er eldhress og getur alveg unnið þótt hann sé orðinn sjötugur. Nei, afi má ekki koma nema hann sé háður þér um umönnun. En ef hans börn væru hér þá mætti hann koma. Ah, þannig að mamma þarf að koma fyrst og svo er hægt að sækja um fyrir afa? Já, en sko mamma þín er of ung til að fá dvalarleyfi í gegnum þig. Ertu að segja að það sé bara konan mín og dætur sem geta fengið dvalarleyfi? Ef sótt er um á grundvelli fjölskyldutengsla já. En ekki sko eldri dóttir þín því hún er orðin 18 ára. En konan og yngri dóttirin geta komið. Það tekur að vísu heilt ár að fá dvalarleyfi fyrir þær en jú, þær teljast til nánustu aðstandenda. Við getum ekki skilið eldri dóttur okkar eina eftir. Nei, ég skil það en svona er þetta. Frændi má ekki koma, ekki afi, ekki mamma, ekki eldri dóttirin. En góðu fréttirnar eru þær að hundurinn þinn má koma. Stjórnvöld hafa alveg skilning á því að hundurinn geti ekki verið án þín. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Hælisleitendur Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Sjá meira
Loksins er ég kominn með kennitölu en nú þarf ég að fá fjölskyldu mína til Íslands. Getur þú hjálpað mér að sækja um dvalarleyfi? Já, en þú verður að útvega gögn eins og hjúskaparvottorð og fæðingarvottorð o.fl. svo konan þín og dóttir geti komið. Ok. En hvað þarf ég að útvega fyrir frænda og hans fjölskyldu? Hmmm … Frændi getur ekki komið á grundvelli fjölskyldutengsla. Já en hann er alveg eins og bróðir minn. Bróðir þinn gæti heldur ekki fengið dvalarleyfi á þeirri forsendu. Systkini teljast ekki nánustu aðstandendur samkvæmt lögum. Ha? Hvernig má það vera? En afi, hann má þó örugglega koma? Hann er eldhress og getur alveg unnið þótt hann sé orðinn sjötugur. Nei, afi má ekki koma nema hann sé háður þér um umönnun. En ef hans börn væru hér þá mætti hann koma. Ah, þannig að mamma þarf að koma fyrst og svo er hægt að sækja um fyrir afa? Já, en sko mamma þín er of ung til að fá dvalarleyfi í gegnum þig. Ertu að segja að það sé bara konan mín og dætur sem geta fengið dvalarleyfi? Ef sótt er um á grundvelli fjölskyldutengsla já. En ekki sko eldri dóttir þín því hún er orðin 18 ára. En konan og yngri dóttirin geta komið. Það tekur að vísu heilt ár að fá dvalarleyfi fyrir þær en jú, þær teljast til nánustu aðstandenda. Við getum ekki skilið eldri dóttur okkar eina eftir. Nei, ég skil það en svona er þetta. Frændi má ekki koma, ekki afi, ekki mamma, ekki eldri dóttirin. En góðu fréttirnar eru þær að hundurinn þinn má koma. Stjórnvöld hafa alveg skilning á því að hundurinn geti ekki verið án þín. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar