Nadal leggur spaðann á hilluna: Síðustu tvö ár verið sérstaklega erfið Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 10:10 Rafael Nadal keppti á Ólympíuleikunum í París í sumar og það reyndust hans síðustu leikar. Getty Spænska tennisgoðsögnin Rafael Nadal hefur ákveðið að leggja spaðann á hilluna í lok þessa keppnistímabils. Hann hefur unnið 22 risamót á ferlinum. Hinn 38 ára gamli Nadal ætlar að láta síðasta mót sitt vera heima á Spáni í nóvember, þar sem úrslitakeppni landsliðamótsins Davis Cup fer fram í Málaga. „Ég er hér til að láta ykkur vita að ég er að hætta sem atvinnumaður í tennis,“ sagði Nadal í myndbandi. Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum síðustu misseri. „Raunin er sú að þetta hafa verið erfið ár, sérstaklega tvö síðustu. Ég held að ég hafi ekki getað spilað tennis af fullum þrótti,“ sagði Nadal þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. View this post on Instagram A post shared by Rafa Nadal (@rafaelnadal) Nadal hefur verið kallaður „konungur leirsins“ en hann hefur ætíð kunnað sérstaklega vel við sig á leirvöllum. Hann á til að mynda metið yfir flesta titla í einliðaleik á Opna franska mótinu, sem hann vann 14 sinnum. Hann vann 112 af 116 leikjum sínum á Roland Garros á vellinum. Alls vann Nadal 22 risamót, eins og fyrr segir, og aðeins einn hans helsti keppinautur í gegnum tíðina, Novak Djokovic, hefur unnið fleiri. Rafael Nadal has announced his retirement from professional tennis 🎾The 22-time Grand Slam champion will retire from tennis after November's Davis Cup finals 🥺🇫🇷 14 x French Open🇺🇸 4 x US Open🇬🇧 2 x Wimbledon🇦🇺 2 x Australian OpenWhat a career 👏👏 pic.twitter.com/sl3Nbt2Xx5— FUN88 (@fun88eng) October 10, 2024 Djokovic vann Opna bandaríska mótið fjórum sinnum, og Opna ástralska og Wimbledon-mótið tvisvar sinnum hvort. Hann vann einnig ólympíugull í einliðaleik og tvíliðaleik, og hefur unnið Davis Cup fimm sinnum með Spáni, síðast árið 2019. „Ég held að núna sé við hæfi að ljúka ferli sem hefur verið langur og mun farsælli en mig hefði nokkurn tímann órað fyrir. Ég er mjög spenntur fyrir lokamótinu mínu þegar ég keppi fyrir þjóð mína á Davis Cup,“ sagði Nadal. Tennis Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Hinn 38 ára gamli Nadal ætlar að láta síðasta mót sitt vera heima á Spáni í nóvember, þar sem úrslitakeppni landsliðamótsins Davis Cup fer fram í Málaga. „Ég er hér til að láta ykkur vita að ég er að hætta sem atvinnumaður í tennis,“ sagði Nadal í myndbandi. Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum síðustu misseri. „Raunin er sú að þetta hafa verið erfið ár, sérstaklega tvö síðustu. Ég held að ég hafi ekki getað spilað tennis af fullum þrótti,“ sagði Nadal þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. View this post on Instagram A post shared by Rafa Nadal (@rafaelnadal) Nadal hefur verið kallaður „konungur leirsins“ en hann hefur ætíð kunnað sérstaklega vel við sig á leirvöllum. Hann á til að mynda metið yfir flesta titla í einliðaleik á Opna franska mótinu, sem hann vann 14 sinnum. Hann vann 112 af 116 leikjum sínum á Roland Garros á vellinum. Alls vann Nadal 22 risamót, eins og fyrr segir, og aðeins einn hans helsti keppinautur í gegnum tíðina, Novak Djokovic, hefur unnið fleiri. Rafael Nadal has announced his retirement from professional tennis 🎾The 22-time Grand Slam champion will retire from tennis after November's Davis Cup finals 🥺🇫🇷 14 x French Open🇺🇸 4 x US Open🇬🇧 2 x Wimbledon🇦🇺 2 x Australian OpenWhat a career 👏👏 pic.twitter.com/sl3Nbt2Xx5— FUN88 (@fun88eng) October 10, 2024 Djokovic vann Opna bandaríska mótið fjórum sinnum, og Opna ástralska og Wimbledon-mótið tvisvar sinnum hvort. Hann vann einnig ólympíugull í einliðaleik og tvíliðaleik, og hefur unnið Davis Cup fimm sinnum með Spáni, síðast árið 2019. „Ég held að núna sé við hæfi að ljúka ferli sem hefur verið langur og mun farsælli en mig hefði nokkurn tímann órað fyrir. Ég er mjög spenntur fyrir lokamótinu mínu þegar ég keppi fyrir þjóð mína á Davis Cup,“ sagði Nadal.
Tennis Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira