Teknó baróninn á Radar á laugardag Lovísa Arnardóttir skrifar 11. október 2024 14:02 Dave Clarke er 56 ára gamall og ólst upp í Bretlandi. Mynd/Beatrice Photography Bresti tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Dave Clarke kemur fram á Radar ásamt víetnamska plötusnúðinum DJ Chica um helgina. „Dave Clarke er, ásamt Jeff Mills og Ben Simms, besti teknó-DJ í heimi. Það er oft hægt að segja þetta, að þeir séu bestir og flottastir, en út frá sögulegum grundvelli er Dave Clarke tæknilega séð besti teknóplötusnúður í heimi,“ segir Addi, eða Arnviður Snorrason. Oft sé vísað til Clarke sem Teknó-barónsins eða The Baron of Techno. Tónleikarnir eru þeir þriðju í tónleikaröð sem Addi skipuleggur á Radar. Fyrstu tónleikarnir voru í ágúst, aðrir tónleikarnir næstu helgi og þeir þriðju núna um helgina. Fengið marga til að hlusta á teknó Hann segir Clarke einnig besta „remixarann“. Hann hafi gert mörg remix á 9. áratugnum sem hafi vakið mikla athygli. „Hann hefur sigurinn í að fá sem flesta til að hlusta á teknó,“ segir hann og að þannig sé hann sá maður sem hafi gert mest fyrir teknó í Evrópu. „Hann hefur gert mest í að kynna Detroit og Chicago teknó fyrir Evrópu og hefur frontað flestar stórar tónlistarhátíðir í þessum geira eins og I love Techno og Awakenings.“ Hann segir það því mikinn heiður að fá Clarke hingað til að spila. Þetta sé ekki fyrsta heimsóknin hans. Hann hafi spilað hér árið 2000 sem dæmi. „Það sem gerir einhvern að góðum DJ er að enginn geri betur það sem hann gerir. Það hefur enn enginn náð að leika það eftir sem hann gerir. Það gerir hann alveg ósnertanlegan,“ segir Addi. Addi segir Clarke vera í miklu uppáhaldi hjá sér persónulega. „Hann gerði lagið sem er fyrsta teknó lagið sem ég uppgötvaði. Það er lagið Red One. Það gerir þetta extra sérstakt.“ Clarke er hvað þekktastur fyrir þríleik sinn Red One, Red Two of Red Three. DJ Chica er frá Víetnam.Aðsend DJ Chica frá Víetnam hitar upp fyrir Clarke en hún hefur spilað víða í Asíu og spilar það sem Addi vill kalla gettó-teknó. „Hún er að springa út í Evrópu.“ Auk þeirra tveggja spilar Addi sjálfur, Lafonaine og Jamesendir. Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Næturlíf Tengdar fréttir Skipti öllu máli að telja drykkina Formaður Matthildarsamtaka um skaðaminnkun, segir áríðandi að tekist sé á við vímuefnanotkun í samfélaginu með raunsæi. Nýtt vettvangsteymi á vegum samtakanna veitti skaðaminnkunarþjónustu og sálrænan stuðning á tónlistarviðburðum í sumar. 7. október 2024 07:02 Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona spilar á laugardaginn með raftónlistarmanninn Blawan á skemmtistaðnum Radar í Tryggvagötu. Björk er á neðri hæð frá klukkan 23 til 2 um nóttina. Eftir það tekur Blawan við á þeirri efri. 12. september 2024 09:00 Hugarástand snýr aftur Plötusnúðatvíeykið Hugarástand, sem samanstendur af þeim Frímanni Andréssyni og Arnari Símonarsyni, snýr aftur um helgina. Þeir hafa ekki spilað saman opinberlega síðan árið 2016. 19. júlí 2024 12:08 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
„Dave Clarke er, ásamt Jeff Mills og Ben Simms, besti teknó-DJ í heimi. Það er oft hægt að segja þetta, að þeir séu bestir og flottastir, en út frá sögulegum grundvelli er Dave Clarke tæknilega séð besti teknóplötusnúður í heimi,“ segir Addi, eða Arnviður Snorrason. Oft sé vísað til Clarke sem Teknó-barónsins eða The Baron of Techno. Tónleikarnir eru þeir þriðju í tónleikaröð sem Addi skipuleggur á Radar. Fyrstu tónleikarnir voru í ágúst, aðrir tónleikarnir næstu helgi og þeir þriðju núna um helgina. Fengið marga til að hlusta á teknó Hann segir Clarke einnig besta „remixarann“. Hann hafi gert mörg remix á 9. áratugnum sem hafi vakið mikla athygli. „Hann hefur sigurinn í að fá sem flesta til að hlusta á teknó,“ segir hann og að þannig sé hann sá maður sem hafi gert mest fyrir teknó í Evrópu. „Hann hefur gert mest í að kynna Detroit og Chicago teknó fyrir Evrópu og hefur frontað flestar stórar tónlistarhátíðir í þessum geira eins og I love Techno og Awakenings.“ Hann segir það því mikinn heiður að fá Clarke hingað til að spila. Þetta sé ekki fyrsta heimsóknin hans. Hann hafi spilað hér árið 2000 sem dæmi. „Það sem gerir einhvern að góðum DJ er að enginn geri betur það sem hann gerir. Það hefur enn enginn náð að leika það eftir sem hann gerir. Það gerir hann alveg ósnertanlegan,“ segir Addi. Addi segir Clarke vera í miklu uppáhaldi hjá sér persónulega. „Hann gerði lagið sem er fyrsta teknó lagið sem ég uppgötvaði. Það er lagið Red One. Það gerir þetta extra sérstakt.“ Clarke er hvað þekktastur fyrir þríleik sinn Red One, Red Two of Red Three. DJ Chica er frá Víetnam.Aðsend DJ Chica frá Víetnam hitar upp fyrir Clarke en hún hefur spilað víða í Asíu og spilar það sem Addi vill kalla gettó-teknó. „Hún er að springa út í Evrópu.“ Auk þeirra tveggja spilar Addi sjálfur, Lafonaine og Jamesendir.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Næturlíf Tengdar fréttir Skipti öllu máli að telja drykkina Formaður Matthildarsamtaka um skaðaminnkun, segir áríðandi að tekist sé á við vímuefnanotkun í samfélaginu með raunsæi. Nýtt vettvangsteymi á vegum samtakanna veitti skaðaminnkunarþjónustu og sálrænan stuðning á tónlistarviðburðum í sumar. 7. október 2024 07:02 Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona spilar á laugardaginn með raftónlistarmanninn Blawan á skemmtistaðnum Radar í Tryggvagötu. Björk er á neðri hæð frá klukkan 23 til 2 um nóttina. Eftir það tekur Blawan við á þeirri efri. 12. september 2024 09:00 Hugarástand snýr aftur Plötusnúðatvíeykið Hugarástand, sem samanstendur af þeim Frímanni Andréssyni og Arnari Símonarsyni, snýr aftur um helgina. Þeir hafa ekki spilað saman opinberlega síðan árið 2016. 19. júlí 2024 12:08 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Skipti öllu máli að telja drykkina Formaður Matthildarsamtaka um skaðaminnkun, segir áríðandi að tekist sé á við vímuefnanotkun í samfélaginu með raunsæi. Nýtt vettvangsteymi á vegum samtakanna veitti skaðaminnkunarþjónustu og sálrænan stuðning á tónlistarviðburðum í sumar. 7. október 2024 07:02
Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona spilar á laugardaginn með raftónlistarmanninn Blawan á skemmtistaðnum Radar í Tryggvagötu. Björk er á neðri hæð frá klukkan 23 til 2 um nóttina. Eftir það tekur Blawan við á þeirri efri. 12. september 2024 09:00
Hugarástand snýr aftur Plötusnúðatvíeykið Hugarástand, sem samanstendur af þeim Frímanni Andréssyni og Arnari Símonarsyni, snýr aftur um helgina. Þeir hafa ekki spilað saman opinberlega síðan árið 2016. 19. júlí 2024 12:08